Herra Réttlæti settur af sem bæjarstjóri vegna eiturlyfjamisferlis Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. júlí 2022 15:00 Bærinn Cabra del Santo Cristo í Andalúsíu Wikimedia Commons Bæjarstjóri í litlum bæ á Spáni hefur verið handtekinn, grunaður um aðild að stórtækum eiturlyfjahring sem teygir anga sína um 4 héruð Spánar. Bæjarstjórinn hefur nú látið af embætti, en ekki sjálfviljugur, það var ekki fyrr en bæjarstjórnin setti honum stólinn fyrir dyrnar sem hann lét sér segjast. Segist blásaklaus Hann segist blásaklaus af öllum ásökunum og að réttlætið muni að lokum sigra. Þau ummæli eru að mörgu leyti táknræn því bæjarstjórinn fyrrverandi heitir Francisco Javier Justicia, en eftirnafnið þýðir einmitt réttlæti. Og ekki heitir þorpið hans síður tilþrifamiklu nafni, það heitir Cabra del Santo Cristo, sem á hinu ástkæra og ylhýra máli myndi útleggjast Geit hins heilaga Krists. Það er í Andalúsíu, stærsta sjálfsstjórnarsvæði Spánar og þar búa tæplega 2.000 manns. Og af því að laun sveitarstjóra hafa verið dálítið í umræðunni á Íslandi síðustu vikurnar þá má nefna að herra Réttlæti komst einnig í sviðsljós fjölmiðla fyrir himinhá laun sem bæjarstjóri. Hann er með andvirði 500.000 íslenskra króna á mánuði, næsthæstu laun sem bæjarstjóri hefur í Andalúsíu, fyrir að stýra svo agnarsmáu bæjarfélagi sem 2.000 manna byggð óneitanlega er í héraði sem telur 8 og hálfa milljón íbúa. Rannsóknin styðst meðal annars við símtöl sem Herra Réttlæti átti við tvo meinta fíkniefnasala þar sem hann biður þá um að koma efnum til sín með milligöngu unglings undir lögaldri. Fleiri bæjarbúar liggja undir grun Bæjarbúar sem blaðamaður El País hefur rætt við segja að það hafi svo sem alltaf heyrst sögur um að herra Réttlæti ætti í frjálslegu sambandi við ólögleg fíkniefni en að engan hafi grunað að það væri með þessum hætti. Hann er ekki eini þorpsbúinn sem lögreglan hefur handtekið, sjö karlmenn og ein kona frá Geitabæ liggja enn fremur undir grun um tengsl við eiturlyfjahringinn. Þá liggja níu sveitungar þeirra í öðrum bæjum einnig undir grun. Rannsókn málsins hefur staðið í eitt ár. Hún hófst þegar eigandi fjölbýlishúss vakti athygli lögreglunnar á að einn íbúa hússins hefði breytt íbúðinni sinni í lyfjaverslun þar sem fram færi afar lífleg sala á ólöglegum efnum. Höfuðpaur eiturlyfjahringsins situr hins vegar í fangelsi í 500 km fjarlægð. Duglegur og samviskusamur bæjarstjóri Það eina sem einn af framámönnum sósíalista sem fara með meirihluta í bænum vildi láta hafa eftir sér eftir að herra Réttlæti hafði sagt af sér var að bæjarstjórinn fyrrverandi væri afar trúr sínu fólki og að verk hans sem bæjarstjóri yfirskyggðu allt það slæma sem hann væri sakaður um. Spánn Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Bæjarstjórinn hefur nú látið af embætti, en ekki sjálfviljugur, það var ekki fyrr en bæjarstjórnin setti honum stólinn fyrir dyrnar sem hann lét sér segjast. Segist blásaklaus Hann segist blásaklaus af öllum ásökunum og að réttlætið muni að lokum sigra. Þau ummæli eru að mörgu leyti táknræn því bæjarstjórinn fyrrverandi heitir Francisco Javier Justicia, en eftirnafnið þýðir einmitt réttlæti. Og ekki heitir þorpið hans síður tilþrifamiklu nafni, það heitir Cabra del Santo Cristo, sem á hinu ástkæra og ylhýra máli myndi útleggjast Geit hins heilaga Krists. Það er í Andalúsíu, stærsta sjálfsstjórnarsvæði Spánar og þar búa tæplega 2.000 manns. Og af því að laun sveitarstjóra hafa verið dálítið í umræðunni á Íslandi síðustu vikurnar þá má nefna að herra Réttlæti komst einnig í sviðsljós fjölmiðla fyrir himinhá laun sem bæjarstjóri. Hann er með andvirði 500.000 íslenskra króna á mánuði, næsthæstu laun sem bæjarstjóri hefur í Andalúsíu, fyrir að stýra svo agnarsmáu bæjarfélagi sem 2.000 manna byggð óneitanlega er í héraði sem telur 8 og hálfa milljón íbúa. Rannsóknin styðst meðal annars við símtöl sem Herra Réttlæti átti við tvo meinta fíkniefnasala þar sem hann biður þá um að koma efnum til sín með milligöngu unglings undir lögaldri. Fleiri bæjarbúar liggja undir grun Bæjarbúar sem blaðamaður El País hefur rætt við segja að það hafi svo sem alltaf heyrst sögur um að herra Réttlæti ætti í frjálslegu sambandi við ólögleg fíkniefni en að engan hafi grunað að það væri með þessum hætti. Hann er ekki eini þorpsbúinn sem lögreglan hefur handtekið, sjö karlmenn og ein kona frá Geitabæ liggja enn fremur undir grun um tengsl við eiturlyfjahringinn. Þá liggja níu sveitungar þeirra í öðrum bæjum einnig undir grun. Rannsókn málsins hefur staðið í eitt ár. Hún hófst þegar eigandi fjölbýlishúss vakti athygli lögreglunnar á að einn íbúa hússins hefði breytt íbúðinni sinni í lyfjaverslun þar sem fram færi afar lífleg sala á ólöglegum efnum. Höfuðpaur eiturlyfjahringsins situr hins vegar í fangelsi í 500 km fjarlægð. Duglegur og samviskusamur bæjarstjóri Það eina sem einn af framámönnum sósíalista sem fara með meirihluta í bænum vildi láta hafa eftir sér eftir að herra Réttlæti hafði sagt af sér var að bæjarstjórinn fyrrverandi væri afar trúr sínu fólki og að verk hans sem bæjarstjóri yfirskyggðu allt það slæma sem hann væri sakaður um.
Spánn Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna