Sóley býður KSÍ aðstoð Sindri Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 11:02 Sóley Tómasdóttir hefur mikla reynslu af störfum í þágu jafnréttis og vill að KSÍ tryggi knattspyrnumönnum fræðslu varðandi samþykki fyrir kynlífi. vísir/vilhelm Sóley Tómasdóttir lofar nýjar reglur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem skylda alla leikmenn og þjálfara til að læra um samþykki fyrir kynlífi. Hún býður Knattspyrnusambandi Íslands fram krafta sína. Enska blaðið The Telegraph greindi frá nýju reglunum í gær og sagði að nú bæri öllum félögum í ensku úrvalsdeildinni að sjá til þess að allir leikmenn og þjálfarar hljóti þjálfun hjá sérfræðingum varðandi samþykki fyrir kynlífi. Þau félög sem á einhvern hátt bregðist hvað þetta snerti muni hljóta refsingu. Reglurnar eru tilkomnar í kjölfar gagnrýni og þrýstings á ensku úrvalsdeildina og enska knattspyrnusambandið vegna kynferðisbrota leikmanna. Til stendur að sams konar reglur verði settar fyrir félög í neðri deildum Englands. Sóley, sem er er með meistarapróf í uppeldis-, kynja- og fjölbreytileikafræðum, er stofnandi JUST Consulting en fyrirtækið veitir fræðslu og ráðgjöf um jafnrétti og fjölbreytileika. Hún deildi frétt um nýju reglurnar í Englandi á Twitter og taggaði KSÍ þar þegar hún skrifaði: „Flott framtak. Ég býð mig hér með fram til að hanna sambærilega fræðslu fyrir íslensku úrvalsdeildina og landsliðið. Hvað segiði um það @footballiceland?“ Flott framtak. Ég býð mig hér með fram til að hanna sambærilega fræðslu fyrir íslensku úrvalsdeildina og landsliðið. Hvað segiði um það @footballiceland?https://t.co/XgDOtDiaJ6— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) August 4, 2022 Meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta skóku höfuðstöðvar KSÍ á síðasta ári. Í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem kom út í desember síðastliðnum kom fram að á árunum 2010-2021 hefði verið vitneskja innan KSÍ um alls fjórar frásagnir af því að landsliðsmenn eða aðrir sem starfað hefðu fyrir sambandið hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Nefndin taldi jafnframt ljóst að KSÍ hefði brugðist við í þremur þessara mála, annaðhvort með því að leikmaður var sendur heim úr landsliðsverkefni eða því að viðkomandi starfaði ekki aftur fyrir KSÍ. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira
Enska blaðið The Telegraph greindi frá nýju reglunum í gær og sagði að nú bæri öllum félögum í ensku úrvalsdeildinni að sjá til þess að allir leikmenn og þjálfarar hljóti þjálfun hjá sérfræðingum varðandi samþykki fyrir kynlífi. Þau félög sem á einhvern hátt bregðist hvað þetta snerti muni hljóta refsingu. Reglurnar eru tilkomnar í kjölfar gagnrýni og þrýstings á ensku úrvalsdeildina og enska knattspyrnusambandið vegna kynferðisbrota leikmanna. Til stendur að sams konar reglur verði settar fyrir félög í neðri deildum Englands. Sóley, sem er er með meistarapróf í uppeldis-, kynja- og fjölbreytileikafræðum, er stofnandi JUST Consulting en fyrirtækið veitir fræðslu og ráðgjöf um jafnrétti og fjölbreytileika. Hún deildi frétt um nýju reglurnar í Englandi á Twitter og taggaði KSÍ þar þegar hún skrifaði: „Flott framtak. Ég býð mig hér með fram til að hanna sambærilega fræðslu fyrir íslensku úrvalsdeildina og landsliðið. Hvað segiði um það @footballiceland?“ Flott framtak. Ég býð mig hér með fram til að hanna sambærilega fræðslu fyrir íslensku úrvalsdeildina og landsliðið. Hvað segiði um það @footballiceland?https://t.co/XgDOtDiaJ6— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) August 4, 2022 Meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta skóku höfuðstöðvar KSÍ á síðasta ári. Í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem kom út í desember síðastliðnum kom fram að á árunum 2010-2021 hefði verið vitneskja innan KSÍ um alls fjórar frásagnir af því að landsliðsmenn eða aðrir sem starfað hefðu fyrir sambandið hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Nefndin taldi jafnframt ljóst að KSÍ hefði brugðist við í þremur þessara mála, annaðhvort með því að leikmaður var sendur heim úr landsliðsverkefni eða því að viðkomandi starfaði ekki aftur fyrir KSÍ.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira