Lamborghini viðskiptavinir keyra yfir Ísland Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. júlí 2022 07:01 Lamborghini Urus í halarófu í torfærum á Íslandi. Lamborghini er eins og öðrum sportbílaframleiðendum mikið í mun að sanna gildi og getu jepplinga sinna. Lamborghini hefur brugðið á það ráð að bjóða hópi viðskiptavina í mánaðar langa reisu um Ísland á Urus bíl sínum. Til að sanna hvers hann er megnugur. Samkvæmt vegnum Carscoops er það fyrirtækið Esperienza Avventura sem stendur fyrir viðburðarröð þar sem Urus-inn er tekinn til kostanna til að sanna ágæti hans. Þessi einstaki viðburður felur í sér að fimmtíu viðskiptavinum frá Evrópu og Mið-austurlöndum er flogið til Íslands. Hérlendis eru eknir um 300 kílómetrar á dag í mánuð. Fyrirtækið hefur þegar boðið í ferðir sem þessar í Noregi, Andalúsíu og Transilvaníu. Lamborghini Urus á Íslandi. Farið er yfir allskonar landsvæði og undirlag. Meðal annars er ekið upp að Kvernufossi nálægt Skógum í Rangárþingi Eystra. Lamborghini er mikið í mun að benda á að Urus búi yfir getu til að aka utan malbiksins sem ekki er fáanleg frá öðrum bílum framleiðandans. Þá einkum vegna aukinnar veghæðar, samkvæmt Lamborghini. „Unlock Any Road, er stilling sem eigendur Urus þekkja og var notuð meira hér [á Íslandi] en nokkru sinni áður,“ sagði Sölu- og markaðsstjóri Lamborghini, Federico Foschini vegna ferðarinnar. Lamborghini Urus að dýfa dekkjunum í polla á Íslandi. „Þetta var stórkostleg sjón að sjá svona marga Urus í halarófu í umhverfi eins og á Íslandi, með svona mörgum ólíkum leiðum og yfirborði sem reyndu á bílana,“ sagði Stephan Winkelmann, framkvæmdastjóri Lamborghini um leiðangurinn. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent
Samkvæmt vegnum Carscoops er það fyrirtækið Esperienza Avventura sem stendur fyrir viðburðarröð þar sem Urus-inn er tekinn til kostanna til að sanna ágæti hans. Þessi einstaki viðburður felur í sér að fimmtíu viðskiptavinum frá Evrópu og Mið-austurlöndum er flogið til Íslands. Hérlendis eru eknir um 300 kílómetrar á dag í mánuð. Fyrirtækið hefur þegar boðið í ferðir sem þessar í Noregi, Andalúsíu og Transilvaníu. Lamborghini Urus á Íslandi. Farið er yfir allskonar landsvæði og undirlag. Meðal annars er ekið upp að Kvernufossi nálægt Skógum í Rangárþingi Eystra. Lamborghini er mikið í mun að benda á að Urus búi yfir getu til að aka utan malbiksins sem ekki er fáanleg frá öðrum bílum framleiðandans. Þá einkum vegna aukinnar veghæðar, samkvæmt Lamborghini. „Unlock Any Road, er stilling sem eigendur Urus þekkja og var notuð meira hér [á Íslandi] en nokkru sinni áður,“ sagði Sölu- og markaðsstjóri Lamborghini, Federico Foschini vegna ferðarinnar. Lamborghini Urus að dýfa dekkjunum í polla á Íslandi. „Þetta var stórkostleg sjón að sjá svona marga Urus í halarófu í umhverfi eins og á Íslandi, með svona mörgum ólíkum leiðum og yfirborði sem reyndu á bílana,“ sagði Stephan Winkelmann, framkvæmdastjóri Lamborghini um leiðangurinn.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent