Ótrúlega hamingjusamur fyrir hennar hönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2022 17:30 Sandra Sigurðardóttir gengur inn á völlinn fyrir sinn fyrsta leik á Evrópumóti. Við hlið hennar er fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem var fara að spila sinn ellefta leik. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið spilaði sinn ellefta leik í sögu úrslitakeppni Evrópumóts kvenna á móti Belgíu og Sandra Sigurðardóttir hafði verið á bekknum í þeim öllum. Nú fékk hún aftur á móti að standa í markinu í fyrsta sinn. Sandra átti mjög góðan leik, varði vel, greip vel inn í og hélt yfirvegun allan tímann sem var mikilvægt. Hún gat lítið gert við jöfnunarmarkinu sem var skorað úr vítaspyrnu. Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari landsliðsins, ræddi við fjölmiðlamenn á æfingunni daginn eftir leik og fór meðal annars yfir leikinn og frammistöðu Söndru. „Við erum búnir að skoða niðurstöðu leiksins og við vorum vel yfir á langflestum sviðum. Það er því svekkjandi að hafa ekki náð að klára leikinn,“ sagði Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska liðsins. „Við erum bara bjartsýn. Þetta er í okkar höndum, liðið er gott og í góðu standi. Það er skemmtilegur mórall og mikil gleði. Vonandi náum við að eiga góðan leik á fimmtudaginn og vinna Ítalina,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræðir hér við yngri markmenn íslenska landsliðsins þær Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving og Telmu Ívarsdóttur.Vísir/Vilhelm Sandra er nú orðin 35 ára gömul en hún var bara 22 ára þegar hún fór á sitt fyrsta Evrópumót í Finnlandi sumarið 2009. „Ég er ótrúlega hamingjusamur fyrir hennar hönd að hafa loksins fengið leik. Fjórða mótið og að spila sínar fyrstu mínútur og gerði það vel sem er bera áframhald á hennar spilamennsku. Hún er búin að spila virkilega vel fyrir okkur síðustu árin. Þetta er bara geggjað,“ sagði Ólafur en hvað gerði Sandra vel í þessum leik. „Hún varði vel þegar hún þurfti á því að halda, greip inn í og var róleg. Það er það sem skiptir máli. Hún er hægt og sígandi búin að bæta sig enda æfir hún vel og hugsar vel um sig eins og allir markverðirnir gera. Það er að skila sér,“ sagði Ólafur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Sandra átti mjög góðan leik, varði vel, greip vel inn í og hélt yfirvegun allan tímann sem var mikilvægt. Hún gat lítið gert við jöfnunarmarkinu sem var skorað úr vítaspyrnu. Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari landsliðsins, ræddi við fjölmiðlamenn á æfingunni daginn eftir leik og fór meðal annars yfir leikinn og frammistöðu Söndru. „Við erum búnir að skoða niðurstöðu leiksins og við vorum vel yfir á langflestum sviðum. Það er því svekkjandi að hafa ekki náð að klára leikinn,“ sagði Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska liðsins. „Við erum bara bjartsýn. Þetta er í okkar höndum, liðið er gott og í góðu standi. Það er skemmtilegur mórall og mikil gleði. Vonandi náum við að eiga góðan leik á fimmtudaginn og vinna Ítalina,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræðir hér við yngri markmenn íslenska landsliðsins þær Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving og Telmu Ívarsdóttur.Vísir/Vilhelm Sandra er nú orðin 35 ára gömul en hún var bara 22 ára þegar hún fór á sitt fyrsta Evrópumót í Finnlandi sumarið 2009. „Ég er ótrúlega hamingjusamur fyrir hennar hönd að hafa loksins fengið leik. Fjórða mótið og að spila sínar fyrstu mínútur og gerði það vel sem er bera áframhald á hennar spilamennsku. Hún er búin að spila virkilega vel fyrir okkur síðustu árin. Þetta er bara geggjað,“ sagði Ólafur en hvað gerði Sandra vel í þessum leik. „Hún varði vel þegar hún þurfti á því að halda, greip inn í og var róleg. Það er það sem skiptir máli. Hún er hægt og sígandi búin að bæta sig enda æfir hún vel og hugsar vel um sig eins og allir markverðirnir gera. Það er að skila sér,“ sagði Ólafur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira