Húsnæðisvandinn eins og hann birtist bæjarfulltrúa í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar 17. ágúst 2022 09:01 Ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sumarið 2018 og fyrsta eina og hálfa árið stóðum við andspænis þeim veruleika að stórum hluta lóða sem bæjarráð úthlutaði til einstaklinga var skilað til baka að skömmum tíma liðnum. Þegar farið var að kanna hverju sætti með óformlegum hætti var algengasta ástæða skilanna sú að bankarnir vildu ekki veita húsbyggjendum lán. Með örðum orðum töldu bankarnir að of mikil þensla væri á húsnæðismarkaði. Árið 2020 er blásið í viðvörunarlúðra vegna Covid, „von er á dýpstu kreppu frá 1929“, lagt er til að vextir verði lækkaðir í sögulegt lágmark, væntanlega í von um það að almenningur skuldsetji sig og fari á neyslufyllerí til að halda uppi eftirspurn í hagkerfinu. Það fór á annan veg þar sem tækifæri almennings til þess að spreða voru takmörunum háð, ekki fórum við á veitingahús, til sólarlanda, í bíó eða leikhús. Það sem gerðist aftur á móti var það sem alltaf gerist þegar kreppulúðrar eru þeyttir, fólk flytur sig úr áhættusömum fjárfestingum yfir öruggari og hvað er öruggara en steinsteypa á Íslandi? Sá slaki sem myndast hafði á húsnæðismarkaði frá 2017 til 2019 hvarf eins og hendi væri veifað. Hver einasti fermetri seldist nánast á yfirverði með tilheyrandi hækkunum. Fólk sá áhættuminnstu fjárfestingarnar hækka um tugi prósentna á skömmum tíma. Þeir sem raunverulega þurftu að koma þaki yfir höfuð sitt sátu eftir því venjulegt fólk átti ekki roð í kaupgetu fjárfestanna. Auðvitað hafa vextir hækkað hratt, sem kemur niður á þeim sem síst skyldi. Þeir sömu og mæltu með lækkun vaxta mæla nú með skarpri hækkun vaxta og kenna lóðaskorti að mestu um þessa fasteignabólu sem þeir skópu sjálfir með vanhugsuðum efnahagsaðgerðum. Mér finnst með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að sjá fyrir húsnæðisþörf hér á landi vel fram í tímann með öllum þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Við vitum hvenær flestir koma inn á húsnæðismarkaðinn, við vitum stærð áraganga, við vitum að einhverju leiti hversu mikil þörf er á erlendu vinnuafli, framleiðslugetu byggingariðnaðarins og við erum með nokkuð góðar spár um fjölda ferðamanna. Það er merkilegt hversu dugleg við erum að koma okkur í efnahagsleg klandur, hvort það er minnkarækt, bankastarfsemi eða húsnæðismarkaður. En það er kannski skiljanlegt þegar við höfum bara tvær stillingar á efnahagsmaskínunni, fulla ferð áfram eða snögghemlun. Við hljótum að geta gert betur, eða hvað? Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sumarið 2018 og fyrsta eina og hálfa árið stóðum við andspænis þeim veruleika að stórum hluta lóða sem bæjarráð úthlutaði til einstaklinga var skilað til baka að skömmum tíma liðnum. Þegar farið var að kanna hverju sætti með óformlegum hætti var algengasta ástæða skilanna sú að bankarnir vildu ekki veita húsbyggjendum lán. Með örðum orðum töldu bankarnir að of mikil þensla væri á húsnæðismarkaði. Árið 2020 er blásið í viðvörunarlúðra vegna Covid, „von er á dýpstu kreppu frá 1929“, lagt er til að vextir verði lækkaðir í sögulegt lágmark, væntanlega í von um það að almenningur skuldsetji sig og fari á neyslufyllerí til að halda uppi eftirspurn í hagkerfinu. Það fór á annan veg þar sem tækifæri almennings til þess að spreða voru takmörunum háð, ekki fórum við á veitingahús, til sólarlanda, í bíó eða leikhús. Það sem gerðist aftur á móti var það sem alltaf gerist þegar kreppulúðrar eru þeyttir, fólk flytur sig úr áhættusömum fjárfestingum yfir öruggari og hvað er öruggara en steinsteypa á Íslandi? Sá slaki sem myndast hafði á húsnæðismarkaði frá 2017 til 2019 hvarf eins og hendi væri veifað. Hver einasti fermetri seldist nánast á yfirverði með tilheyrandi hækkunum. Fólk sá áhættuminnstu fjárfestingarnar hækka um tugi prósentna á skömmum tíma. Þeir sem raunverulega þurftu að koma þaki yfir höfuð sitt sátu eftir því venjulegt fólk átti ekki roð í kaupgetu fjárfestanna. Auðvitað hafa vextir hækkað hratt, sem kemur niður á þeim sem síst skyldi. Þeir sömu og mæltu með lækkun vaxta mæla nú með skarpri hækkun vaxta og kenna lóðaskorti að mestu um þessa fasteignabólu sem þeir skópu sjálfir með vanhugsuðum efnahagsaðgerðum. Mér finnst með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að sjá fyrir húsnæðisþörf hér á landi vel fram í tímann með öllum þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Við vitum hvenær flestir koma inn á húsnæðismarkaðinn, við vitum stærð áraganga, við vitum að einhverju leiti hversu mikil þörf er á erlendu vinnuafli, framleiðslugetu byggingariðnaðarins og við erum með nokkuð góðar spár um fjölda ferðamanna. Það er merkilegt hversu dugleg við erum að koma okkur í efnahagsleg klandur, hvort það er minnkarækt, bankastarfsemi eða húsnæðismarkaður. En það er kannski skiljanlegt þegar við höfum bara tvær stillingar á efnahagsmaskínunni, fulla ferð áfram eða snögghemlun. Við hljótum að geta gert betur, eða hvað? Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar