Upphitun fyrir elleftu umferð: „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan“ Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 12:01 Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í fyrsta upphitunarþátt eftir EM-hléið. Stöð 2 Sport Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta með EM-förunum Söndru Sigurðardóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. Besta deildin er hafin að nýju eftir EM-hléið langa og þær Sandra og Áslaug Munda rýndu með Helenu í komandi leiki auk þess að spjalla um Evrópumótið og gengi Íslands þar. 11. umferð Bestu deildar kvenna Fimmtudagur: 17.30 Valur - Þór/KA 17.30 Selfoss - ÍBV (Stöð 2 Sport 2) 19.15 KR - Stjarnan 20.00 Afturelding - Þróttur Föstudagur: 19.15 Breiðablik - Keflavík (Stöð 2 Sport) 21.15 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en leikir Selfoss og ÍBV, og Breiðabliks og Keflavíkur, verða í beinum útsendingum á sportrásum Stöðvar 2 auk þess sem streymi frá öðrum leikjum eru á Bestu deildar rásunum. Umferðin verður svo gerð upp í Bestu mörkunum annað kvöld. Á meðal leikja í umferðinni er viðureign Vals og Þórs/KA en Akureyringar eru með eina liðið sem tekist hefur að vinna Valskonur á þessari leiktíð. Sandra tók undir að Valur hefði því harma að hefna í dag. „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan,“ sagði Sandra sem er þó enn á toppi Bestu deildarinnar með Val, tveimur stigum fyrir ofan Breiðablik. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Upphitun fyrir 11. umferð í Bestu deild kvenna Umræða um EM var auðvitað fyrirferðarmikil í upphitunarþætti dagsins enda stutt síðan að þjóðin fylgdist spennt með frammistöðu Söndru, Mundu og annarra leikmanna íslenska liðsins sem gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum en féll þó úr keppni. Erfitt að yfirgefa mótið „Við vorum með markmið sem við því miður náðum ekki að þessu sinni, þannig að það var svolítið erfitt að yfirgefa mótið. Það er frábær árangur að tapa ekki leik en markmiðinu var ekki náð og þá er það svekkjandi,“ sagði Áslaug Munda en þær Sandra eru staðráðnar í að komast með Íslandi á HM á næsta ári. Áslaug Munda á aðeins tvo deildarleiki og einn bikarleik eftir með Blikum áður en hún heldur út til Bandaríkjanna vegna háskólanáms síns í Harvard. Hún segir það ekki mikið síðra að spila leiki í Bestu deildinni en á EM: „Það er auðvitað tilbreyting að vera ekki með fulla stúku af ættmennum og íslensku stuðningsfólki, syngjandi og trallandi, en það er alltaf gott að koma á Kópavogsvöll og spila sinn leik,“ sagði Áslaug Munda. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Sjá meira
Besta deildin er hafin að nýju eftir EM-hléið langa og þær Sandra og Áslaug Munda rýndu með Helenu í komandi leiki auk þess að spjalla um Evrópumótið og gengi Íslands þar. 11. umferð Bestu deildar kvenna Fimmtudagur: 17.30 Valur - Þór/KA 17.30 Selfoss - ÍBV (Stöð 2 Sport 2) 19.15 KR - Stjarnan 20.00 Afturelding - Þróttur Föstudagur: 19.15 Breiðablik - Keflavík (Stöð 2 Sport) 21.15 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en leikir Selfoss og ÍBV, og Breiðabliks og Keflavíkur, verða í beinum útsendingum á sportrásum Stöðvar 2 auk þess sem streymi frá öðrum leikjum eru á Bestu deildar rásunum. Umferðin verður svo gerð upp í Bestu mörkunum annað kvöld. Á meðal leikja í umferðinni er viðureign Vals og Þórs/KA en Akureyringar eru með eina liðið sem tekist hefur að vinna Valskonur á þessari leiktíð. Sandra tók undir að Valur hefði því harma að hefna í dag. „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan,“ sagði Sandra sem er þó enn á toppi Bestu deildarinnar með Val, tveimur stigum fyrir ofan Breiðablik. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Upphitun fyrir 11. umferð í Bestu deild kvenna Umræða um EM var auðvitað fyrirferðarmikil í upphitunarþætti dagsins enda stutt síðan að þjóðin fylgdist spennt með frammistöðu Söndru, Mundu og annarra leikmanna íslenska liðsins sem gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum en féll þó úr keppni. Erfitt að yfirgefa mótið „Við vorum með markmið sem við því miður náðum ekki að þessu sinni, þannig að það var svolítið erfitt að yfirgefa mótið. Það er frábær árangur að tapa ekki leik en markmiðinu var ekki náð og þá er það svekkjandi,“ sagði Áslaug Munda en þær Sandra eru staðráðnar í að komast með Íslandi á HM á næsta ári. Áslaug Munda á aðeins tvo deildarleiki og einn bikarleik eftir með Blikum áður en hún heldur út til Bandaríkjanna vegna háskólanáms síns í Harvard. Hún segir það ekki mikið síðra að spila leiki í Bestu deildinni en á EM: „Það er auðvitað tilbreyting að vera ekki með fulla stúku af ættmennum og íslensku stuðningsfólki, syngjandi og trallandi, en það er alltaf gott að koma á Kópavogsvöll og spila sinn leik,“ sagði Áslaug Munda. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
11. umferð Bestu deildar kvenna Fimmtudagur: 17.30 Valur - Þór/KA 17.30 Selfoss - ÍBV (Stöð 2 Sport 2) 19.15 KR - Stjarnan 20.00 Afturelding - Þróttur Föstudagur: 19.15 Breiðablik - Keflavík (Stöð 2 Sport) 21.15 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Sjá meira