Emil hættur eftir tvö hjartastopp Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 13:30 Emil Pálsson lék sem atvinnumaður í Noregi, með Sandefjord, Sarpsborg og Sogndal. Sandefjord Emil Pálsson lýsti því yfir í dag að knattspyrnuferli sínum væri lokið en ástæðan er sú að hann hefur tvisvar farið í hjartastopp á síðustu misserum. Emil hné fyrst niður í leik með Sogndal í norsku 1. deildinni í fótbolta þann 1. nóvember síðasta vetur, þegar hjarta hans stöðvaðist. Hann þakkaði læknateymi og starfsfólki Sogndal það að hafa bjargað lífi sínu. Emil virtist svo hafa jafnað sig og var byrjaður að æfa fótbolta með sínu gamla liði FH þegar hann fór aftur í hjartastopp, í maí síðastliðnum. Emil, sem er 29 ára, hóf ferilinn heima á Ísafirði með BÍ/Bolungarvík en fór þaðan til FH þar sem hann lék frá 2011-2017, með viðkomu hjá Fjölni fyrri hluta leiktíðarinnar 2015. Það ár var hann valinn leikmaður ársins í efstu deild hér á landi. Stoltur af ferlinum og naut hverrar mínútu Í yfirlýsingu á Instagram í dag segir Emil það vissulega erfitt að hætta í fótbolta en að heilsan verði að vera í forgangi. Hann skrifaði, í lauslegri þýðingu blaðamanns: „Eftir tvö hjartastopp á sex mánaða tímabili hef ég ákveðið að ferli mínum sem fótboltamaður sé lokið. Fótbolti hefur alltaf verið stærsta ástríðan í lífi mínu og ég er stoltur af þeim ferli sem ég átti. Það eru forréttindi að spila sem atvinnumaður og ég naut hverrar mínútu. Það er erfitt að hætta í íþróttinni á þessum tímapunkti en heilsan hefur alltaf verið í forgangi. Ég vil þakka sérstaklega liðsfélögum mínum, sem margir eru orðnir að nánustu vinum mínum í dag, og þjálfurum og starfsfólki fyrir að hafa trú á mér.“ View this post on Instagram A post shared by Emil Pa lsson (@emilpals) Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Emil hné fyrst niður í leik með Sogndal í norsku 1. deildinni í fótbolta þann 1. nóvember síðasta vetur, þegar hjarta hans stöðvaðist. Hann þakkaði læknateymi og starfsfólki Sogndal það að hafa bjargað lífi sínu. Emil virtist svo hafa jafnað sig og var byrjaður að æfa fótbolta með sínu gamla liði FH þegar hann fór aftur í hjartastopp, í maí síðastliðnum. Emil, sem er 29 ára, hóf ferilinn heima á Ísafirði með BÍ/Bolungarvík en fór þaðan til FH þar sem hann lék frá 2011-2017, með viðkomu hjá Fjölni fyrri hluta leiktíðarinnar 2015. Það ár var hann valinn leikmaður ársins í efstu deild hér á landi. Stoltur af ferlinum og naut hverrar mínútu Í yfirlýsingu á Instagram í dag segir Emil það vissulega erfitt að hætta í fótbolta en að heilsan verði að vera í forgangi. Hann skrifaði, í lauslegri þýðingu blaðamanns: „Eftir tvö hjartastopp á sex mánaða tímabili hef ég ákveðið að ferli mínum sem fótboltamaður sé lokið. Fótbolti hefur alltaf verið stærsta ástríðan í lífi mínu og ég er stoltur af þeim ferli sem ég átti. Það eru forréttindi að spila sem atvinnumaður og ég naut hverrar mínútu. Það er erfitt að hætta í íþróttinni á þessum tímapunkti en heilsan hefur alltaf verið í forgangi. Ég vil þakka sérstaklega liðsfélögum mínum, sem margir eru orðnir að nánustu vinum mínum í dag, og þjálfurum og starfsfólki fyrir að hafa trú á mér.“ View this post on Instagram A post shared by Emil Pa lsson (@emilpals)
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira