„Erfiðasta símtal sem ég hef átt“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 08:01 María Þórisdóttir var í liði Noregs á EM í Englandi en fær ekki að spila næstu leiki liðsins. Getty/Marcio Machado María Þórisdóttir er í öngum sínum eftir valið á norska landsliðshópnum í fótbolta fyrir komandi leiki í undankeppni HM. María, sem er 29 ára gömul, á að baki 63 A-landsleiki og var í byrjunarliði Noregs þegar liðið hóf keppni á EM í Englandi fyrr í sumar. Í gær var hins vegar ekki einu sinni pláss fyrir hana í 22 manna landsliðshópi sem Hege Riise, nýr landsliðsþjálfari, valdi fyrir komandi leiki við Belgíu og Albaníu. María er miðvörður Manchester United og íslensk í aðra ættina því hún er dóttir handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar. Hún fór ekki í grafgötur með það hve erfitt hefði verið að kyngja því að hún hefði ekki verið valin í landsliðið: „Það er ekkert launungarmál að þetta er versta símtal sem ég hef átt,“ sagði María við TV 2. „Ég er ótrúlega svekkt og þetta er afskaplega sárt. Það hefur ofboðslega mikla þýðingu fyrir mig að spila fyrir Noreg og ég vil meina að ég hafi eitthvað fram að færa fyrir landsliðið,“ sagði María. Vilde Bøe Risa, samherji Maríu hjá United, er heldur ekki í norska hópnum og alls var fimm leikmönnum skipt út frá því á EM í sumar. Evrópumótið var mikil vonbrigði fyrir Noreg en liðið féll þar úr leik í riðlakeppninni eftir að hafa meðal annars tapað 8-0 fyrir verðandi Evrópumeisturum Englands. Það gæti nú hafa verið síðasti landsleikur Maríu á ferlinum. Fótbolti EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
María, sem er 29 ára gömul, á að baki 63 A-landsleiki og var í byrjunarliði Noregs þegar liðið hóf keppni á EM í Englandi fyrr í sumar. Í gær var hins vegar ekki einu sinni pláss fyrir hana í 22 manna landsliðshópi sem Hege Riise, nýr landsliðsþjálfari, valdi fyrir komandi leiki við Belgíu og Albaníu. María er miðvörður Manchester United og íslensk í aðra ættina því hún er dóttir handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar. Hún fór ekki í grafgötur með það hve erfitt hefði verið að kyngja því að hún hefði ekki verið valin í landsliðið: „Það er ekkert launungarmál að þetta er versta símtal sem ég hef átt,“ sagði María við TV 2. „Ég er ótrúlega svekkt og þetta er afskaplega sárt. Það hefur ofboðslega mikla þýðingu fyrir mig að spila fyrir Noreg og ég vil meina að ég hafi eitthvað fram að færa fyrir landsliðið,“ sagði María. Vilde Bøe Risa, samherji Maríu hjá United, er heldur ekki í norska hópnum og alls var fimm leikmönnum skipt út frá því á EM í sumar. Evrópumótið var mikil vonbrigði fyrir Noreg en liðið féll þar úr leik í riðlakeppninni eftir að hafa meðal annars tapað 8-0 fyrir verðandi Evrópumeisturum Englands. Það gæti nú hafa verið síðasti landsleikur Maríu á ferlinum.
Fótbolti EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira