Kristján Már fjarri góðu gamni og missir af gosinu Jakob Bjarnar skrifar 3. ágúst 2022 16:24 Gagnmerk umfjöllun um eldgos og jarðhræringar hefur sett sitt mark á meira en þriggja áratuga feril Kristjáns Más, eins og þessi afmælisterta sýnir en hún var bökuð í tilefni af þrjátíu ára starfsafmæli hans á Stöð 2. Hann er nú fjarri góðu gamni. Það var líkt og náttúruöflin væru að stríða honum þegar þau tóku upp á því að hefja gos um leið og hann flaug af landi brott. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er reyndasti fréttamaður landsins, þegar kemur að umfjöllun um eldgos og aðrar jarðhræringar. Kristján Már er ávallt með öryggisvestið klárt ef og þegar til kastanna kemur en nú brá svo við að hann var staddur á Leifsstöð þegar tók að gjósa öðru sinni nú í seinni tíð við Fagradalsfjall. Kristján Már er á leið til Spánar í frí. En hann missti þó ekki af gosinu, ekki alveg þó hann hafi klæjað í lófana að fara á vettvang og huga að aðstæðum. „Ég sit í flugstöðinni í KEF á leið í frí til útlanda. Gosstrókur sést úr Leifsstöð yfir Fagradalsfjalli. Flugumferð virðist ekki hafa raskast. Þrjár vélar frá Play hafa lent eftir að gosið hófst.“ Svo hljóðuðu skilaboð Kristjáns Más til fréttastofu strax við upphaf yfirstandandi goss. Dóttir Kristjáns, blaðamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir, hefur lúmskt gaman að þessu og sendir pabba sínum kveðju á Twitter. Nei hættið nú alveg, gosið hófst um leið og KMU mætti á flugstöðina á leið til Spánar! Fyrsta gosið sem pabbi missir af en það er auðvitað mikilvægara gos á Spáni því systir mín sem býr þar fer bráðum að eiga sitt annað barn! pic.twitter.com/N4EMaCwK7r— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) August 3, 2022 En þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem náttúruöflin gera Kristjáni Má grikk af þessu tagi. „Ég er vanur þessu. Þegar gosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls 2010 var ég í flugtaki frá Keflavík á leið til Finnlands og sá gosstrókinn koma upp úr skýjunum,“ segir Kristján Már og reynir að láta sér hvergi bregða. Það er svo huggun harmi gegn að umrætt gos er enn sem komið er lítið og nett. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings teygir gostungan sig í um fimm hundruð metra, kvikustrókurinn er veikur, einungis tíu til fimmtán metrar. Kristján Már hefur reyndar haft vökult auga með svæðinu og nýverið skrifaði hann þessa frétt: Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Íslendingar erlendis Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Lítið og nett hraungos“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að gosið sem hófst á Reykjanesi í dag sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. 3. ágúst 2022 14:37 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
Kristján Már er ávallt með öryggisvestið klárt ef og þegar til kastanna kemur en nú brá svo við að hann var staddur á Leifsstöð þegar tók að gjósa öðru sinni nú í seinni tíð við Fagradalsfjall. Kristján Már er á leið til Spánar í frí. En hann missti þó ekki af gosinu, ekki alveg þó hann hafi klæjað í lófana að fara á vettvang og huga að aðstæðum. „Ég sit í flugstöðinni í KEF á leið í frí til útlanda. Gosstrókur sést úr Leifsstöð yfir Fagradalsfjalli. Flugumferð virðist ekki hafa raskast. Þrjár vélar frá Play hafa lent eftir að gosið hófst.“ Svo hljóðuðu skilaboð Kristjáns Más til fréttastofu strax við upphaf yfirstandandi goss. Dóttir Kristjáns, blaðamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir, hefur lúmskt gaman að þessu og sendir pabba sínum kveðju á Twitter. Nei hættið nú alveg, gosið hófst um leið og KMU mætti á flugstöðina á leið til Spánar! Fyrsta gosið sem pabbi missir af en það er auðvitað mikilvægara gos á Spáni því systir mín sem býr þar fer bráðum að eiga sitt annað barn! pic.twitter.com/N4EMaCwK7r— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) August 3, 2022 En þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem náttúruöflin gera Kristjáni Má grikk af þessu tagi. „Ég er vanur þessu. Þegar gosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls 2010 var ég í flugtaki frá Keflavík á leið til Finnlands og sá gosstrókinn koma upp úr skýjunum,“ segir Kristján Már og reynir að láta sér hvergi bregða. Það er svo huggun harmi gegn að umrætt gos er enn sem komið er lítið og nett. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings teygir gostungan sig í um fimm hundruð metra, kvikustrókurinn er veikur, einungis tíu til fimmtán metrar. Kristján Már hefur reyndar haft vökult auga með svæðinu og nýverið skrifaði hann þessa frétt:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Íslendingar erlendis Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Lítið og nett hraungos“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að gosið sem hófst á Reykjanesi í dag sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. 3. ágúst 2022 14:37 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
„Lítið og nett hraungos“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að gosið sem hófst á Reykjanesi í dag sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. 3. ágúst 2022 14:37