Skaut Marokkó í úrslit Afríkumótsins í fyrsta skipti án þess að vita það Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júlí 2022 16:45 Rosella Ayane reyndist hetja Marokkó í undanúrslitum Afríkumótsins í gær. Twitter/@CAF_Online Marokkó er á leið í úrslitaleik Afríkumóts kvenna í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögunni eftir sigur gegn Nígeríu í vítaspyrnukeppni í gær. Hetja liðsins virtist þó ekki átta sig á því að hún hafði tryggt liðinu sigur. Rosella Ayane er nafn sem líklega fæstir Íslendingar kannast við. Hún reyndist þó hetja Marokkó þegar liðið mætti Nígeríu í undanúrslitum Afríkómóts kvenna í knattspyrnu í gær. Leikur Marokkó og Nígeríu bauð upp á allt sem góður knattspyrnuleikur þarf að bera. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni, tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og leikið var fyrir framan metfjölda áhorfenda, en tæplega 46 þúsund áhorfendur voru mættir á völlinn. Nígeríska liðið tók forystu í leiknum snemma í síðari hálfleik áður en Uchenna Kanu, framherji liðsins lét reka sig af velli með beint rautt spjald eftir um klukkutíma leik. Marokkósku stelpurnar nýttu sér liðsmuninn og jöfnuðu metin fáeinum mínútum síðar. Þrátt fyrir að spila tveimur mönnum fleiri seinustu tuttugu mínútur leiksins eftir að Rasheedat Ajibade lét reka sig af velli í liði Nígeríu tókst Marokkó ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma. Ekki tókst það heldur í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Fór það svo að nígersíska liðið klikkaði á einni spyrnu, en það marokkóska skoraði úr öllum sínum fimm spyrnum. Áðurnefnd Rosella Ayane tók seinustu spyrnu Marokkó og tryggði liðinu sigur, og þar með sæti í úrslitum. Ayane virtist þó ekki hafa hugmynd um það að hennar spyrna hafi ráðið úrslitum og tók það hana nokkrar langar sekúndur að átta sig á því hvað hefði gerst. Myndband af þessu skondna atviki má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. 🇲🇦 Last night, in front of a record crowd of over 45 500, Rosella Ayane sent @EnMaroc through to their first ever @CAFwomen final.😅 It did take her a second to realize she had won it...pic.twitter.com/7VLfV1OxYc— COPA90 (@Copa90) July 19, 2022 Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Rosella Ayane er nafn sem líklega fæstir Íslendingar kannast við. Hún reyndist þó hetja Marokkó þegar liðið mætti Nígeríu í undanúrslitum Afríkómóts kvenna í knattspyrnu í gær. Leikur Marokkó og Nígeríu bauð upp á allt sem góður knattspyrnuleikur þarf að bera. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni, tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og leikið var fyrir framan metfjölda áhorfenda, en tæplega 46 þúsund áhorfendur voru mættir á völlinn. Nígeríska liðið tók forystu í leiknum snemma í síðari hálfleik áður en Uchenna Kanu, framherji liðsins lét reka sig af velli með beint rautt spjald eftir um klukkutíma leik. Marokkósku stelpurnar nýttu sér liðsmuninn og jöfnuðu metin fáeinum mínútum síðar. Þrátt fyrir að spila tveimur mönnum fleiri seinustu tuttugu mínútur leiksins eftir að Rasheedat Ajibade lét reka sig af velli í liði Nígeríu tókst Marokkó ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma. Ekki tókst það heldur í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Fór það svo að nígersíska liðið klikkaði á einni spyrnu, en það marokkóska skoraði úr öllum sínum fimm spyrnum. Áðurnefnd Rosella Ayane tók seinustu spyrnu Marokkó og tryggði liðinu sigur, og þar með sæti í úrslitum. Ayane virtist þó ekki hafa hugmynd um það að hennar spyrna hafi ráðið úrslitum og tók það hana nokkrar langar sekúndur að átta sig á því hvað hefði gerst. Myndband af þessu skondna atviki má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. 🇲🇦 Last night, in front of a record crowd of over 45 500, Rosella Ayane sent @EnMaroc through to their first ever @CAFwomen final.😅 It did take her a second to realize she had won it...pic.twitter.com/7VLfV1OxYc— COPA90 (@Copa90) July 19, 2022
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira