Sex greinst með apabólu og tveir smitast innanlands Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2022 11:42 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sex karlmenn á miðjum aldri hafa greinst smitaðir af apabólunni hér á landi og grunur er um að tveir þeirra hafi smitast innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að talið sé að smitleiðin sé náin snerting eða kynmök. Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að apabóla sé enn í töluverðri útbreiðslu víða um heim og nú hafi um sex þúsund manns greinst í rúmlega þrjátíu löndum. Hann segir að enginn mannanna sex sé alvarlega veikur og að þeir sæti nú einangrun. Einangrun vegna apabólu getur verið ansi löng enda þurfa sár, sem apabólan veldur, að gróa algjörlega áður en henni líkur. Það tekur að jafnaði tvær til þrjár vikur. Þórólfur segir þó að einangrunin sé ekki jafnströng og sú sem meirihluti landsmanna hefur upplifað, covid-einangrun. Ekki vitað hvenær bóluefni kemur Sóttvarnayfirvöld hér á landi starfa náið með nágrannaríkjum okkar og Evrópusambandinu við öflun bóluefnis við apabólunni. Þórólfur segir að efnið hafi verið nokkuð lengi á leið til landsins og að nýjustu upplýsingar að utan bendi til að það komi einhvern tímann í júlí. Þá sé ekki vitað hversu mikið magn efnis komi til landsins, talað hafi verið um eitthvað í kringum 1400 skammta. Þórólfur segir að svo fáir skammtar valdi því að snúið sé að ákveða hverjum verði boðið að þiggja bólusetningu. Embættið sé að vinna í ákvörðuninni og að tveir kostir standi helst til boða. Annars vegar að bólusetja þá sem eru taldir til að verða útsettir, karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, og hins vegar að bólusetja fólk í áhættuhópum. Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að talið sé að smitleiðin sé náin snerting eða kynmök. Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að apabóla sé enn í töluverðri útbreiðslu víða um heim og nú hafi um sex þúsund manns greinst í rúmlega þrjátíu löndum. Hann segir að enginn mannanna sex sé alvarlega veikur og að þeir sæti nú einangrun. Einangrun vegna apabólu getur verið ansi löng enda þurfa sár, sem apabólan veldur, að gróa algjörlega áður en henni líkur. Það tekur að jafnaði tvær til þrjár vikur. Þórólfur segir þó að einangrunin sé ekki jafnströng og sú sem meirihluti landsmanna hefur upplifað, covid-einangrun. Ekki vitað hvenær bóluefni kemur Sóttvarnayfirvöld hér á landi starfa náið með nágrannaríkjum okkar og Evrópusambandinu við öflun bóluefnis við apabólunni. Þórólfur segir að efnið hafi verið nokkuð lengi á leið til landsins og að nýjustu upplýsingar að utan bendi til að það komi einhvern tímann í júlí. Þá sé ekki vitað hversu mikið magn efnis komi til landsins, talað hafi verið um eitthvað í kringum 1400 skammta. Þórólfur segir að svo fáir skammtar valdi því að snúið sé að ákveða hverjum verði boðið að þiggja bólusetningu. Embættið sé að vinna í ákvörðuninni og að tveir kostir standi helst til boða. Annars vegar að bólusetja þá sem eru taldir til að verða útsettir, karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, og hins vegar að bólusetja fólk í áhættuhópum.
Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira