Sköpum bjarta framtíðarsýn á sviði augnlækninga á Íslandi Gunnar Már Zoega, Jóhann Ragnar Guðmundsson og Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson skrifa 6. júlí 2022 09:00 Mikil gróska er í rannsóknum á augnsjúkdómum og mikilvægt fyrir augnlækna að vera vakandi fyrir framförum í þekkingu á sjúkdómum, nýjum aðferðum við augnskurðlækningar, nýjum lyfjum og greiningartækjum sem og meðhöndlun augnsjúkdóma. Þessar miklu framfarir í fræðunum kalla á virkt samtal milli augnlækna, fræðimanna, rannsóknastofnana og sjúklingasamtaka. Fyrr í sumar voru tvær ráðstefnur um augnlækningar haldnar á sama tíma í Hörpu þar sem hluti af dagskrá ráðstefnanna var fléttað saman í sameiginlega fyrirlestraröð. Annars vegar var um að ræða Norræna augnlæknaþingið, sem Augnlæknafélag Íslands sá um, og hins vegar Heimsþing alþjóðlegu sjúklingasamtakanna Retina International, á vegum Blindrafélagsins. Um þúsund manns sóttu ráðstefnurnar tvær og þótti viðburðurinn óvenjulega vel heppnaður en það er einstakt að fagfólk úr ýmsum áttum og leikmenn sameini krafta sína með þessum hætti. Á augnlæknaþinginu er jafnan lögð áhersla á helstu nýjungar og framfarir í heimi augnlækninga og nýjungar í tækjabúnaði. Á Retina-ráðstefnunum er áhersla lögð á að fjalla um rannsóknir og tilraunir sem beinast að því að finna meðferðir við ólæknandi hrörnunarsjúkdómum og heilkennum í sjónhimnu og fjallað um hagsmuni þeirra sem glíma við augnsjúkdóma og blindu. Alls voru um 40 málstofur með um 100 innlenda og erlenda fyrirlesara frá Norðurlöndunum, Evrópu og Bandaríkjunum á viðburðinum og meðal annars kynntar rannsóknir og nýjungar á nýjum sviðum augnlækninga svo sem gena og stofnfrumumeðferðum auk framþróunar á öllum ellefu undirsérgreinum augnlækninga. Þar á meðal voru frásagnir augnlækna um fyrstu viðurkenndu genameðferðina við arfgengum hrörnunarsjúkdómi í sjónhimnu og reynslusaga sjúklings sem er einn af þeim fyrstu á norðurlöndunum til að hljóta þessa nýstárlegu meðferð. Ýmis ný lyf, greiningartækni og þekking á byrjunareinkennum sjúkdóma sem geta valdið blindu eða sjónskerðingu eru að koma fram. Meðal stórra tíðinda sem upplýst var um á ráðstefnunni var að bandarískt lyfjafyrirtæki hefur þróað lyf sem gefur góðar vonir um að hægt verði að nota það til draga úr framgangi þurra afbrigðis aldurstengdar hrörnunar í augnbotnum. Þurr augnbotnahrörnun er um 80 – 90% allra tilfella augnbotnahrörnunar og fram til þessa hefur engin meðferð verið tiltæk. Lyfið er nú til skoðunar hjá Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna og beðið er eftir markaðsleyfi. Ljóst er að mikill og vaxandi fjöldi getur haft ávinning af þessu lyfi þar sem umræddur sjúkdómur hrjáir stóran hóp fólks og mun verða enn algengari á næstu árum samfara hækkandi aldri fólks á vesturlöndum. Fjölmargar aðrar nýjungar voru kynntar og eldri rýndar. Kynntar voru niðurstöður sem vekja vonir um að í framtíðinni verði hægt að mæla þá og velja betur sjúklinga sem þurfa á flókinni glerhlaups- og sjónhimnuskurðaðgerð að halda. Einnig má nefna kynningu á nýjum samnorrænum klínískum leiðbeiningum á sviði augnlækninga. Niðurstöður úr afar spennandi íslenskri rannsókn á nýrri meðferð við bjúg í augnbotni vegna sykursýki þar sem lyfjaferja er notuð til að koma lyfi inn í auga voru kynntar. Þessi góðu tíðindi vekja líka upp spurningar um hvernig íslenskt samfélag er í stakk búið til að bregðast við framförum sem þessum og hvernig útreikningum af ávinningi og kostnaði af meðferð verður hagað. Ekki síst í ljósi þess hversu mikilvæg snemmtæk íhlutun er til að koma í veg fyrir óafturkræfan skaða varanlega sjónskerðingu. Víðtækt samstarf er forsenda árangurs Til að ná árangri í jafn flóknum fræðum og augnlækningum skiptir öflugt samstarf fjölda fólks með fjölbreytta sérþekkingu og reynslu öllu máli. Samvinna þess fólks er besta leiðin til að greina hvert skal stefnt í baráttu við blindu og sjónskerðingu. Á ráðstefnunni í Hörpu komu saman augnlæknar með ólíka sérþekkingu á öllum sviðum augnlækninga, erfðafræðingar, sérfræðingar í hugbúnaði sem sjá um þróun nýrra tækja, verkfræðingar, lífeðlisfræðingar, lyfjafræðingar, efnafræðingar og svo mætti lengi telja og auðvitað sjúklingar sem er vitanlega sá hópur sem helst getur sagt til um árangur alls þess starfs sem er unnið. Á nokkrum áratugum hafa Íslendingar náð framúrskarandi árangri þegar kemur að augnlækningum sem endurspeglar góðan árangur íslenskrar heilbrigðisþjónustu og forvarnastarfs. Má því til sönnunar benda á að greiningu og meðhöndlun nánast allra augnsjúkdóma er sinnt hérlendis með góðum árangri við gláku sem áður fyrr var einna algengasta ástæða sjónskerðingar og blindu hér á landi. Ekki þarf að fjölyrða um þann mikla ávinning sem íslenskt samfélag hefur svo haft af þessari vinnu og hvað þá um þau auknu lífsgæði sem þetta hefur haft fyrir almenning. Augnlækningar á Íslandi eru framarlega í heiminum. Við getum verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur með forvarnarstarfi og meðferð gegn blindu og sjónskerðingu hér á landi. Ný tíðindi í heimi augnlækninga gefa okkur svo enn frekari ástæðu til að horfa björtum augum til framtíðar. Góðir hlutir gerast þó ekki af sjálfu sér heldur eru þeir afurð samstarfs og skýrrar framtíðarsýnar um markmið. Við, fulltrúar Augnlæknafélags Íslands og Blindrafélagsins, viljum þakka öllum þeim sem komu að ráðstefnunum í Hörpu. Gildi þess að hittast og ræða við fólk í eigin persónu um flókin málefni kom skýrt í ljós á þessum góða vettvangi sem þessar tvær ráðstefnur sköpuðu. Höfundar eru formaður Norrænu augnlækninganefndarinnar, formaður Augnlæknafélags Íslands og formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Mikil gróska er í rannsóknum á augnsjúkdómum og mikilvægt fyrir augnlækna að vera vakandi fyrir framförum í þekkingu á sjúkdómum, nýjum aðferðum við augnskurðlækningar, nýjum lyfjum og greiningartækjum sem og meðhöndlun augnsjúkdóma. Þessar miklu framfarir í fræðunum kalla á virkt samtal milli augnlækna, fræðimanna, rannsóknastofnana og sjúklingasamtaka. Fyrr í sumar voru tvær ráðstefnur um augnlækningar haldnar á sama tíma í Hörpu þar sem hluti af dagskrá ráðstefnanna var fléttað saman í sameiginlega fyrirlestraröð. Annars vegar var um að ræða Norræna augnlæknaþingið, sem Augnlæknafélag Íslands sá um, og hins vegar Heimsþing alþjóðlegu sjúklingasamtakanna Retina International, á vegum Blindrafélagsins. Um þúsund manns sóttu ráðstefnurnar tvær og þótti viðburðurinn óvenjulega vel heppnaður en það er einstakt að fagfólk úr ýmsum áttum og leikmenn sameini krafta sína með þessum hætti. Á augnlæknaþinginu er jafnan lögð áhersla á helstu nýjungar og framfarir í heimi augnlækninga og nýjungar í tækjabúnaði. Á Retina-ráðstefnunum er áhersla lögð á að fjalla um rannsóknir og tilraunir sem beinast að því að finna meðferðir við ólæknandi hrörnunarsjúkdómum og heilkennum í sjónhimnu og fjallað um hagsmuni þeirra sem glíma við augnsjúkdóma og blindu. Alls voru um 40 málstofur með um 100 innlenda og erlenda fyrirlesara frá Norðurlöndunum, Evrópu og Bandaríkjunum á viðburðinum og meðal annars kynntar rannsóknir og nýjungar á nýjum sviðum augnlækninga svo sem gena og stofnfrumumeðferðum auk framþróunar á öllum ellefu undirsérgreinum augnlækninga. Þar á meðal voru frásagnir augnlækna um fyrstu viðurkenndu genameðferðina við arfgengum hrörnunarsjúkdómi í sjónhimnu og reynslusaga sjúklings sem er einn af þeim fyrstu á norðurlöndunum til að hljóta þessa nýstárlegu meðferð. Ýmis ný lyf, greiningartækni og þekking á byrjunareinkennum sjúkdóma sem geta valdið blindu eða sjónskerðingu eru að koma fram. Meðal stórra tíðinda sem upplýst var um á ráðstefnunni var að bandarískt lyfjafyrirtæki hefur þróað lyf sem gefur góðar vonir um að hægt verði að nota það til draga úr framgangi þurra afbrigðis aldurstengdar hrörnunar í augnbotnum. Þurr augnbotnahrörnun er um 80 – 90% allra tilfella augnbotnahrörnunar og fram til þessa hefur engin meðferð verið tiltæk. Lyfið er nú til skoðunar hjá Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna og beðið er eftir markaðsleyfi. Ljóst er að mikill og vaxandi fjöldi getur haft ávinning af þessu lyfi þar sem umræddur sjúkdómur hrjáir stóran hóp fólks og mun verða enn algengari á næstu árum samfara hækkandi aldri fólks á vesturlöndum. Fjölmargar aðrar nýjungar voru kynntar og eldri rýndar. Kynntar voru niðurstöður sem vekja vonir um að í framtíðinni verði hægt að mæla þá og velja betur sjúklinga sem þurfa á flókinni glerhlaups- og sjónhimnuskurðaðgerð að halda. Einnig má nefna kynningu á nýjum samnorrænum klínískum leiðbeiningum á sviði augnlækninga. Niðurstöður úr afar spennandi íslenskri rannsókn á nýrri meðferð við bjúg í augnbotni vegna sykursýki þar sem lyfjaferja er notuð til að koma lyfi inn í auga voru kynntar. Þessi góðu tíðindi vekja líka upp spurningar um hvernig íslenskt samfélag er í stakk búið til að bregðast við framförum sem þessum og hvernig útreikningum af ávinningi og kostnaði af meðferð verður hagað. Ekki síst í ljósi þess hversu mikilvæg snemmtæk íhlutun er til að koma í veg fyrir óafturkræfan skaða varanlega sjónskerðingu. Víðtækt samstarf er forsenda árangurs Til að ná árangri í jafn flóknum fræðum og augnlækningum skiptir öflugt samstarf fjölda fólks með fjölbreytta sérþekkingu og reynslu öllu máli. Samvinna þess fólks er besta leiðin til að greina hvert skal stefnt í baráttu við blindu og sjónskerðingu. Á ráðstefnunni í Hörpu komu saman augnlæknar með ólíka sérþekkingu á öllum sviðum augnlækninga, erfðafræðingar, sérfræðingar í hugbúnaði sem sjá um þróun nýrra tækja, verkfræðingar, lífeðlisfræðingar, lyfjafræðingar, efnafræðingar og svo mætti lengi telja og auðvitað sjúklingar sem er vitanlega sá hópur sem helst getur sagt til um árangur alls þess starfs sem er unnið. Á nokkrum áratugum hafa Íslendingar náð framúrskarandi árangri þegar kemur að augnlækningum sem endurspeglar góðan árangur íslenskrar heilbrigðisþjónustu og forvarnastarfs. Má því til sönnunar benda á að greiningu og meðhöndlun nánast allra augnsjúkdóma er sinnt hérlendis með góðum árangri við gláku sem áður fyrr var einna algengasta ástæða sjónskerðingar og blindu hér á landi. Ekki þarf að fjölyrða um þann mikla ávinning sem íslenskt samfélag hefur svo haft af þessari vinnu og hvað þá um þau auknu lífsgæði sem þetta hefur haft fyrir almenning. Augnlækningar á Íslandi eru framarlega í heiminum. Við getum verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur með forvarnarstarfi og meðferð gegn blindu og sjónskerðingu hér á landi. Ný tíðindi í heimi augnlækninga gefa okkur svo enn frekari ástæðu til að horfa björtum augum til framtíðar. Góðir hlutir gerast þó ekki af sjálfu sér heldur eru þeir afurð samstarfs og skýrrar framtíðarsýnar um markmið. Við, fulltrúar Augnlæknafélags Íslands og Blindrafélagsins, viljum þakka öllum þeim sem komu að ráðstefnunum í Hörpu. Gildi þess að hittast og ræða við fólk í eigin persónu um flókin málefni kom skýrt í ljós á þessum góða vettvangi sem þessar tvær ráðstefnur sköpuðu. Höfundar eru formaður Norrænu augnlækninganefndarinnar, formaður Augnlæknafélags Íslands og formaður Blindrafélagsins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar