Tilboð PSG í Berglindi of gott til að hafna Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 09:15 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki sínu gegn Belgíu á EM í sumar. Getty/Jan Kruger Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur verið seld frá Noregsmeisturum Brann til franska stórveldisins PSG. Brann staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag: „PSG kom með tilboð sem við gátum ekki hafnað. Því miður hefur hún ekki getað spilað eins mikið fyrir okkur og við vildum vegna meiðsla, en við óskum henni velfarnaðar,“ sagði Olli Harder, yfirþjálfari hjá Brann. PSG hefur verið í hópi bestu liða Evrópu undanfarin ár og verið eina liðið sem veitt hefur Lyon keppni í frönsku deildinni. PSG varð Frakklandsmeistari vorið 2021 en endaði í 2. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir samanlegt 5-3 tap gegn Lyon. Lykke til videre, Berglind!https://t.co/OM2HXbLo1v— SK Brann Kvinner (@skbrannkvinner) August 24, 2022 Berglind kom til Brann frá Hammarby í janúar og skrifaði undir samning sem gilda átti út árið 2023. Eins og Harder benti á spilaði hún ekki mikið fyrir Brann í sumar. Hún var aðeins í byrjunarliðinu í þremur deildarleikjum á tímabilinu. Berglind var aftur á móti aðalframherji Íslands á Evrópumótinu í Englandi í júlí og skoraði eitt mark, í 1-1 jafnteflinu gegn Belgum. Berglind snýr þar með aftur til Frakklands eftir að hafa spilað þar með Le Havre tímabilið 2020-21. Hun hefur einnig leikið á Ítalíu og í Hollandi sem atvinnumaður, en með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi auk þess að spila með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum. Berglind er þrítug og á að baki 66 A-landsleiki, og hefur skorað í þeim tólf mörk. Hún er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi 2. og 6. september, í síðustu leikjunum í undankeppni HM þar sem Ísland á möguleika á að vinna sér inn HM-sæti í fyrsta sinn. Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sjá meira
Brann staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag: „PSG kom með tilboð sem við gátum ekki hafnað. Því miður hefur hún ekki getað spilað eins mikið fyrir okkur og við vildum vegna meiðsla, en við óskum henni velfarnaðar,“ sagði Olli Harder, yfirþjálfari hjá Brann. PSG hefur verið í hópi bestu liða Evrópu undanfarin ár og verið eina liðið sem veitt hefur Lyon keppni í frönsku deildinni. PSG varð Frakklandsmeistari vorið 2021 en endaði í 2. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir samanlegt 5-3 tap gegn Lyon. Lykke til videre, Berglind!https://t.co/OM2HXbLo1v— SK Brann Kvinner (@skbrannkvinner) August 24, 2022 Berglind kom til Brann frá Hammarby í janúar og skrifaði undir samning sem gilda átti út árið 2023. Eins og Harder benti á spilaði hún ekki mikið fyrir Brann í sumar. Hún var aðeins í byrjunarliðinu í þremur deildarleikjum á tímabilinu. Berglind var aftur á móti aðalframherji Íslands á Evrópumótinu í Englandi í júlí og skoraði eitt mark, í 1-1 jafnteflinu gegn Belgum. Berglind snýr þar með aftur til Frakklands eftir að hafa spilað þar með Le Havre tímabilið 2020-21. Hun hefur einnig leikið á Ítalíu og í Hollandi sem atvinnumaður, en með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi auk þess að spila með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum. Berglind er þrítug og á að baki 66 A-landsleiki, og hefur skorað í þeim tólf mörk. Hún er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi 2. og 6. september, í síðustu leikjunum í undankeppni HM þar sem Ísland á möguleika á að vinna sér inn HM-sæti í fyrsta sinn.
Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sjá meira