Guardiola: Erling Haaland leysir ekki öll vandamál Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2022 12:00 Erling Haaland fær fimmu frá Pep Guardiola eftir að hafa skorað tvö mörk á móti West Ham á London Stadium. AP/Frank Augstein Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ætlar sér að gera Norðmanninn Erling Haaland að betri leikmanni sem eru ógnvænlegar fréttir fyrir hin liðin í ensku úrvalsdeildinni. Haaland byrjaði á því að skora tvö mörk strax í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni þegar Manchester City vann 2-0 útisigur á West Ham. "He's going to score goals" "I don't have any doubts it's going to happen"Pep Guardiola backs Erling Haaland to score plenty of goals for Manchester City this season. How many will the Norwegian get?#ManCity #MCFC— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) August 7, 2022 Einhverjir höfðu gagnrýnt Haaland fyrir klúður sitt í leiknum um Samfélagsskjöldinn á móti Liverpool en það heyrist væntanlega ekki mikið í þeim eftir frammistöðu stráksins um helgina. „Allt liðið var frábært en það Erling skoraði sín fyrstu mörk var mjög gott fyrir bæði hann og okkur. Hann er mikil ógn fyrir okkur en hann leysir ekki öll vandamál Manchester City,“ sagði Pep Guardiola. Pep Guardiola responds to those who made early opinions on Erling Haaland before he scored a brace on his Premier League debut pic.twitter.com/J3ubWW9xzT— Football on BT Sport (@btsportfootball) August 7, 2022 „Hann mun bæta einhverju við okkar lið en ef við ætlum bara að treysta á hann þá erum við að gera mistök,“ sagði Guardiola sem leyfði sér aðeins að skjóta á þá sem gerði mikið úr klúðri hans á móti Liverpool. „Fyrir einni viku þá átti hann ekki að geta aðlagast ensku úrvalsdeildinni og núna er hann allt í einu kominn í hóp með Thierry Henry, Alan Shearer og Cristiano Ronaldo. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Tvö mörk og umræðunni er lokið. Hann skoraði mörk í Salzburg, Dortmund og hann getur gert það líka hér.,“ sagði Guardiola. "One week ago when he missed the chance, he was a failure. Everybody laughed at him and now he is Thierry Henry and Ronaldo."Pep Guardiola laughs off the comparisons to Erling Haaland after one game pic.twitter.com/6vwv4mzjKF— Football Daily (@footballdaily) August 7, 2022 „Hann kom hingað í fimm ár og vonandi verður hann hjá okkur þann tíma eða jafnvel lengur. Hann getur verið mjög góður fyrir okkur og við getum ýtt honum áfram og hjálpað honum við að bæta við sinn leik. Með því getur hann orðið betri leikmaður ekki bara maðurinn sem skorar mörkin,“ sagði Guardiola. „Ég þekki hann enn ekki nógu vel og við þurfum því tíma. Ég veit hins vegar hvernig hann réði við þá gagnrýni sem hann fékk í vikunni og hann var mjög rólegur. Ég veit aftur á móti ekki hvernig hann tekur hrósi en við sjáum það núna,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fleiri fréttir Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Haaland byrjaði á því að skora tvö mörk strax í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni þegar Manchester City vann 2-0 útisigur á West Ham. "He's going to score goals" "I don't have any doubts it's going to happen"Pep Guardiola backs Erling Haaland to score plenty of goals for Manchester City this season. How many will the Norwegian get?#ManCity #MCFC— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) August 7, 2022 Einhverjir höfðu gagnrýnt Haaland fyrir klúður sitt í leiknum um Samfélagsskjöldinn á móti Liverpool en það heyrist væntanlega ekki mikið í þeim eftir frammistöðu stráksins um helgina. „Allt liðið var frábært en það Erling skoraði sín fyrstu mörk var mjög gott fyrir bæði hann og okkur. Hann er mikil ógn fyrir okkur en hann leysir ekki öll vandamál Manchester City,“ sagði Pep Guardiola. Pep Guardiola responds to those who made early opinions on Erling Haaland before he scored a brace on his Premier League debut pic.twitter.com/J3ubWW9xzT— Football on BT Sport (@btsportfootball) August 7, 2022 „Hann mun bæta einhverju við okkar lið en ef við ætlum bara að treysta á hann þá erum við að gera mistök,“ sagði Guardiola sem leyfði sér aðeins að skjóta á þá sem gerði mikið úr klúðri hans á móti Liverpool. „Fyrir einni viku þá átti hann ekki að geta aðlagast ensku úrvalsdeildinni og núna er hann allt í einu kominn í hóp með Thierry Henry, Alan Shearer og Cristiano Ronaldo. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Tvö mörk og umræðunni er lokið. Hann skoraði mörk í Salzburg, Dortmund og hann getur gert það líka hér.,“ sagði Guardiola. "One week ago when he missed the chance, he was a failure. Everybody laughed at him and now he is Thierry Henry and Ronaldo."Pep Guardiola laughs off the comparisons to Erling Haaland after one game pic.twitter.com/6vwv4mzjKF— Football Daily (@footballdaily) August 7, 2022 „Hann kom hingað í fimm ár og vonandi verður hann hjá okkur þann tíma eða jafnvel lengur. Hann getur verið mjög góður fyrir okkur og við getum ýtt honum áfram og hjálpað honum við að bæta við sinn leik. Með því getur hann orðið betri leikmaður ekki bara maðurinn sem skorar mörkin,“ sagði Guardiola. „Ég þekki hann enn ekki nógu vel og við þurfum því tíma. Ég veit hins vegar hvernig hann réði við þá gagnrýni sem hann fékk í vikunni og hann var mjög rólegur. Ég veit aftur á móti ekki hvernig hann tekur hrósi en við sjáum það núna,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fleiri fréttir Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn