„Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 21:48 Óskar hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn á Fram í dag Vísir/Vilhelm „Ég er mjög sáttur. Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan. Það er mjög gott og við erum á góðu skriði. Þeir eru auðvitað ósigraðir síðan að þeir komu hingað í Úlfarsárdal, þennan glæsilega heimavöll, þannig að ég er bara ánægður,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 sigur á Fram í kvöld. „Mér fannst frá fyrstu mínútu, við hafa góða stjórn á leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega, við gáfum fá færi á okkur. Það vantaði kannski í fyrri hálfleik aðeins upp á gæðin síðasta þriðjunginn, síðasta sendingin og einhvernvegin síðasta skotið, það vantaði aðeins upp á það. Mér fannst þetta öguð og góð frammistaða og ég held að það hafi skilað þessu.“ Það vantaði fjóra lykilleikmenn hjá Breiðabliki í dag en þeir Damir Muminovic, Dagur Dan Þórhallsson og Gísli Eyjólfsson voru í banni en einnig vantaði Kristinn Steindórsson. Það kom ekki að sök og sagði Óskar það mikilvægt að það komi maður í manns stað og nái að koma með sitt framlag inn í hópinn. „Í þessum hóp kemur maður í manns stað og ég var mjög sáttur við framlagið hjá öllum. Við fáum Ísak Snæ inn og Sölvi Snær kemur inn og skorar fyrra markið. Mikkel Qvist skiptir við Elfar í hálfleik. Það eru allir að koma með sitt að borðinu og það er gríðarlega mikilvægt. Það er búið að vera mikið um leiki og það er mikilvægt að sem flestir nái einhvernvegin að koma með sitt inn í liðið og inn í hópinn. Mér finnst það svo sannarlega hafa verið raunin að undanförnu. Svo fáum við þá inn, Damir, Dag, Gísla og Kidda Steindórs í næsta leik, að vísu missum við Viktorana tvo, Viktor Örn og Viktor Karl í bann en þetta jafnast einhvernvegin út. Svona verður þetta þangað til að mótinu líkur, þetta er langt mót og menn munu fara í bann og menn munu meiðast og þá reynir á hópinn. Þá þurfa menn að taka við keflinu.“ Óskar vill að strákarnir komi sér niður á jörðina fyrir leikinn á móti Leikni og hafi hjartað á réttum stað. „Ég vil að þeir komi sér niður á jörðina og undirbúi sig fyrir erfiðan leik á móti Leikni sem að ég held að hafi unnið góðan sigur á KR í kvöld. Það verður mjög erfiður leikur eins og allir leikir eru og það þarf að sjá til þess að spennustigið sé rétt og hausinn hreinn og hjartað á réttum stað, þá verðum við bara fínir.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-Breiðablik 0-2| Blikar fyrsti til að vinna Framara í Úlfarsárdal Fram tók á móti Breiðablik í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram hafði ekki fyrir leikinn tapað leik á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, tókst hinsvegar að breyta því og vann 2-0. 22. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
„Mér fannst frá fyrstu mínútu, við hafa góða stjórn á leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega, við gáfum fá færi á okkur. Það vantaði kannski í fyrri hálfleik aðeins upp á gæðin síðasta þriðjunginn, síðasta sendingin og einhvernvegin síðasta skotið, það vantaði aðeins upp á það. Mér fannst þetta öguð og góð frammistaða og ég held að það hafi skilað þessu.“ Það vantaði fjóra lykilleikmenn hjá Breiðabliki í dag en þeir Damir Muminovic, Dagur Dan Þórhallsson og Gísli Eyjólfsson voru í banni en einnig vantaði Kristinn Steindórsson. Það kom ekki að sök og sagði Óskar það mikilvægt að það komi maður í manns stað og nái að koma með sitt framlag inn í hópinn. „Í þessum hóp kemur maður í manns stað og ég var mjög sáttur við framlagið hjá öllum. Við fáum Ísak Snæ inn og Sölvi Snær kemur inn og skorar fyrra markið. Mikkel Qvist skiptir við Elfar í hálfleik. Það eru allir að koma með sitt að borðinu og það er gríðarlega mikilvægt. Það er búið að vera mikið um leiki og það er mikilvægt að sem flestir nái einhvernvegin að koma með sitt inn í liðið og inn í hópinn. Mér finnst það svo sannarlega hafa verið raunin að undanförnu. Svo fáum við þá inn, Damir, Dag, Gísla og Kidda Steindórs í næsta leik, að vísu missum við Viktorana tvo, Viktor Örn og Viktor Karl í bann en þetta jafnast einhvernvegin út. Svona verður þetta þangað til að mótinu líkur, þetta er langt mót og menn munu fara í bann og menn munu meiðast og þá reynir á hópinn. Þá þurfa menn að taka við keflinu.“ Óskar vill að strákarnir komi sér niður á jörðina fyrir leikinn á móti Leikni og hafi hjartað á réttum stað. „Ég vil að þeir komi sér niður á jörðina og undirbúi sig fyrir erfiðan leik á móti Leikni sem að ég held að hafi unnið góðan sigur á KR í kvöld. Það verður mjög erfiður leikur eins og allir leikir eru og það þarf að sjá til þess að spennustigið sé rétt og hausinn hreinn og hjartað á réttum stað, þá verðum við bara fínir.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-Breiðablik 0-2| Blikar fyrsti til að vinna Framara í Úlfarsárdal Fram tók á móti Breiðablik í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram hafði ekki fyrir leikinn tapað leik á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, tókst hinsvegar að breyta því og vann 2-0. 22. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Leik lokið: Fram-Breiðablik 0-2| Blikar fyrsti til að vinna Framara í Úlfarsárdal Fram tók á móti Breiðablik í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram hafði ekki fyrir leikinn tapað leik á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, tókst hinsvegar að breyta því og vann 2-0. 22. ágúst 2022 21:15
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti