Viðar Örn sagður á leið til Grikklands Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 11:15 Viðar Örn yfirgaf Vålerenga snemma í júlí. nettavisen Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson er sagður á leið til Atromitos í grísku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið án félags í tæpan mánuð frá því að hann yfirgaf Vålerenga í Noregi. Viðar Örn samdi við Vålerenga árið 2020 en var þá að ganga til liðs við félagið í annað skipti á ferlinum. Samningur hans var fram á næsta ár en komist var að samkomulagi um slit þess samnings þann 8. júlí síðastliðinn. Viðar Örn hefur leitað að nýju félagi síðan en greint er frá því á Twitter-síðu hlaðvarpsins Dr. Football, sem er í umsjón Hjörvars Hafliðasonar, að sú leit sé nú á enda. Hann sé á leið til Atromitos í Grikklandi. Þjálfari Atromitos er Walesverjinn Chris Coleman sem tók við liðinu í sumar. Hann stýrði meðal annars Fulham í ensku úrvalsdeildinni frá 2003 til 2007 og Wales í undanúrslit á EM 2016. Viðar Örn Kjartansson er genginn til liðs við Atromitos í grísku úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins er Chris Coleman. Við ræðum í kvöld í helgaruppgjöri Dr. Football.— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) August 1, 2022 Viðar Örn verður þá annar Íslendingurinn til að leita til Grikklands í sumar en Hörður Björgvin Magnússon gekk í raðir Panathinaikos eftir að hann fékk samningi sínum við CSKA Moskvu rift vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Gangi skipti Viðars Arnar eftir verður Grikkland sjöunda erlenda landið sem hann spilar í. Hann hefur leikið fyrir Vålerenga í Noregi, Jiangsu Sainty í Kína, Malmö og Hammarby í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov og Rubin Kazan í Rússlandi og Yeni Malatyaspor í Tyrklandi. Viðar Örn skoraði 14 mörk í 33 deildarleikjum á seinni tíma sínum með Vålerenga en hann er 32 ára gamall. Norski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Viðar Örn samdi við Vålerenga árið 2020 en var þá að ganga til liðs við félagið í annað skipti á ferlinum. Samningur hans var fram á næsta ár en komist var að samkomulagi um slit þess samnings þann 8. júlí síðastliðinn. Viðar Örn hefur leitað að nýju félagi síðan en greint er frá því á Twitter-síðu hlaðvarpsins Dr. Football, sem er í umsjón Hjörvars Hafliðasonar, að sú leit sé nú á enda. Hann sé á leið til Atromitos í Grikklandi. Þjálfari Atromitos er Walesverjinn Chris Coleman sem tók við liðinu í sumar. Hann stýrði meðal annars Fulham í ensku úrvalsdeildinni frá 2003 til 2007 og Wales í undanúrslit á EM 2016. Viðar Örn Kjartansson er genginn til liðs við Atromitos í grísku úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins er Chris Coleman. Við ræðum í kvöld í helgaruppgjöri Dr. Football.— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) August 1, 2022 Viðar Örn verður þá annar Íslendingurinn til að leita til Grikklands í sumar en Hörður Björgvin Magnússon gekk í raðir Panathinaikos eftir að hann fékk samningi sínum við CSKA Moskvu rift vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Gangi skipti Viðars Arnar eftir verður Grikkland sjöunda erlenda landið sem hann spilar í. Hann hefur leikið fyrir Vålerenga í Noregi, Jiangsu Sainty í Kína, Malmö og Hammarby í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov og Rubin Kazan í Rússlandi og Yeni Malatyaspor í Tyrklandi. Viðar Örn skoraði 14 mörk í 33 deildarleikjum á seinni tíma sínum með Vålerenga en hann er 32 ára gamall.
Norski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira