Heimsbyggðin þurfi að velja: „Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. júlí 2022 22:26 Skógareldar geisa nú til að mynda í suðvesturhluta Frakklands. AP/SDIS Hundruð skógarelda brenna víðs vegar um Evrópu í mikilli hitabylgju sem orðið hefur fjölda fólks að aldurtila og valdið gríðarlegu tjóni. Samgöngur lömuðust um stóran hluta Bretlandseyja í dag og Luton flugvelli var lokað. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina á krossgötum. Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fleiri lönd glíma nú við ofsahita. Hitamet hafa fallið hver á fætur öðru og fjöldi skógarelda geisa í Frakklandi, Portúgal, á Grikklandi og Spáni. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín og í Portúgal og á Spáni hafa að minnsta kosti þúsund manna látist vegna hitans undanfarna daga. „Þegar að ég fór að heiman þá loguðu eldar víða í landinu mínu. Meira en 20 þúsund hektarar hafa brunnið á síðustu þremur dögum,“ sagði Teresa Ribera, loftslags- og umhverfismálaráðherra Spánar, á loftslagsráðstefnu í Berlín í dag. „Nú geisa fleiri en 36 virkir skógareldar af fyrstu gráðu í landinu. Í tíu daga hefur hiti að degi til verið yfir 40 stig,“ sagði hún enn fremur. Norðar í álfunni hefur hitabylgjan einnig gert vart við sig. Rauð hitaviðvörun tók í fyrsta sinn gildi á Bretlandseyjum í dag og gildir út morgundaginn. Hitinn í Lundúnum var mestur 37 gráður í dag. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Yfirvöld beindu því til fólks að vera sem minnst á ferðinni. Þá hafði hitinn gríðarleg áhrif á samgöngur en á Luton flugvelli var öllum ferðum aflýst þar sem malbik á flugbrautin. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var ómyrkur í máli á loftlagsráðstefnunni í Berlín. „Met féllu í styrk gróðurhúsalofttegunda, hæð yfirborðs sjávar og sjávarhita. Helmingur mannkyns býr á hættusvæðum þar sem hamfaraflóð, þurrkar, óðastormar og skógareldar geisa. Engin þjóð fer varhluta af þessu,“ sagði Guterres. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum.“ Loftslagsmál Bretland Spánn Tengdar fréttir Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. 18. júlí 2022 17:05 „Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. 18. júlí 2022 13:32 Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. 18. júlí 2022 07:59 Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“ Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega. 17. júlí 2022 14:02 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geysuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. 17. júlí 2022 09:18 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fleiri lönd glíma nú við ofsahita. Hitamet hafa fallið hver á fætur öðru og fjöldi skógarelda geisa í Frakklandi, Portúgal, á Grikklandi og Spáni. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín og í Portúgal og á Spáni hafa að minnsta kosti þúsund manna látist vegna hitans undanfarna daga. „Þegar að ég fór að heiman þá loguðu eldar víða í landinu mínu. Meira en 20 þúsund hektarar hafa brunnið á síðustu þremur dögum,“ sagði Teresa Ribera, loftslags- og umhverfismálaráðherra Spánar, á loftslagsráðstefnu í Berlín í dag. „Nú geisa fleiri en 36 virkir skógareldar af fyrstu gráðu í landinu. Í tíu daga hefur hiti að degi til verið yfir 40 stig,“ sagði hún enn fremur. Norðar í álfunni hefur hitabylgjan einnig gert vart við sig. Rauð hitaviðvörun tók í fyrsta sinn gildi á Bretlandseyjum í dag og gildir út morgundaginn. Hitinn í Lundúnum var mestur 37 gráður í dag. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Yfirvöld beindu því til fólks að vera sem minnst á ferðinni. Þá hafði hitinn gríðarleg áhrif á samgöngur en á Luton flugvelli var öllum ferðum aflýst þar sem malbik á flugbrautin. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var ómyrkur í máli á loftlagsráðstefnunni í Berlín. „Met féllu í styrk gróðurhúsalofttegunda, hæð yfirborðs sjávar og sjávarhita. Helmingur mannkyns býr á hættusvæðum þar sem hamfaraflóð, þurrkar, óðastormar og skógareldar geisa. Engin þjóð fer varhluta af þessu,“ sagði Guterres. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum.“
Loftslagsmál Bretland Spánn Tengdar fréttir Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. 18. júlí 2022 17:05 „Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. 18. júlí 2022 13:32 Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. 18. júlí 2022 07:59 Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“ Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega. 17. júlí 2022 14:02 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geysuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. 17. júlí 2022 09:18 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. 18. júlí 2022 17:05
„Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. 18. júlí 2022 13:32
Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. 18. júlí 2022 07:59
Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“ Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega. 17. júlí 2022 14:02
Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geysuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. 17. júlí 2022 09:18