„Þetta er langþráður sigur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 21. ágúst 2022 19:37 Jón Þór, þjálfari ÍA, var virkilega sáttur með sigurinn í dag Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum eftir 2-1 sigur á ÍBV í dag. Skagamenn komust yfir í fyrri hálfleik en ÍBV tókst að jafna í þeim seinni. Það var svo Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur með marki á 88. mínútu. „Mér líður hrikalega vel. Það er alveg hárrétt, þetta er langþráður sigur. Við erum búnir að bíða lengi eftir honum og því sætari fyrir vikið þegar hann loksins kemur. Mér fannst við eiga það skilið, það er búið að vera mikill stígandi í okkar leik og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það. Við lentum áfalli í upphafi seinni hálfleiks, fengum á okkur mark eftir 25 sekúndur og það er auðvitað gríðarlega erfitt. Mér fannst strákarnir sína alveg gríðarlegan karakter að jafna sig tiltölulega fljótt eftir það og koma til baka í leikinn. Að sækja sigurinn, það var virkilega vel gert hjá þeim.“ Eyjamenn jöfnuðu leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og viðurkennir Jón að hann hafi orðið stressaður en er aftur á móti ánægður með karakterinn sem strákarnir sýndu að sigla sigrinum heim. „Ég hafði auðvitað áhyggjur af því, eins og þú segir, það er langt síðan við unnum síðast leik og maður hefur auðvitað alltaf áhyggjur af því þegar að menn lenda í svona áföllum. Þetta er svo snemma, menn eru búnir að gíra sig í hálfleikinn og fá mark í andlitið strax. Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en eins og ég segi, það er búið að vera mikill stígandi hvað þetta varðar hjá okkur og hugafarið verið algjörlega til fyrirmyndar í þessum hópi. Þeir eiga risa stórt hrós skilið fyrir það.“ Skagamenn hafa átt erfitt með að sækja sigra og var því mikill léttir að sigra í dag. Fyrir leikinn höfðu þeir tapað sjö leikjum í röð. „Við höfum verið undanfarnar vikur og í nokkurn tíma núna að vinna í ákveðnum hlutum sem hafa verið að skila okkur fínni frammistöðu á köflum. Þó að það hafi ekki verið að skila okkur sigrum eða stigum þá hefur verið mikill stígandi í okkar leik. Þannig við einbeitum okkur að því að halda þeirri braut áfram og gerðum það vel í dag. Svo skipti öllu máli þessi stuðningur sem við fáum í stúkunni, það hjálpar okkur að snúa þessum herslumun okkur í vil. Það er það sem ræður úrslitum í dag.“ ÍA Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðann sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
„Mér líður hrikalega vel. Það er alveg hárrétt, þetta er langþráður sigur. Við erum búnir að bíða lengi eftir honum og því sætari fyrir vikið þegar hann loksins kemur. Mér fannst við eiga það skilið, það er búið að vera mikill stígandi í okkar leik og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það. Við lentum áfalli í upphafi seinni hálfleiks, fengum á okkur mark eftir 25 sekúndur og það er auðvitað gríðarlega erfitt. Mér fannst strákarnir sína alveg gríðarlegan karakter að jafna sig tiltölulega fljótt eftir það og koma til baka í leikinn. Að sækja sigurinn, það var virkilega vel gert hjá þeim.“ Eyjamenn jöfnuðu leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og viðurkennir Jón að hann hafi orðið stressaður en er aftur á móti ánægður með karakterinn sem strákarnir sýndu að sigla sigrinum heim. „Ég hafði auðvitað áhyggjur af því, eins og þú segir, það er langt síðan við unnum síðast leik og maður hefur auðvitað alltaf áhyggjur af því þegar að menn lenda í svona áföllum. Þetta er svo snemma, menn eru búnir að gíra sig í hálfleikinn og fá mark í andlitið strax. Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en eins og ég segi, það er búið að vera mikill stígandi hvað þetta varðar hjá okkur og hugafarið verið algjörlega til fyrirmyndar í þessum hópi. Þeir eiga risa stórt hrós skilið fyrir það.“ Skagamenn hafa átt erfitt með að sækja sigra og var því mikill léttir að sigra í dag. Fyrir leikinn höfðu þeir tapað sjö leikjum í röð. „Við höfum verið undanfarnar vikur og í nokkurn tíma núna að vinna í ákveðnum hlutum sem hafa verið að skila okkur fínni frammistöðu á köflum. Þó að það hafi ekki verið að skila okkur sigrum eða stigum þá hefur verið mikill stígandi í okkar leik. Þannig við einbeitum okkur að því að halda þeirri braut áfram og gerðum það vel í dag. Svo skipti öllu máli þessi stuðningur sem við fáum í stúkunni, það hjálpar okkur að snúa þessum herslumun okkur í vil. Það er það sem ræður úrslitum í dag.“
ÍA Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðann sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Leik lokið: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðann sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15