„Sært dýr er alltaf stórhættulegt“ Sindri Már Fannarsson skrifar 25. júlí 2022 22:00 Jón Sveinsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego ÍA og Fram mættust á Norðuráls-vellinum á Akranesi í 14. umferð Bestu deildar karla í kvöld og enduðu leikar 0-4, Frömurum í vil. Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, segist varla geta beðið um meira. „Ég er auðvitað mjög sáttur og ánægður með leikinn og með leik minna manna. Mér fannst við mjög góðir í dag, að skora fjögur mörk og fá ekkert á sig, þú getur ekki beðið um mikið meira en það,“ sagði Jón í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn þróaðist í hálfgerða einstefnu í stöðunni 2-0 en Jón taldi mikilvægt að halda áfram að sækja þrátt fyrir að vera yfir, frekar en að detta í vörn. „Skagamenn hafa verið að lenda undir í leikjum og koma til baka, á móti Breiðablik í bikarnum og gegn Víking. Við þurftum að halda áfram og bæta í. Sært dýr er alltaf stórhættulegt. Maður vissi alltaf að næsta mark myndi skipta máli en sem betur fer náðum við því og héldum svo bara áfram.“ Fram hefur staðið sig betur en flestir spáðu fyrir um það sem af er sumri og finna sig í 8. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 14 umferðir. Jón segir þó of snemmt að spá fyrir um hvar liðið endar. „Það er nú bara júlí enn þá og fullt eftir af þessu móti. Við höldum bara áfram og við getum ekkert annað gert, eins klisjulegt og það er, en að taka næsta leik. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og fá þrjú stig út úr þeim. Svo verðum við bara að sjá til í september hvar við stöndum, upp á hvar við spilum í október.“ Að lokum þá taldi Jón ekki að Már Ægisson hafi ætlað að skjóta þegar hann skoraði annað mark Framara. „Líklega ekki en hann átti góða tilraun nokkru seinna sem var varin í slá þannig að þá bara jafnaðist það út. En góð fyrirgjöf. Þetta eru bestu fyrirgjafirnar, sem enda í markinu, það er bara þannig,“ sagði kampakátur Jón Sveinsson að lokum. Fram Besta deild karla Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann Sjá meira
„Ég er auðvitað mjög sáttur og ánægður með leikinn og með leik minna manna. Mér fannst við mjög góðir í dag, að skora fjögur mörk og fá ekkert á sig, þú getur ekki beðið um mikið meira en það,“ sagði Jón í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn þróaðist í hálfgerða einstefnu í stöðunni 2-0 en Jón taldi mikilvægt að halda áfram að sækja þrátt fyrir að vera yfir, frekar en að detta í vörn. „Skagamenn hafa verið að lenda undir í leikjum og koma til baka, á móti Breiðablik í bikarnum og gegn Víking. Við þurftum að halda áfram og bæta í. Sært dýr er alltaf stórhættulegt. Maður vissi alltaf að næsta mark myndi skipta máli en sem betur fer náðum við því og héldum svo bara áfram.“ Fram hefur staðið sig betur en flestir spáðu fyrir um það sem af er sumri og finna sig í 8. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 14 umferðir. Jón segir þó of snemmt að spá fyrir um hvar liðið endar. „Það er nú bara júlí enn þá og fullt eftir af þessu móti. Við höldum bara áfram og við getum ekkert annað gert, eins klisjulegt og það er, en að taka næsta leik. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og fá þrjú stig út úr þeim. Svo verðum við bara að sjá til í september hvar við stöndum, upp á hvar við spilum í október.“ Að lokum þá taldi Jón ekki að Már Ægisson hafi ætlað að skjóta þegar hann skoraði annað mark Framara. „Líklega ekki en hann átti góða tilraun nokkru seinna sem var varin í slá þannig að þá bara jafnaðist það út. En góð fyrirgjöf. Þetta eru bestu fyrirgjafirnar, sem enda í markinu, það er bara þannig,“ sagði kampakátur Jón Sveinsson að lokum.
Fram Besta deild karla Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann Sjá meira