Þungavigtin: Miloš varnarsinnaðri en Arnar betri þjálfari Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 13:30 Milos Milojevic og Arnar Gunnlaugsson mætast í Víkinni næstkomandi þriðjudag. Vísir/Bára/Getty Einar Guðnason, fyrrverandi aðstoðarmaður Arnars Gunnlaugssonar og Miloš Milojević var gestur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í vikunni. Hann reyndi meðal annars að leggja mat á það hvor væri betri þjálfari, Arnar eða Miloš, og hver munurinn á leikstíl þessara tveggja þjálfara væri. „Hver er munurinn á Miloš og Arnari sem þjálfurum og bara sem karakterum?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi þáttarins, í upphafi umræðunnar. „Þeir eru náttúrulega gjörólíkir. Báðir frábærir þjálfarar þannig séð, en mjög ólíkir,“ svaraði Einar. Einar Guðnason hefur bæði verið aðstoðarmaður hjá Milos og Arnari. Hann starfar nú hjá Örebro í Svíþjóð.Örebro „Arnar fer í leikina til að sækja og fer í leikina til að vinna þá. Á meðan Miloš er kannski örlítið varnarsinnaðri og örlítið passívari. Hann [Miloš] hugsar líka svolítið mikið um andstæðinginn og greinir hann kannski meira en sjálfan sig.“ „Arnar skoðar náttúrulega alltaf andstæðinginn og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera, en leitar frekar leiða til að sigra þá með sóknarleik frekar en að reyna að koma í veg fyrir eitthvað.“ Rikki færði sig þá í næstu spurningu og henti Einari beint í djúpu laugina þegar hann spurði einfaldlega hvor þeirra væri betri þjálfari. „Arnar Gunnlaugsson,“ svaraði Einar án þess að hika. „Arnar Gunnlaugsson gæti þjálfað hvaða lið sem er á norðurlöndunum. Hann er svo faglegur og hefur þessi mannlegu samskipti líka. Hann er taktískt klókari en flestir sem ég hef hitt þannig hann myndi rúlla upp hvaða deild á norðurlöndunum sem er,“ sagði Einar að lokum. Klippa: Einar Guðna ræðir muninn á Arnari og Milos Víkingur og Malmö eigast við í sienni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu næstkomandi þriðjdag. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 19:15. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem fjallar fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri bæði hér á landi sem og erlendis. Hægt er að nálgast allan þáttinn og kaupa áskrift af Þungavigtinni á tal.is/vigtin. Þungavigtin Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Sjá meira
„Hver er munurinn á Miloš og Arnari sem þjálfurum og bara sem karakterum?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi þáttarins, í upphafi umræðunnar. „Þeir eru náttúrulega gjörólíkir. Báðir frábærir þjálfarar þannig séð, en mjög ólíkir,“ svaraði Einar. Einar Guðnason hefur bæði verið aðstoðarmaður hjá Milos og Arnari. Hann starfar nú hjá Örebro í Svíþjóð.Örebro „Arnar fer í leikina til að sækja og fer í leikina til að vinna þá. Á meðan Miloš er kannski örlítið varnarsinnaðri og örlítið passívari. Hann [Miloš] hugsar líka svolítið mikið um andstæðinginn og greinir hann kannski meira en sjálfan sig.“ „Arnar skoðar náttúrulega alltaf andstæðinginn og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera, en leitar frekar leiða til að sigra þá með sóknarleik frekar en að reyna að koma í veg fyrir eitthvað.“ Rikki færði sig þá í næstu spurningu og henti Einari beint í djúpu laugina þegar hann spurði einfaldlega hvor þeirra væri betri þjálfari. „Arnar Gunnlaugsson,“ svaraði Einar án þess að hika. „Arnar Gunnlaugsson gæti þjálfað hvaða lið sem er á norðurlöndunum. Hann er svo faglegur og hefur þessi mannlegu samskipti líka. Hann er taktískt klókari en flestir sem ég hef hitt þannig hann myndi rúlla upp hvaða deild á norðurlöndunum sem er,“ sagði Einar að lokum. Klippa: Einar Guðna ræðir muninn á Arnari og Milos Víkingur og Malmö eigast við í sienni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu næstkomandi þriðjdag. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 19:15. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem fjallar fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri bæði hér á landi sem og erlendis. Hægt er að nálgast allan þáttinn og kaupa áskrift af Þungavigtinni á tal.is/vigtin.
Þungavigtin Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Sjá meira