Arnar um Akkilesarhælinn og Óskar Hrafn um léttari leið Víkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2022 11:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. S2 Sport Víkingur og Breiðablik duttu bæði út úr þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og það vantaði aðeins upp á að fara enn lengra. Þjálfarar liðanna tveggja nefna einbeitingarleysi annars vegar og léttari leið Íslandsmeistaranna hins vegar. Gunnlaugur Jónsson hitti þjálfara liða Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla fyrir innbyrðis leik liðanna í vikunni og ræddi meðal annars við þá um hvað klikkaði hjá þeim í Evrópukeppninni en bæði lið duttu út í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Gunnlaugur spurði þjálfarana hreint út hvað þeir og lið þeirra gerðu rangt í Evrópukeppninni. „Þetta er ég hef talað um oft áður það er þetta einbeitingarleysi í íslenskum fótbolta. Við náum ekki að halda einbeitingunni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Okkur leið mjög vel þar „Við erum að tala um að ná upp á ákveðin stig í fótboltanum og okkur leið mjög vel á getustigi eitt sem var umspilið hérna á móti fínum liðum. Levadia var fínasta lið og við unnum það 6-1. Okkur leið mjög vel þar. Stig tvö var velska liðið sem er búið að vera standa sig hrikalega vel í Evrópukeppninni undanfarin ár. Okkur leið mjög vel þar,“ sagði Arnar. „Næsta getustig fyrir ofan, þá erum við að tala um Malmö og Lech Poznań en það má ekkert klikka í þessum leikjum. Við gerðum of mörg mistök varnarlega, fókusleysi og einbeitingarleysi sem hefur hefur verið Akkilesarhæll hjá íslenskum leikmönnum í áratugi,“ sagði Arnar. „Það er eitthvað sem við þurfum að laga og það er ekki endilega bara hausinn á mönnum. Það þarf líka að laga ‚fitness level' og svoleiðis því það er það fyrsta sem fer þegar þú ert ekki í nægilega góðu formi til að spila á þessu getustigi. Þá leyfir þú þér að láta fókusinn flakka í einhverja þvælu. Þetta er ekki bara að laga hausinn því þú þarft líka að bæta ýmsa aðra þætti,“ sagði Arnar. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Hvað vantaði upp á í Evrópukeppninni í sumar? Meistararnir á Íslandi eiga raunhæfa möguleika „Ég held að leið þessara liða inn í riðlakeppni sé í gegnum það að verða meistari. Ef þú horfir bara á Víkingana. Ef að þeir hefðu verið aðeins heppnari með lið í fyrstu umferðinni þegar þeir fá Malmö sem er gríðarlega sterkt lið. Þeir hefðu getað slegið þá út og farið þá inn í aðra umferð,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. „Hefðu þeir tapað þar þá hefðu þeir endað í Evrópudeildinni og verið öruggir með sæti í umspilinu og öruggir með sæti í umspili á móti mögulega viðráðanlegu liði. Lech Poznań lendir á móti Dudelange frá Lúxemborg. Klárlega viðráðanlegt lið,“ sagði Óskar Hrafn „Meistaraleið og almenna leiðin og almenna leiðin er miklu erfiðari. Það lið sem verður meistari á Íslandi, er heppið með drátt og er bara gott, það á raunhæfa möguleika á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar,“ sagði Óskar Hrafn. „Leiðin fyrir lið sem ætla að fara hina leiðina, fara leiðin sem við höfum farið síðustu tvö ár, hún er grýtt og torsótt,“ sagði Óskar Hrafn. Það má sjá hluta úr viðtölunum við þjálfarana hér fyrir ofan,. Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson hitti þjálfara liða Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla fyrir innbyrðis leik liðanna í vikunni og ræddi meðal annars við þá um hvað klikkaði hjá þeim í Evrópukeppninni en bæði lið duttu út í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Gunnlaugur spurði þjálfarana hreint út hvað þeir og lið þeirra gerðu rangt í Evrópukeppninni. „Þetta er ég hef talað um oft áður það er þetta einbeitingarleysi í íslenskum fótbolta. Við náum ekki að halda einbeitingunni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Okkur leið mjög vel þar „Við erum að tala um að ná upp á ákveðin stig í fótboltanum og okkur leið mjög vel á getustigi eitt sem var umspilið hérna á móti fínum liðum. Levadia var fínasta lið og við unnum það 6-1. Okkur leið mjög vel þar. Stig tvö var velska liðið sem er búið að vera standa sig hrikalega vel í Evrópukeppninni undanfarin ár. Okkur leið mjög vel þar,“ sagði Arnar. „Næsta getustig fyrir ofan, þá erum við að tala um Malmö og Lech Poznań en það má ekkert klikka í þessum leikjum. Við gerðum of mörg mistök varnarlega, fókusleysi og einbeitingarleysi sem hefur hefur verið Akkilesarhæll hjá íslenskum leikmönnum í áratugi,“ sagði Arnar. „Það er eitthvað sem við þurfum að laga og það er ekki endilega bara hausinn á mönnum. Það þarf líka að laga ‚fitness level' og svoleiðis því það er það fyrsta sem fer þegar þú ert ekki í nægilega góðu formi til að spila á þessu getustigi. Þá leyfir þú þér að láta fókusinn flakka í einhverja þvælu. Þetta er ekki bara að laga hausinn því þú þarft líka að bæta ýmsa aðra þætti,“ sagði Arnar. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Hvað vantaði upp á í Evrópukeppninni í sumar? Meistararnir á Íslandi eiga raunhæfa möguleika „Ég held að leið þessara liða inn í riðlakeppni sé í gegnum það að verða meistari. Ef þú horfir bara á Víkingana. Ef að þeir hefðu verið aðeins heppnari með lið í fyrstu umferðinni þegar þeir fá Malmö sem er gríðarlega sterkt lið. Þeir hefðu getað slegið þá út og farið þá inn í aðra umferð,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. „Hefðu þeir tapað þar þá hefðu þeir endað í Evrópudeildinni og verið öruggir með sæti í umspilinu og öruggir með sæti í umspili á móti mögulega viðráðanlegu liði. Lech Poznań lendir á móti Dudelange frá Lúxemborg. Klárlega viðráðanlegt lið,“ sagði Óskar Hrafn „Meistaraleið og almenna leiðin og almenna leiðin er miklu erfiðari. Það lið sem verður meistari á Íslandi, er heppið með drátt og er bara gott, það á raunhæfa möguleika á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar,“ sagði Óskar Hrafn. „Leiðin fyrir lið sem ætla að fara hina leiðina, fara leiðin sem við höfum farið síðustu tvö ár, hún er grýtt og torsótt,“ sagði Óskar Hrafn. Það má sjá hluta úr viðtölunum við þjálfarana hér fyrir ofan,.
Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira