„Veit ekkert hvenær ég brotnaði“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 14:31 Adolf Daði Birgisson hefur fagnað sínum fyrstu þremur mörkum í efstu deild fyrir Stjörnuna í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er mikill skellur en um leið er þetta bara partur af þessu,“ segir Adolf Daði Birgisson, einn af ungu leikmönnum sem slegið hafa gegn í liði Stjörnunnar í Bestu deildinni í sumar. Tímabilinu er lokið hjá honum. Adolf Daði spilaði síðast með Stjörnunni gegn Breiðabliki 7. ágúst en spilar ekki fleiri leiki í ár vegna álagsbrots í ökkla. Ekki er ljóst hvenær beinið brotnaði en sennilega gerðist það áður en Adolf spilaði gegn Blikum: „Ég býst við því en er svo sem ekkert alveg viss. Ég var alla vega búinn að vera aumur í ökklanum. Ég veit ekkert hvenær ég brotnaði en ég var farinn að finna fyrir þessu í lok júlí,“ segir Adolf Daði í samtali við Vísi. „Þetta er álagsbrot í ökklanum. Ég var búinn að finna fyrir þessu frá því í Víkingsleiknum [30. júlí] og spilaði Blikaleikinn. Eftir þann leik gat ég varla stigið í fótinn og úr því að ég var ekkert að jafna mig þá fór ég í myndatöku þar sem brotið kom í ljós,“ segir Adolf Daði sem eins og fyrr segir spilar ekki meira í haust. „Ég er bara frá út tímabilið. Núna snýst þetta um að einbeita sér að því að halda sér í góðu standi og undirbúa mig sem best fyrir næsta tímabil.“ Þessi 18 ára kantmaður getur engu að síður litið til baka á tímabilið í ár með bros á vör því hann hefur stimplað sig rækilega inn í Bestu deildina og meðal annars skorað sín fyrstu þrjú mörk í efstu deild. „Það er geggjað að koma svona inn og búa sér smávegis til sæti í liðinu, kynnast liðsfélögunum betur og deildinni í heild. Þetta var auðvitað upp og niður hvað frammistöður varðar en heilt yfir er ég bara ánægður,“ segir Adolf Daði með báða fætur á jörðinni, þó annar sé brotinn. Besta deild karla Stjarnan Íslenski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Leik lokið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Leik lokið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Adolf Daði spilaði síðast með Stjörnunni gegn Breiðabliki 7. ágúst en spilar ekki fleiri leiki í ár vegna álagsbrots í ökkla. Ekki er ljóst hvenær beinið brotnaði en sennilega gerðist það áður en Adolf spilaði gegn Blikum: „Ég býst við því en er svo sem ekkert alveg viss. Ég var alla vega búinn að vera aumur í ökklanum. Ég veit ekkert hvenær ég brotnaði en ég var farinn að finna fyrir þessu í lok júlí,“ segir Adolf Daði í samtali við Vísi. „Þetta er álagsbrot í ökklanum. Ég var búinn að finna fyrir þessu frá því í Víkingsleiknum [30. júlí] og spilaði Blikaleikinn. Eftir þann leik gat ég varla stigið í fótinn og úr því að ég var ekkert að jafna mig þá fór ég í myndatöku þar sem brotið kom í ljós,“ segir Adolf Daði sem eins og fyrr segir spilar ekki meira í haust. „Ég er bara frá út tímabilið. Núna snýst þetta um að einbeita sér að því að halda sér í góðu standi og undirbúa mig sem best fyrir næsta tímabil.“ Þessi 18 ára kantmaður getur engu að síður litið til baka á tímabilið í ár með bros á vör því hann hefur stimplað sig rækilega inn í Bestu deildina og meðal annars skorað sín fyrstu þrjú mörk í efstu deild. „Það er geggjað að koma svona inn og búa sér smávegis til sæti í liðinu, kynnast liðsfélögunum betur og deildinni í heild. Þetta var auðvitað upp og niður hvað frammistöður varðar en heilt yfir er ég bara ánægður,“ segir Adolf Daði með báða fætur á jörðinni, þó annar sé brotinn.
Besta deild karla Stjarnan Íslenski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Leik lokið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Leik lokið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira