Gamlir landpóstar mynda nýtt fimmtíu kílómetra hlaup Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2022 11:55 Þórhildur Ólöf, forstjóri Póstsins, ætlar að taka þátt í hlaupinu. samsett Nýtt fimmtíu kílómetra utanvegahlaup, Pósthlaupið, verður haldið í fyrsta sinn þann 6. ágúst næstkomandi. Hlaupið verður milli gamalla landpósta sem voru lífæð samskipta á Íslandi um árhundruð. Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, mun taka þátt hlaupinu og kveðst spennt fyrir áskoruninni. Hugmynd hennar að fimmtíu kílómetra hlaupinu kviknaði eftir að hún náði sjálf fimmtíu ára aldri. Starfsmenn póstsins hafi gripið hugmyndina á lofti, að sögn Þórhildar. „Við lögðumst saman yfir landakort og skoðuðum gamlar landpóstaleiðir og komum auga á að milli Staðarskála og Búðardals liggur skemmtileg leið sem er akkúrat hæfilega löng. Þá var ekki aftur snúið og við ákváðum að Pósthlaupið skyldi verða að veruleika," segir Þórhildur. Þórhildur Ólöf Helgadóttir.aðsend Hlaupið hefst við minnismerki um landpósta sunnan við Staðarskála í Hrútafirði. Þaðan verður hlaupin gömul landpóstaleið yfir Haukadalsskarð niður í Haukadal og sem leið liggur eftir dalnum, meðfram Haukadalsvatni, niður á reiðstíg við Vestfjarðaveg í Dölum og eftir honum og Vestfjarðavegi alla leið í Búðardal. Einnig er í boði að hlaupa 26 km, frá Kirkjufellsrétt innst í Haukadal, eða 7 km, frá flugvellinum á Kambsnesi, í Búðardal. Landpóstar lífæð samskipta á Íslandi Hlaupastjóri Pósthlaupsins er Ragnar Kristinsson, sagnfræðingur og sölumaður hjá Póstinum. Hann segir Landpósta hafa verið lífæð samskipta á Íslandi um árhundruð. Margir voru landsþekktir fyrir elju og harðfylgi og lögðu sig oft í hættu við erfiðar aðstæður til að koma bréfum og pökkum til fólks í sveitum um allt land. Það sé vel við hæfi að minning þeirra sé heiðruð með hlaupi á milli þessara þekktu póststaða. Markið verður við pósthúsið í Búðardal og verða verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í vegalengdunum þremur. Tekið verður á móti fólki með veitingum úr héraði og er fólk hvatt til að taka fjölskylduna með í hlaupið og gista á tjaldsvæðinu í Búðardal. Hlaupið verður milli gamalla landpósta.aðsend Þórhildur, forstjóri Póstsins, leggur áherslu á að hlaupið sé haldið í náinni samvinnu við íbúa á svæðinu en gjald fyrir þátttöku rennur óskipt til Björgunarsveitarinnar Óskar. „Við ætlum að eiga skemmtilegan dag saman í ágúst. Svo vonumst við til að hlaupið festi sig í sessi og verði vinsæll viðburður til framtíðar,“ segir hún. Nánari upplýsingar um Pósthlaupið er að finna á Hlaup.is og á Facebook. Hlaup Pósturinn Dalabyggð Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, mun taka þátt hlaupinu og kveðst spennt fyrir áskoruninni. Hugmynd hennar að fimmtíu kílómetra hlaupinu kviknaði eftir að hún náði sjálf fimmtíu ára aldri. Starfsmenn póstsins hafi gripið hugmyndina á lofti, að sögn Þórhildar. „Við lögðumst saman yfir landakort og skoðuðum gamlar landpóstaleiðir og komum auga á að milli Staðarskála og Búðardals liggur skemmtileg leið sem er akkúrat hæfilega löng. Þá var ekki aftur snúið og við ákváðum að Pósthlaupið skyldi verða að veruleika," segir Þórhildur. Þórhildur Ólöf Helgadóttir.aðsend Hlaupið hefst við minnismerki um landpósta sunnan við Staðarskála í Hrútafirði. Þaðan verður hlaupin gömul landpóstaleið yfir Haukadalsskarð niður í Haukadal og sem leið liggur eftir dalnum, meðfram Haukadalsvatni, niður á reiðstíg við Vestfjarðaveg í Dölum og eftir honum og Vestfjarðavegi alla leið í Búðardal. Einnig er í boði að hlaupa 26 km, frá Kirkjufellsrétt innst í Haukadal, eða 7 km, frá flugvellinum á Kambsnesi, í Búðardal. Landpóstar lífæð samskipta á Íslandi Hlaupastjóri Pósthlaupsins er Ragnar Kristinsson, sagnfræðingur og sölumaður hjá Póstinum. Hann segir Landpósta hafa verið lífæð samskipta á Íslandi um árhundruð. Margir voru landsþekktir fyrir elju og harðfylgi og lögðu sig oft í hættu við erfiðar aðstæður til að koma bréfum og pökkum til fólks í sveitum um allt land. Það sé vel við hæfi að minning þeirra sé heiðruð með hlaupi á milli þessara þekktu póststaða. Markið verður við pósthúsið í Búðardal og verða verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í vegalengdunum þremur. Tekið verður á móti fólki með veitingum úr héraði og er fólk hvatt til að taka fjölskylduna með í hlaupið og gista á tjaldsvæðinu í Búðardal. Hlaupið verður milli gamalla landpósta.aðsend Þórhildur, forstjóri Póstsins, leggur áherslu á að hlaupið sé haldið í náinni samvinnu við íbúa á svæðinu en gjald fyrir þátttöku rennur óskipt til Björgunarsveitarinnar Óskar. „Við ætlum að eiga skemmtilegan dag saman í ágúst. Svo vonumst við til að hlaupið festi sig í sessi og verði vinsæll viðburður til framtíðar,“ segir hún. Nánari upplýsingar um Pósthlaupið er að finna á Hlaup.is og á Facebook.
Hlaup Pósturinn Dalabyggð Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira