Arnar eftir súrt tap í Póllandi: „Við sýndum mikið hjarta og mikið hugrekki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2022 23:16 Arnar leyfði sér að fagna markinu sem tryggði Víkingum framlengingu. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk „Augljóslega markið sem við skoruðum á síðustu sekúndu leiksins. Það var mjög eftirminnilegt, við sýndum mikið hjarta og mikið hugrekki,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, aðspurður hvað hefði verið eftirminnilegast við leik kvöldsins þar sem Víkingur féll úr leik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrir leik kvöldsins voru Íslands- og bikarmeistararnir með 1-0 forystu þökk sé glæsilegu marki Ara Sigurpálssonar í Víkinni fyrir viku síðan. Sú forysta var horfin í hálfleik og virtist sem Poznan væri að fara áfram allt þangað til Danijel Djuric jafnaði metin í einvíginu í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Ef útivallarmarkareglan væri enn í gildi hefðu Víkingar farið áfram en því miður er hún það ekki og því þurfti að framlengja Fór það svo að heimamenn skoruðu tvívegis í framlengingunni þar sem Júlíus Magnússon fékk ósanngjarnt annað gult spjald og þar með rautt. Um leikinn hafði Arnar þetta að segja: „Við byrjuðum mjög vel, fengum tvo góð færi á fyrsta stundarfjórðungnum. Eftir það bökkuðum við og spiluðum þéttan varnarleik, vorum samt alltaf hættulegir í skyndisóknum. Við gerðum tvö slæm mistök í mörkunum tveimur og eftir það var þetta erfitt, sérstaklega þegar líða fór á síðari hálfleik.“ „Við gáfum mörg færi á okkur enda skiptir ekki máli hvort þú tapir 3-0 eða 5-0 í svona leik. Lech voru virkilega óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Við sýndum hjarta og hugrekki til að halda okkur í leiknum og ég er mjög stoltur af strákunum mínum.“ Arnar einbeittur fyrir leik.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Arnar var einnig spurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart varðandi frammistöðu heimamanna. „Þeir voru augljóslega mjög spenntir, þeir pressuðu hátt og vildu skora snemma. Mér leið eins og ef við myndum lifa af fyrstu 15-20 mínúturnar þá yrði allt í lagi hjá okkur. Þeir eru með mjög gott lið, ég veit að þeir hafa ekki verið að spila vel í deildinni en þeir eru með betri leikmenn en við, það er augljóst. Þeir eru tæknilega betri, þar sem við þurfum þrjár snertingar þá þurfa þeir tvær snertingar. Þegar við þurfum tvær á þurfa þeir eina, Allt er aðeins betra.“ „Strúktúrinn okkar, út frá taktísku sjónarmiði, var mjög góður – í báðum leikjunum að mínu mati. Nú fer maður að hugsa um „hvað ef“ og allar þær spurningar. Fyrir mér hefðum við ef til vill átt að skora meira í Reykjavík og koma hingað með meira en 1-0 forystu. Við vorum að spila á móti mjög góðu liði og ég hrósa þeim því mér fannst betra liðið fara áfram en ég er mjög stoltur af liðinu mínu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að endingu. Viðtali í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Fyrir leik kvöldsins voru Íslands- og bikarmeistararnir með 1-0 forystu þökk sé glæsilegu marki Ara Sigurpálssonar í Víkinni fyrir viku síðan. Sú forysta var horfin í hálfleik og virtist sem Poznan væri að fara áfram allt þangað til Danijel Djuric jafnaði metin í einvíginu í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Ef útivallarmarkareglan væri enn í gildi hefðu Víkingar farið áfram en því miður er hún það ekki og því þurfti að framlengja Fór það svo að heimamenn skoruðu tvívegis í framlengingunni þar sem Júlíus Magnússon fékk ósanngjarnt annað gult spjald og þar með rautt. Um leikinn hafði Arnar þetta að segja: „Við byrjuðum mjög vel, fengum tvo góð færi á fyrsta stundarfjórðungnum. Eftir það bökkuðum við og spiluðum þéttan varnarleik, vorum samt alltaf hættulegir í skyndisóknum. Við gerðum tvö slæm mistök í mörkunum tveimur og eftir það var þetta erfitt, sérstaklega þegar líða fór á síðari hálfleik.“ „Við gáfum mörg færi á okkur enda skiptir ekki máli hvort þú tapir 3-0 eða 5-0 í svona leik. Lech voru virkilega óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Við sýndum hjarta og hugrekki til að halda okkur í leiknum og ég er mjög stoltur af strákunum mínum.“ Arnar einbeittur fyrir leik.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Arnar var einnig spurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart varðandi frammistöðu heimamanna. „Þeir voru augljóslega mjög spenntir, þeir pressuðu hátt og vildu skora snemma. Mér leið eins og ef við myndum lifa af fyrstu 15-20 mínúturnar þá yrði allt í lagi hjá okkur. Þeir eru með mjög gott lið, ég veit að þeir hafa ekki verið að spila vel í deildinni en þeir eru með betri leikmenn en við, það er augljóst. Þeir eru tæknilega betri, þar sem við þurfum þrjár snertingar þá þurfa þeir tvær snertingar. Þegar við þurfum tvær á þurfa þeir eina, Allt er aðeins betra.“ „Strúktúrinn okkar, út frá taktísku sjónarmiði, var mjög góður – í báðum leikjunum að mínu mati. Nú fer maður að hugsa um „hvað ef“ og allar þær spurningar. Fyrir mér hefðum við ef til vill átt að skora meira í Reykjavík og koma hingað með meira en 1-0 forystu. Við vorum að spila á móti mjög góðu liði og ég hrósa þeim því mér fannst betra liðið fara áfram en ég er mjög stoltur af liðinu mínu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að endingu. Viðtali í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira