Evrópumótaröðin afturkallar ekki refsingar þeirra sem gengu til liðs við LIV Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2022 16:30 Keith Pelley, forstjóri DP World Tour, hefur svarað þeim kylfingum sem gengu til liðs við LIV-mótaröðina fullum hálsi. Stuart Franklin/Getty Images Forráðamenn Evrópumótaraðarinnar í golfi, DP World Tour, ætla sér ekki að afturkalla refsingar þeirra kylfinga sem tóku þátt á fyrsta móti sádí-arabísku LIV-mótaraðarinnar á dögunum. Sextán kylfingar sendu frá sér opið bréf fyrr í dag þar sem þeir hótuðu að sækja Evrópumótaröðina til saka ef forráðamenn hennar myndu ekki afturkalla sektir og keppnisbönn þeirra fyrir að taka þátt á opnunarmóti LIV-mótaraðarinnar. Eins og sagt var frá hér á Vísi fyrr í dag var hver og einn af þessum sextán kylfingum sektaður hundrað þúsund pund, eða rúmlega sextán milljónir króna, ásamt því að kylfingarnir fá ekki að taka þátt á þremur mótum á vegum Evrópumótaraðarinnar. Kylfingarnir sendu forráðamönnum Evrópumótaraðarinnar bréf þar sem kallað var eftir því að refsingar þeirra yrðu endurskoðaðar. Keith Pelley, forstjóri Evrópumótaraðarinnar segir hins vegar að í bréfinu hafi ekki verið farið með rétt mál. „Til fjölmiðla hefur lekið bréf sem okkur barst frá nokkrum kylfingum sem leika á LIV-mótaröðinni. Bréfið inniheldur ýmsar rangfærslur sem ekki er hægt að láta liggja ósvöruðum,“ sagði Pelley í yfirlýsingu sinni fyrr í dag. „Áður en þeir gengu til liðs við LIV-mótaröðina vissu kylfingarnir að það myndi bera í för með sér afleiðingar ef þeir myndu velja peninga fram yfir keppni. Margir þeirra skildu og sættu sig við það. Eins og einn kylfingur sagði í viðtali fyrr á árinu: „Ef ég verð settur í bann, þá verð ég settur í bann.“ Það er því ekki trúlegt að einhverjir þeirra séu nú hissa á því að við höfum gripið til þeirra aðgerða sem við höfum gert. Bréf þetta segir að þeim sé annt um Evrópumótaröðina, en greining á þátttökutölum nokkurra af betri kylfingum mótaraðarinnar gefur annað til kynna.“ Statement from DP World Tour Chief Executive Keith Pelley.— DP World Tour (@DPWorldTour) July 1, 2022 Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Sextán kylfingar sendu frá sér opið bréf fyrr í dag þar sem þeir hótuðu að sækja Evrópumótaröðina til saka ef forráðamenn hennar myndu ekki afturkalla sektir og keppnisbönn þeirra fyrir að taka þátt á opnunarmóti LIV-mótaraðarinnar. Eins og sagt var frá hér á Vísi fyrr í dag var hver og einn af þessum sextán kylfingum sektaður hundrað þúsund pund, eða rúmlega sextán milljónir króna, ásamt því að kylfingarnir fá ekki að taka þátt á þremur mótum á vegum Evrópumótaraðarinnar. Kylfingarnir sendu forráðamönnum Evrópumótaraðarinnar bréf þar sem kallað var eftir því að refsingar þeirra yrðu endurskoðaðar. Keith Pelley, forstjóri Evrópumótaraðarinnar segir hins vegar að í bréfinu hafi ekki verið farið með rétt mál. „Til fjölmiðla hefur lekið bréf sem okkur barst frá nokkrum kylfingum sem leika á LIV-mótaröðinni. Bréfið inniheldur ýmsar rangfærslur sem ekki er hægt að láta liggja ósvöruðum,“ sagði Pelley í yfirlýsingu sinni fyrr í dag. „Áður en þeir gengu til liðs við LIV-mótaröðina vissu kylfingarnir að það myndi bera í för með sér afleiðingar ef þeir myndu velja peninga fram yfir keppni. Margir þeirra skildu og sættu sig við það. Eins og einn kylfingur sagði í viðtali fyrr á árinu: „Ef ég verð settur í bann, þá verð ég settur í bann.“ Það er því ekki trúlegt að einhverjir þeirra séu nú hissa á því að við höfum gripið til þeirra aðgerða sem við höfum gert. Bréf þetta segir að þeim sé annt um Evrópumótaröðina, en greining á þátttökutölum nokkurra af betri kylfingum mótaraðarinnar gefur annað til kynna.“ Statement from DP World Tour Chief Executive Keith Pelley.— DP World Tour (@DPWorldTour) July 1, 2022
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira