Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2022 08:13 Naftali Bennett og Yair Lapid á ísraelska þinginu í gær þegar búið var að rjúfa þing og boða til kosninga. AP Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. Lapid tekur við stöðu forsætisráðherra eftir að samsteypustjórnin, sem Lapid myndaði ásamt Bennett og fleirum, riðaði til falls í síðustu viku. Þingkosningarnar í nóvember verða þær fimmtu í landinu á innan við fjórum árum. Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt að hann stefni að því að setjast í forsætisráðherrastólinn á ný. BBC segir að þrátt fyrir að Lapid hafi áður sagt að hann sé hlynntur tveggja ríkja lausn í málefnum Ísraels og Palestínu þá sé ólíklegt að hann ráðist í róttækar aðgerðir í málaflokknum fram að kosningum. Hinn 58 ára Lapid, sem er fyrrverandi fréttaþulur, tók við völdum af Naftali Bennett í samræmi við samkomulag milli flokka þeirra um að þeir myndu hafa stólaskipti, en Bennett mun því gegna embætti aðstoðarforsætisráðherra fram að kosningunum. Bennett hefur sjálfur sagt að hann muni ekki bjóða sig fram í kosningunum í nóvember. Fráfarandi samsteypustjórn samanstóð af alls átta flokkum, bæði af miðjunni og vinstri og hægrivæng stjórnmálanna. Sömuleiðis var þar að finna flokk óháðra araba, en þetta var í fyrsta sinn sem flokkur araba átti aðild að ríkisstjórn Ísraels frá stofnun landsins árið 1948. Skoðanakannanir benda til að Netanjahú og flokkur hans muni í kosningunum fá flest atkvæði, en líkur eru á að erfiðlega gæti reynst fyrir Netanjahú að mynda meirihluta. Ísrael Tengdar fréttir Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. 20. júní 2022 21:03 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Sjá meira
Lapid tekur við stöðu forsætisráðherra eftir að samsteypustjórnin, sem Lapid myndaði ásamt Bennett og fleirum, riðaði til falls í síðustu viku. Þingkosningarnar í nóvember verða þær fimmtu í landinu á innan við fjórum árum. Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt að hann stefni að því að setjast í forsætisráðherrastólinn á ný. BBC segir að þrátt fyrir að Lapid hafi áður sagt að hann sé hlynntur tveggja ríkja lausn í málefnum Ísraels og Palestínu þá sé ólíklegt að hann ráðist í róttækar aðgerðir í málaflokknum fram að kosningum. Hinn 58 ára Lapid, sem er fyrrverandi fréttaþulur, tók við völdum af Naftali Bennett í samræmi við samkomulag milli flokka þeirra um að þeir myndu hafa stólaskipti, en Bennett mun því gegna embætti aðstoðarforsætisráðherra fram að kosningunum. Bennett hefur sjálfur sagt að hann muni ekki bjóða sig fram í kosningunum í nóvember. Fráfarandi samsteypustjórn samanstóð af alls átta flokkum, bæði af miðjunni og vinstri og hægrivæng stjórnmálanna. Sömuleiðis var þar að finna flokk óháðra araba, en þetta var í fyrsta sinn sem flokkur araba átti aðild að ríkisstjórn Ísraels frá stofnun landsins árið 1948. Skoðanakannanir benda til að Netanjahú og flokkur hans muni í kosningunum fá flest atkvæði, en líkur eru á að erfiðlega gæti reynst fyrir Netanjahú að mynda meirihluta.
Ísrael Tengdar fréttir Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. 20. júní 2022 21:03 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Sjá meira
Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. 20. júní 2022 21:03