Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Íþróttadeild skrifar 14. júlí 2022 18:20 Sandra átti mjög góðan leik í markinu í dag. Vísir/Vilhelm Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. Ísland komst yfir snemma leiks þökk sé marki Karólínu Leu Vilhjálmsdóttir. Eftir það lagðist íslenska liðið heldur langt til baka og gekk bölvanlega að halda í boltann. Ísland var yfir í hálfleik en liðið hafði lagst full aftarlega undir lok hálfleiksins. Bestu menn liðsins verið Sandra Sigurðardóttir í markinu og miðverðirnir tveir, Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir. Leikurinn breyttist lítið í síðari hálfleik og á endanum skoraði Ítalía. Valentina Bergamaschi með markið eftir vel útfærða sókn ítalska liðsins upp hægri kantinn þar sem boltinn var skorinn út í teiginn og Bergamaschi þrumaði boltanum í netið. Eftir það tók Ítalía að mestu yfir leikinn og hélt Sandra íslenska liðinu inn í leiknum. Að öðrum ólöstuðum var hún best í íslenska liðinu ásamt mögulega miðvörðum liðsins. Byrjunarlið Sandra Sigurðardóttir, markvörður 8 Varði tvívegis vel í fyrri hálfleik og greip inn í þegar þess þurfti. Gat ekkert gert í marki Ítalíu. Gat ekkert gert í markinu sem Ísland fékk á sig og varði áfram meistaralega í síðari hálfleik, sérstaklega góð var varsla frá Bonansea þegar hún varði skot hennar í stöngina. Elísa Viðarsdóttir, hægri bakvörður 6 Búist var við aðeins meiri sóknarleik úr hægri bakverðinum með innkomu Elísu en það reyndist ekki raunin. Spilaði ágætlega en líkt og aðrir leikmenn liðsins bauð hún ekki upp á mikið sóknarlega. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 Frábær í fyrri hálfleik. Virðist sem boltinn sogist einfaldlega að henni, einstaklega góður eiginleiki fyrir miðvörð að hafa. Því miður gat hún lítið gert í því er Ítalía tók yfir leikinn og gat heldur ekkert gert í marki Ítalíu. Guðrún Arnardóttir, miðvörður 7.5 Virðist njóta sín vel á stóra sviðinu. Hennar annar leikur á EM og komst hún vel frá sínu. Það sama á við um hana og allt liðið þó, því gekk illa að halda boltanum. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 5 Nokkuð týnd og Ítalir reyndi mikið að fara upp í svæðin á bakvið hana. Hefur oft skilað miklu sóknarlega en í dag kom lítið út úr því sem hún reyndi. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 6 Það vantaði ekki baráttuna hjá Dagný frekar en venjulega en ásamt félögum sínum á miðjunni gekk henni illa að halda í boltann. Tókst ekki að nýta gæði sín í loftinu í þeim fáu föstu leikatriðum sem Ísland fékk. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Barðist eins og ljón að venju en líkt og stöllur hennar á miðjunni gekk henni illa að halda í boltann. Það sást þó hversu mikið liðið saknar hennar er hún fór af vellinum. Hlaupagetan og baráttan í Gunnhildi Yrsu virðist lykilhráefni fyrir íslenska liðið. Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), miðjumaður 5 Svipað og gegn Belgíu þá átti Sara Björk nokkuð erfitt uppdráttar. Náði ekki að sýna okkur þau gæði sem hún býr yfir. Líkt og svo margar þá sogaðist hún of nálægt eigin marki eftir að Ísland komst yfir. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 7 Skoraði frábært mark strax í upphafi leiks en týndist aðeins í kjölfarið er Ítalía tók yfir leikinn. Fékk dauðafæri rétt áður en hún var tekin af velli. Var einn af ljósum punktum Íslands sóknarlega og hún nær oftar en flestir aðrir að koma boltanum í spil. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 6 Langt frá sínu besta. Ítalía virtist vita nákvæmlega hvað þurfti til að stöðva Sveindísi Jane í dag. Þá virkaði íslenska liðið full háð því að Sveindís Jane gæti sprengt upp varnarlínu Ítalía. Ógnar þó alltaf með hraða sínum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 5 Fékk ekki úr miklu að moða. Gerði sitt besta til að pressa þegar hún gat en fékk boltann sjaldan og gat lítið ógnað marki Ítalíu. Varamenn Agla María Albertsdóttir, kantmaður 5 - Kom inn fyrir fyrir Berglindi Björgu á 57. mínútu. Tókst ekki að breyta leiknum en íslenska liðið var komið í brekku er Agla María kom inn á. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 5 - Kom inn fyrir Gunnhildi Yrsu á 57. mínútu. Kom inn er staðan var 1-0 Íslandi í vil. Fékk dauðafæri á markteig, annan leikinn í röð, sem fór forgörðum og stuttu síðar jafnaði Ítalía metin. Tókst ekki að nýta orkuna sem hún hefur til að hjálpa Íslandi að sækja sigur. Svava Rós Guðmundsdóttir, kantmaður - Kom inn fyrir Söru Björk á 77. mínútu Kom inn af ágætum krafti og var nálægt því að koma Sveindísi í dauðafæri með fínni fyrirgjöf af kantinum. Spilaði hins vegar of lítið til að fá einkunn. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Kom inn fyrir Hallberu Guðný á 88. mínútu. Átti einn góðan sprett undir lokin en endaði á því að brjóta af sér. Spurning hvort hún fái tækifæri í bakverðinum gegn Frökkum. Spilaði hins vegar of lítið til að fá einkunn. Selma Sól Magnúsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu á 88. mínútu. Barðist vel í þær fáu mínútur sem hún spilaði. Spilaði hins vegar of lítið til að fá einkunn. Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hvað sagði þjóðin á Twitter? | „Sandra geggjuð! Annað bara lélegt.“ Ísland tók á móti Ítalíu í öðrum leik sínum á EM í fótbolta fyrr í dag. Leikar enduðu með jafntefli í svekkjandi leik 1-1. Eins og venja er þá höfðu bæði leikmenn og lærðir skoðun á leiknum, lögðu mat á frammistöðuna og sýndu frá stemmningunni. 14. júlí 2022 18:02 Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Sjá meira
Ísland komst yfir snemma leiks þökk sé marki Karólínu Leu Vilhjálmsdóttir. Eftir það lagðist íslenska liðið heldur langt til baka og gekk bölvanlega að halda í boltann. Ísland var yfir í hálfleik en liðið hafði lagst full aftarlega undir lok hálfleiksins. Bestu menn liðsins verið Sandra Sigurðardóttir í markinu og miðverðirnir tveir, Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir. Leikurinn breyttist lítið í síðari hálfleik og á endanum skoraði Ítalía. Valentina Bergamaschi með markið eftir vel útfærða sókn ítalska liðsins upp hægri kantinn þar sem boltinn var skorinn út í teiginn og Bergamaschi þrumaði boltanum í netið. Eftir það tók Ítalía að mestu yfir leikinn og hélt Sandra íslenska liðinu inn í leiknum. Að öðrum ólöstuðum var hún best í íslenska liðinu ásamt mögulega miðvörðum liðsins. Byrjunarlið Sandra Sigurðardóttir, markvörður 8 Varði tvívegis vel í fyrri hálfleik og greip inn í þegar þess þurfti. Gat ekkert gert í marki Ítalíu. Gat ekkert gert í markinu sem Ísland fékk á sig og varði áfram meistaralega í síðari hálfleik, sérstaklega góð var varsla frá Bonansea þegar hún varði skot hennar í stöngina. Elísa Viðarsdóttir, hægri bakvörður 6 Búist var við aðeins meiri sóknarleik úr hægri bakverðinum með innkomu Elísu en það reyndist ekki raunin. Spilaði ágætlega en líkt og aðrir leikmenn liðsins bauð hún ekki upp á mikið sóknarlega. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 Frábær í fyrri hálfleik. Virðist sem boltinn sogist einfaldlega að henni, einstaklega góður eiginleiki fyrir miðvörð að hafa. Því miður gat hún lítið gert í því er Ítalía tók yfir leikinn og gat heldur ekkert gert í marki Ítalíu. Guðrún Arnardóttir, miðvörður 7.5 Virðist njóta sín vel á stóra sviðinu. Hennar annar leikur á EM og komst hún vel frá sínu. Það sama á við um hana og allt liðið þó, því gekk illa að halda boltanum. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 5 Nokkuð týnd og Ítalir reyndi mikið að fara upp í svæðin á bakvið hana. Hefur oft skilað miklu sóknarlega en í dag kom lítið út úr því sem hún reyndi. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 6 Það vantaði ekki baráttuna hjá Dagný frekar en venjulega en ásamt félögum sínum á miðjunni gekk henni illa að halda í boltann. Tókst ekki að nýta gæði sín í loftinu í þeim fáu föstu leikatriðum sem Ísland fékk. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Barðist eins og ljón að venju en líkt og stöllur hennar á miðjunni gekk henni illa að halda í boltann. Það sást þó hversu mikið liðið saknar hennar er hún fór af vellinum. Hlaupagetan og baráttan í Gunnhildi Yrsu virðist lykilhráefni fyrir íslenska liðið. Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), miðjumaður 5 Svipað og gegn Belgíu þá átti Sara Björk nokkuð erfitt uppdráttar. Náði ekki að sýna okkur þau gæði sem hún býr yfir. Líkt og svo margar þá sogaðist hún of nálægt eigin marki eftir að Ísland komst yfir. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 7 Skoraði frábært mark strax í upphafi leiks en týndist aðeins í kjölfarið er Ítalía tók yfir leikinn. Fékk dauðafæri rétt áður en hún var tekin af velli. Var einn af ljósum punktum Íslands sóknarlega og hún nær oftar en flestir aðrir að koma boltanum í spil. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 6 Langt frá sínu besta. Ítalía virtist vita nákvæmlega hvað þurfti til að stöðva Sveindísi Jane í dag. Þá virkaði íslenska liðið full háð því að Sveindís Jane gæti sprengt upp varnarlínu Ítalía. Ógnar þó alltaf með hraða sínum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 5 Fékk ekki úr miklu að moða. Gerði sitt besta til að pressa þegar hún gat en fékk boltann sjaldan og gat lítið ógnað marki Ítalíu. Varamenn Agla María Albertsdóttir, kantmaður 5 - Kom inn fyrir fyrir Berglindi Björgu á 57. mínútu. Tókst ekki að breyta leiknum en íslenska liðið var komið í brekku er Agla María kom inn á. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 5 - Kom inn fyrir Gunnhildi Yrsu á 57. mínútu. Kom inn er staðan var 1-0 Íslandi í vil. Fékk dauðafæri á markteig, annan leikinn í röð, sem fór forgörðum og stuttu síðar jafnaði Ítalía metin. Tókst ekki að nýta orkuna sem hún hefur til að hjálpa Íslandi að sækja sigur. Svava Rós Guðmundsdóttir, kantmaður - Kom inn fyrir Söru Björk á 77. mínútu Kom inn af ágætum krafti og var nálægt því að koma Sveindísi í dauðafæri með fínni fyrirgjöf af kantinum. Spilaði hins vegar of lítið til að fá einkunn. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Kom inn fyrir Hallberu Guðný á 88. mínútu. Átti einn góðan sprett undir lokin en endaði á því að brjóta af sér. Spurning hvort hún fái tækifæri í bakverðinum gegn Frökkum. Spilaði hins vegar of lítið til að fá einkunn. Selma Sól Magnúsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu á 88. mínútu. Barðist vel í þær fáu mínútur sem hún spilaði. Spilaði hins vegar of lítið til að fá einkunn.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hvað sagði þjóðin á Twitter? | „Sandra geggjuð! Annað bara lélegt.“ Ísland tók á móti Ítalíu í öðrum leik sínum á EM í fótbolta fyrr í dag. Leikar enduðu með jafntefli í svekkjandi leik 1-1. Eins og venja er þá höfðu bæði leikmenn og lærðir skoðun á leiknum, lögðu mat á frammistöðuna og sýndu frá stemmningunni. 14. júlí 2022 18:02 Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Sjá meira
Hvað sagði þjóðin á Twitter? | „Sandra geggjuð! Annað bara lélegt.“ Ísland tók á móti Ítalíu í öðrum leik sínum á EM í fótbolta fyrr í dag. Leikar enduðu með jafntefli í svekkjandi leik 1-1. Eins og venja er þá höfðu bæði leikmenn og lærðir skoðun á leiknum, lögðu mat á frammistöðuna og sýndu frá stemmningunni. 14. júlí 2022 18:02
Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15