Guðrún getur ekki mikið kvartað yfir síðasta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2022 14:00 Guðrún Arnardóttir á æfingu með íslenska landsliðinu á æfingasvæði Crewe Alexandra. Vísir/Vilhelm Guðrún Arnardóttir er ekki bara í mikilvægu hlutverki hjá íslenska landsliðinu því hún er einnig í lykilhlutverki hjá besta liði Svíþjóðar. Guðrún vann sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir að Þorsteinn Halldórsson tók við liðinu og spilar þar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörninni. Það er ekki aðeins með landsliðinu sem Guðrún hefur tekið stór skref á undanförnum árum því hún skipti úr Djurgården yfir í Rosengård. Guðrún vann síðan sænska meistaratitilinn á síðasta tímabili og liðið er eins og er í efsta sæti deildarinnar. Næst á dagskránni er að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti. Vísir hitti Guðrúnu í gær þegar aðeins tveir dagar voru í fyrsta leik. „Það er mikil spenna og við hlökkum bara til. Það er kominn fiðringur í mann að byrja þetta, við erum búin að horfa á tvo fyrstu leikina í mótinu og sjá stemmninguna þar. Maður er því spenntur að fá að byrja sjálfur,“ sagði Guðrún Arnardóttir. „Þetta eru algjör forréttindi og ótrúlega skemmtilegt að fá að vera partur af þessu. Þetta er bara stemmning,“ sagði Guðrún. Það er öllum ljóst að stelpurnar njóta tímans samans. „Þetta er mjög samheldinn hópur og góð blanda af alls konar leikmönnum, alls konar karakterum og týpum. Það eru allir í þessu saman,“ sagði Guðrún. Hún sjálf er ánægð með sitt hlutskipti. „Ég er búin að fá tækifæri að spila og er mjög þakklát fyrir það. Ég reyni bara að nýta öll tækifæri sem ég fær og taka því hlutverki sem ég fær hverju sinn,“ sagði Guðrún. „Ég get ekki mikið kvartað yfir síðasta árinu. Það er búið að ganga mjög vel bæði í félagsliðnu og í landsliðinu,“ sagði Guðrún. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Guðrún vann sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir að Þorsteinn Halldórsson tók við liðinu og spilar þar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörninni. Það er ekki aðeins með landsliðinu sem Guðrún hefur tekið stór skref á undanförnum árum því hún skipti úr Djurgården yfir í Rosengård. Guðrún vann síðan sænska meistaratitilinn á síðasta tímabili og liðið er eins og er í efsta sæti deildarinnar. Næst á dagskránni er að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti. Vísir hitti Guðrúnu í gær þegar aðeins tveir dagar voru í fyrsta leik. „Það er mikil spenna og við hlökkum bara til. Það er kominn fiðringur í mann að byrja þetta, við erum búin að horfa á tvo fyrstu leikina í mótinu og sjá stemmninguna þar. Maður er því spenntur að fá að byrja sjálfur,“ sagði Guðrún Arnardóttir. „Þetta eru algjör forréttindi og ótrúlega skemmtilegt að fá að vera partur af þessu. Þetta er bara stemmning,“ sagði Guðrún. Það er öllum ljóst að stelpurnar njóta tímans samans. „Þetta er mjög samheldinn hópur og góð blanda af alls konar leikmönnum, alls konar karakterum og týpum. Það eru allir í þessu saman,“ sagði Guðrún. Hún sjálf er ánægð með sitt hlutskipti. „Ég er búin að fá tækifæri að spila og er mjög þakklát fyrir það. Ég reyni bara að nýta öll tækifæri sem ég fær og taka því hlutverki sem ég fær hverju sinn,“ sagði Guðrún. „Ég get ekki mikið kvartað yfir síðasta árinu. Það er búið að ganga mjög vel bæði í félagsliðnu og í landsliðinu,“ sagði Guðrún.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira