Inga Sæland segir sjávarútvegsráðherra gera mikla vinnu að engu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2022 21:30 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Formaður Flokks fólksins segir áform sjávarútsvegráðherra um að leggja fram frumvarp um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða vera atlögu að sjávarbyggðum landsins. Með slíkri lagasetninga yrði vinna síðasta kjörtímabils að meira jafnvægi í sjávarútvegi gerð að engu. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Frá þessu greindi Svandís í pistli í Morgunblaðinu á dögunum, og sagði það fyrirkomulag sem ríkt hefur frá árinu 2019 hafi mistekist, og sé farið að vinna gegn þeim byggðum sem því var ætlað að treysta. Þessu er formaður Flokks fólksins ósammála, og gagnrýnir áformin harðlega. „Hún er að gera að engu þá miklu vinnu sem að var lögð í það að reyna að koma á frekara jafnræði hringinn í kringum landið hvað lýtur að strandveiðunum,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Inga var varaformaður atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili en Lilja Rafney Magnúsdóttir, flokkssystir Svandísar, var formaður. Lilja, sem nú er varaþingmaður, hefur gagnrýnt sjávarútvegsráðherra vegna málsins. Inga segir að góð sátt hafi ríkt um núverandi fyrirkomulag, þegar því var komið á. „En eins og hún er að haga sér núna þá er hún bara að spóla þetta allt saman upp og gerir í engu ráðleggingar sinna flokkssystkina. Til dæmis eins og bæði Bjarna Jónssonar og svo ég tali nú ekki um Lilju Rafney Magnúsdóttur sem að var formaður atvinnuveganefndar og einmitt barðist mjög ötullega og í samstöðu allrar nefndarinnar meira og minna og jafnvel sjávarútvegsráðherra fyrrverandi Kristján Þór Júlíusson. Hann var vinveittari strandveiðum heldur en núverandi sjávarútvegsráðherra, virðist vera.“ Vinnubrögð sjávarútvegsráðherra lýsi vanvirðingu við þá vinnu sem fór í að koma á núverandi fyrirkomulagi. Áformin séu ekki byggð á rökum. „Við vitum það að stórútgerðarsérfræðingarnir þeir hafa nú gjarnan bara viljað nú gjarnan losna við þessar strandveiðar. Mér sýnist þeim ætla að takast það og hvort sem að þetta er ráðgjöf frá þeim eða hvaðan annars staðar þá er hún allaveganna ekki góð fyrir strandveiðarnar og brothættar byggðir í landinu, það er nokkuð ljóst.“ Sjávarútvegur Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28 Svandís eykur aflaheimildir til strandveiða um þúsund tonn Svandís Svavarsdóttir hefur aukið við aflaheimildir til strandveiða um rúm þúsund tonn. Strandveiðifélag Íslands finnst ekki nóg að gert og kalla eftir þrjú þúsund tonnum til að tryggja veiðar fram í ágúst. 7. júlí 2022 16:13 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Frá þessu greindi Svandís í pistli í Morgunblaðinu á dögunum, og sagði það fyrirkomulag sem ríkt hefur frá árinu 2019 hafi mistekist, og sé farið að vinna gegn þeim byggðum sem því var ætlað að treysta. Þessu er formaður Flokks fólksins ósammála, og gagnrýnir áformin harðlega. „Hún er að gera að engu þá miklu vinnu sem að var lögð í það að reyna að koma á frekara jafnræði hringinn í kringum landið hvað lýtur að strandveiðunum,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Inga var varaformaður atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili en Lilja Rafney Magnúsdóttir, flokkssystir Svandísar, var formaður. Lilja, sem nú er varaþingmaður, hefur gagnrýnt sjávarútvegsráðherra vegna málsins. Inga segir að góð sátt hafi ríkt um núverandi fyrirkomulag, þegar því var komið á. „En eins og hún er að haga sér núna þá er hún bara að spóla þetta allt saman upp og gerir í engu ráðleggingar sinna flokkssystkina. Til dæmis eins og bæði Bjarna Jónssonar og svo ég tali nú ekki um Lilju Rafney Magnúsdóttur sem að var formaður atvinnuveganefndar og einmitt barðist mjög ötullega og í samstöðu allrar nefndarinnar meira og minna og jafnvel sjávarútvegsráðherra fyrrverandi Kristján Þór Júlíusson. Hann var vinveittari strandveiðum heldur en núverandi sjávarútvegsráðherra, virðist vera.“ Vinnubrögð sjávarútvegsráðherra lýsi vanvirðingu við þá vinnu sem fór í að koma á núverandi fyrirkomulagi. Áformin séu ekki byggð á rökum. „Við vitum það að stórútgerðarsérfræðingarnir þeir hafa nú gjarnan bara viljað nú gjarnan losna við þessar strandveiðar. Mér sýnist þeim ætla að takast það og hvort sem að þetta er ráðgjöf frá þeim eða hvaðan annars staðar þá er hún allaveganna ekki góð fyrir strandveiðarnar og brothættar byggðir í landinu, það er nokkuð ljóst.“
Sjávarútvegur Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28 Svandís eykur aflaheimildir til strandveiða um þúsund tonn Svandís Svavarsdóttir hefur aukið við aflaheimildir til strandveiða um rúm þúsund tonn. Strandveiðifélag Íslands finnst ekki nóg að gert og kalla eftir þrjú þúsund tonnum til að tryggja veiðar fram í ágúst. 7. júlí 2022 16:13 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28
Svandís eykur aflaheimildir til strandveiða um þúsund tonn Svandís Svavarsdóttir hefur aukið við aflaheimildir til strandveiða um rúm þúsund tonn. Strandveiðifélag Íslands finnst ekki nóg að gert og kalla eftir þrjú þúsund tonnum til að tryggja veiðar fram í ágúst. 7. júlí 2022 16:13
„Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48
Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12