Nema útvarpsmerki sem líkjast hjartslætti úr geimnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. júlí 2022 12:30 Ein af myndunum sem James Webb sjónaukinn náði af nálægri stjörnu í Carina-himinþokunni. AP/NASA Stjörnufræðingar við MIT hafa numið endurtekin útvarpsmerki frá vetrarbraut sem er milljarða ljósára í burtu. Vísindamennirnir hafa ekki staðsett hvaðan merkin koma nákvæmlega en telja að þau komi mögulega frá nifteindastjörnum sem mynduðust úr föllnum risastjörnum. Útvarpsbylgjurnar hafa borist með reglulegu millibili og enst í allt að þrjár sekúndur, segja vísindamennirnir. Flestar útvarpsbylgjur af þessu tagi, sem nefnast útvarpsblossar (e. fast radio burst), endast yfirleitt í aðeins nokkrar millisekúndur. Þessi merki endast því þúsund sinnum lengur en venjulega. Í yfirlýsingu MIT segir að innan þessa þriggja sekúndna glugga hafi teymi þeirra numið útvarpsblossa sem endurtækjust á 0,2 sekúndna fresti í „skýru lotubundnu munstri, svipað og hjarta sem slær.“ Þann 21. desember 2019 námu vísindamenn við skoðunarstöð í Bresku-Kólumbíu í Kanada svipuð merki sem voru talin vera mögulegir útvarpsblossar. Daniele Michilli, vísindamaður við MIT, sem nam merkin þá sagði þau hafa verið óvenjuleg. „Þau voru ekki bara mjög löng, entust í um þrjár sekúndur, heldur voru lotubundnir toppar sem voru merkilega nákvæmir. Þau gáfu frá sér merki á hverju sekúndubroti — búmm, búmm, búmm — eins og hjartsláttur,“ sagði Michilli og bætti við að nýjustu merkin væru þau fyrstu þar sem merkið sjálft væri lotubundið. Upplýsingar um útvarpsblossa sem þessa, tíðni þeirra og fjarlægð þeirra frá Jörðinni gæti hjálpað vísindamönnum að meta það á hvað hraða alheimurinn þenst út. Geimurinn Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Útvarpsbylgjurnar hafa borist með reglulegu millibili og enst í allt að þrjár sekúndur, segja vísindamennirnir. Flestar útvarpsbylgjur af þessu tagi, sem nefnast útvarpsblossar (e. fast radio burst), endast yfirleitt í aðeins nokkrar millisekúndur. Þessi merki endast því þúsund sinnum lengur en venjulega. Í yfirlýsingu MIT segir að innan þessa þriggja sekúndna glugga hafi teymi þeirra numið útvarpsblossa sem endurtækjust á 0,2 sekúndna fresti í „skýru lotubundnu munstri, svipað og hjarta sem slær.“ Þann 21. desember 2019 námu vísindamenn við skoðunarstöð í Bresku-Kólumbíu í Kanada svipuð merki sem voru talin vera mögulegir útvarpsblossar. Daniele Michilli, vísindamaður við MIT, sem nam merkin þá sagði þau hafa verið óvenjuleg. „Þau voru ekki bara mjög löng, entust í um þrjár sekúndur, heldur voru lotubundnir toppar sem voru merkilega nákvæmir. Þau gáfu frá sér merki á hverju sekúndubroti — búmm, búmm, búmm — eins og hjartsláttur,“ sagði Michilli og bætti við að nýjustu merkin væru þau fyrstu þar sem merkið sjálft væri lotubundið. Upplýsingar um útvarpsblossa sem þessa, tíðni þeirra og fjarlægð þeirra frá Jörðinni gæti hjálpað vísindamönnum að meta það á hvað hraða alheimurinn þenst út.
Geimurinn Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira