Hleypur berfættur í sínu fyrsta maraþoni Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 07:01 Hjörtur Sigurðsson hleypur berfættur í maraþoninu hleypur til styrktar Minningarsjóðs Lofts Gunnarssonar. Aðsent Hjörtur Sigurðsson stefnir á að hlaupa sitt fyrsta maraþonhlaup á laugardaginn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þó flestir séu sammála um mikilvægi þess að vera vel skóaður þegar hlaupið er maraþon, þá ætlar Hjörtur að gera það berfættur. En hvernig dettur einhverjum það í hug að hlaupa sitt fyrsta maraþon berfættur? „Ég veit það ekki alveg. Ég byrjaði að hlaupa á tánum af forvitni fyrir nokkrum mánuðum og það gekk ágætlega. Í framhaldi nefndi ég við vini og fjölskyldu að ég væri að velta fyrir mér hvort ég myndi ekki prófa að hlaupa maraþon á tánum um haustið. Skömmu síðar var ég búinn að segja það mörgum að ég ætlaði að hlaupa maraþon á tánum að það var eiginlega ekki í boði að hætta við. Ætli þetta sé ekki að miklu leyti gert til að fóðra eigin athyglissýki,“ segir Hjörtur aðspurður hvers vegna hann ætli að hlaupa án þess að vera í skóm eða sokkum. Hann segist vera ánægður með að geta styrkt gott málefni á sama tíma og hann fóðrar athyglissýkina. Þá græði allir. Nema kannski þeir sem hlusta á hann röfla um ágæti þess að vera á tánum. Hjörtur hleypur til styrktar Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar sem var stofnaður árið 2012 til þess að bæta aðstöðu og líf utangarðsfólks. Hjörtur segir málaflokkinn fá allt of litla athygli. „Sjóðurinn hefur á síðustu árum styrkt ýmis verkefni og stofnanir sem snúa að málum utangarðsfólks, svo sem Frú Ragnheiði, Gistiskýlið, Konukot og mörg fleiri. Ég hvet fólk til að kíkja á Facebook-síðu og heimasíðu sjóðsins og kynna sér það flotta starf sem þar fer fram,“ segir Hjörtur. Hann segir undirbúninginn fyrir „tásuhlaupið“, eins og hann kallar hlaup sitt, vera ansi svipað og fyrir öll önnur hlaup. Hann fær góða aðstoð frá Arnari Péturs, margföldum Íslandsmeistara í hlaupi, og hlýðir því sem hann setur fyrir. Hjörtur er orðinn mjög spenntur fyrir hlaupinu, hann segist þó vera spenntastur fyrir því að vera búinn að hlaupa. Hvernig fæturnir taka þessari ákvörðun hans verður að koma í ljós á sunnudaginn. Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Hlaup Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
En hvernig dettur einhverjum það í hug að hlaupa sitt fyrsta maraþon berfættur? „Ég veit það ekki alveg. Ég byrjaði að hlaupa á tánum af forvitni fyrir nokkrum mánuðum og það gekk ágætlega. Í framhaldi nefndi ég við vini og fjölskyldu að ég væri að velta fyrir mér hvort ég myndi ekki prófa að hlaupa maraþon á tánum um haustið. Skömmu síðar var ég búinn að segja það mörgum að ég ætlaði að hlaupa maraþon á tánum að það var eiginlega ekki í boði að hætta við. Ætli þetta sé ekki að miklu leyti gert til að fóðra eigin athyglissýki,“ segir Hjörtur aðspurður hvers vegna hann ætli að hlaupa án þess að vera í skóm eða sokkum. Hann segist vera ánægður með að geta styrkt gott málefni á sama tíma og hann fóðrar athyglissýkina. Þá græði allir. Nema kannski þeir sem hlusta á hann röfla um ágæti þess að vera á tánum. Hjörtur hleypur til styrktar Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar sem var stofnaður árið 2012 til þess að bæta aðstöðu og líf utangarðsfólks. Hjörtur segir málaflokkinn fá allt of litla athygli. „Sjóðurinn hefur á síðustu árum styrkt ýmis verkefni og stofnanir sem snúa að málum utangarðsfólks, svo sem Frú Ragnheiði, Gistiskýlið, Konukot og mörg fleiri. Ég hvet fólk til að kíkja á Facebook-síðu og heimasíðu sjóðsins og kynna sér það flotta starf sem þar fer fram,“ segir Hjörtur. Hann segir undirbúninginn fyrir „tásuhlaupið“, eins og hann kallar hlaup sitt, vera ansi svipað og fyrir öll önnur hlaup. Hann fær góða aðstoð frá Arnari Péturs, margföldum Íslandsmeistara í hlaupi, og hlýðir því sem hann setur fyrir. Hjörtur er orðinn mjög spenntur fyrir hlaupinu, hann segist þó vera spenntastur fyrir því að vera búinn að hlaupa. Hvernig fæturnir taka þessari ákvörðun hans verður að koma í ljós á sunnudaginn.
Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Hlaup Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira