Fjárfestingar í hærri vöxtum og verðbólgu Kristín Hildur Ragnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 08:01 Á dögunum héldum við kollegi minn Björn Berg erindi um fjárfestingar á verðbólgutímum á fundi Ungra fjárfesta. Umhverfi til fjárfestinga hefur tekið heilmiklum breytingum að undanförnu vegna alls þess sem gengið hefur á, allt frá miklum vaxtahækkunum til mestu verðbólgu í áraraðir og stríðsátaka. Við þær aðstæður er eðlilegt að fjárfestar og sparifjáreigendur spyrji sig hvernig í ósköpunum sé best að geyma fé í dag. Þróunin að undanförnu Núverandi verðbólguskot byrjaði að gera vart við sig árið 2021 en í apríl í fyrra mældist verðbólga 4,6% og hafði ekki mælst meiri í 8 ár. Stýrivextir voru hækkaðir í kjölfarið mánuði seinna eftir talsverðar lækkanir þeirra í aðdraganda og meðan á Covid stóð. Þegar árið 2022 gekk í garð lækkuðu hlutabréfamarkaðir um allan heim. Sagan sýnir að janúar reynist fjárfestum oft góður mánuður en þá virðist fólk ekki eingöngu taka mataræðið og hreyfinguna í gegn heldur einnig fjármálin en þetta árið fengu fjárfestar aldeilis ekki þá ávöxtun sem þeir vonuðust eftir. Í febrúar réðust Rússar inn í Úkraínu. Slíkir atburðir geta haft umtalsverð áhrif á markaði í heild sinni og þar að auki er Evrópa mjög háð Rússum á ýmsum sviðum. Nokkrum mánuðum eftir upphaf innrásarinnar virðist ekkert lát á henni og verðbólga er orðin þrálát nánast hvert sem litið er, ekki bara hér á Íslandi. Þetta hefur haft veruleg áhrif. Nú síðari hluta ágúst hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 17% frá áramótum, verðbólga mælist 9,9% og stýrivextir eru komnir í 4,75%. Allt önnur staða Við erum að stíga úr lágvaxtaumhverfi þar sem margir stigu sín fyrstu skref á hlutabréfamarkaði. Áhættuþol fjárfesta var oft meira og fjárfestingarákvarðanir auðveldari. Fyrirsagnir eins og „Af hverju eru allir og amma þeirra að kaupa hlutabréf?“ eða „Allt grænt á íslenskum hlutabréfamörkuðum“ mátti sjá í blöðum síðasta árs og endurspegla líklega að við vorum ansi góðu vön. Á komandi tímum verður erfiðara að ávaxta sparnaðinn og mögulega kominn tími til að endurskoða eignasafnið. Þegar markaðir eru í niðursveiflu víkur athygli fjárfesta oft frá stökum hlutabréfum til stöðugri fjárfestingakosta. Ef svo vill til að við séum með auka fjármagn á milli handanna er ekki ólíklegt að við lítum til kosta á borð við að leggja aukalega inn á fasteignalán. Vaxtastig óverðtryggðra lána hefur farið hækkandi með tilheyrandi hækkun á greiðslubyrði og verðtryggðu lánin hafa þanist út í verðbólgunni. Með því að greiða inn á lán getum við dregið úr áhrifum þessa. Auk þess líta fjárfestar oft á verðtryggð skuldabréf við aðstæður sem þessar, ef ætlunin er að vernda kaupmátt fjármuna til lengri tíma. Þess skal þó getið að skuldabréf geta sveiflast talsvert í verði og mikilvægt er að kynna sér þau vel áður en fjárfest er. En hvað með hlutabréfamarkaðinn? Þegar kreppir að líta sumir fjárfestar til fyrirtækja sem greiða reglulega arð í von um ávöxtun úr þeirri áttinni óháð markaðsaðstæðum. Aðrir fara jafnvel að velta fyrir sér nýjum kostum sem hafa mögulega ekki verið í eignasafninu síðustu ár eins og gulli, öðrum hrávörum eða jafnvel gjaldmiðlum. Leitinni að ávöxtun lýkur ekki þó hlutabréfamarkaðir gefi eftir en hún verður vissulega erfiðari og þá borgar sig að kynna sér málin vel, læra að meta hina ýmsu fjárfestingarkosti og gera breytingar þegar ástæða þykir til. Sókn í grænar fjárfestingar? Að lokum er vert að minnast á grænar fjárfestingar, sem orðið hafa fyrir miklum beinum áhrifum af innrás Rússa í Úkraínu. Ljóst er að Evrópa mun veita miklu fjármagni í þróun endurnýjanlegra orkugjafa og gæti aðgengi fyrirtækja að fjármagni á því sviði orðið betra en oft áður. Tiltölulega nýlega hafa slíkar fjárfestingar orðið aðgengilegri almennum fjárfestum hér á landi í gegnum græna sjóði. Bjartara framundan? Eðlilega er hætt við að okkur virðist útlitið heldur svart við aðstæður sem þessar en það glittir þó mögulega í bjartari tíð. Íslenski markaðurinn verður færður upp um flokk hjá vísitölufyrirtækinu FTSE í september sem gæti aukið eftirspurn með tilheyrandi innflæði fjármagns, greiningaraðilar telja að við séum að ná toppnum í verðbólgunni, ferðamennirnir eru farnir að streyma til landsins með vasa fulla af gjaldeyri og búist er við hægari hækkunum íbúðaverðs. Það er auðvitað engin leið að vita hvert þetta stefnir allt saman en þó er ljóst að óvissan hefur sjaldan verið meiri. Það gerir viðfangsefni fjárfesta erfiðara en oft áður en alls ekki ómögulegt. Höfundur er sérfræðingur í vöruþróun í fjárfestingum hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kauphöllin Íslenskir bankar Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á dögunum héldum við kollegi minn Björn Berg erindi um fjárfestingar á verðbólgutímum á fundi Ungra fjárfesta. Umhverfi til fjárfestinga hefur tekið heilmiklum breytingum að undanförnu vegna alls þess sem gengið hefur á, allt frá miklum vaxtahækkunum til mestu verðbólgu í áraraðir og stríðsátaka. Við þær aðstæður er eðlilegt að fjárfestar og sparifjáreigendur spyrji sig hvernig í ósköpunum sé best að geyma fé í dag. Þróunin að undanförnu Núverandi verðbólguskot byrjaði að gera vart við sig árið 2021 en í apríl í fyrra mældist verðbólga 4,6% og hafði ekki mælst meiri í 8 ár. Stýrivextir voru hækkaðir í kjölfarið mánuði seinna eftir talsverðar lækkanir þeirra í aðdraganda og meðan á Covid stóð. Þegar árið 2022 gekk í garð lækkuðu hlutabréfamarkaðir um allan heim. Sagan sýnir að janúar reynist fjárfestum oft góður mánuður en þá virðist fólk ekki eingöngu taka mataræðið og hreyfinguna í gegn heldur einnig fjármálin en þetta árið fengu fjárfestar aldeilis ekki þá ávöxtun sem þeir vonuðust eftir. Í febrúar réðust Rússar inn í Úkraínu. Slíkir atburðir geta haft umtalsverð áhrif á markaði í heild sinni og þar að auki er Evrópa mjög háð Rússum á ýmsum sviðum. Nokkrum mánuðum eftir upphaf innrásarinnar virðist ekkert lát á henni og verðbólga er orðin þrálát nánast hvert sem litið er, ekki bara hér á Íslandi. Þetta hefur haft veruleg áhrif. Nú síðari hluta ágúst hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 17% frá áramótum, verðbólga mælist 9,9% og stýrivextir eru komnir í 4,75%. Allt önnur staða Við erum að stíga úr lágvaxtaumhverfi þar sem margir stigu sín fyrstu skref á hlutabréfamarkaði. Áhættuþol fjárfesta var oft meira og fjárfestingarákvarðanir auðveldari. Fyrirsagnir eins og „Af hverju eru allir og amma þeirra að kaupa hlutabréf?“ eða „Allt grænt á íslenskum hlutabréfamörkuðum“ mátti sjá í blöðum síðasta árs og endurspegla líklega að við vorum ansi góðu vön. Á komandi tímum verður erfiðara að ávaxta sparnaðinn og mögulega kominn tími til að endurskoða eignasafnið. Þegar markaðir eru í niðursveiflu víkur athygli fjárfesta oft frá stökum hlutabréfum til stöðugri fjárfestingakosta. Ef svo vill til að við séum með auka fjármagn á milli handanna er ekki ólíklegt að við lítum til kosta á borð við að leggja aukalega inn á fasteignalán. Vaxtastig óverðtryggðra lána hefur farið hækkandi með tilheyrandi hækkun á greiðslubyrði og verðtryggðu lánin hafa þanist út í verðbólgunni. Með því að greiða inn á lán getum við dregið úr áhrifum þessa. Auk þess líta fjárfestar oft á verðtryggð skuldabréf við aðstæður sem þessar, ef ætlunin er að vernda kaupmátt fjármuna til lengri tíma. Þess skal þó getið að skuldabréf geta sveiflast talsvert í verði og mikilvægt er að kynna sér þau vel áður en fjárfest er. En hvað með hlutabréfamarkaðinn? Þegar kreppir að líta sumir fjárfestar til fyrirtækja sem greiða reglulega arð í von um ávöxtun úr þeirri áttinni óháð markaðsaðstæðum. Aðrir fara jafnvel að velta fyrir sér nýjum kostum sem hafa mögulega ekki verið í eignasafninu síðustu ár eins og gulli, öðrum hrávörum eða jafnvel gjaldmiðlum. Leitinni að ávöxtun lýkur ekki þó hlutabréfamarkaðir gefi eftir en hún verður vissulega erfiðari og þá borgar sig að kynna sér málin vel, læra að meta hina ýmsu fjárfestingarkosti og gera breytingar þegar ástæða þykir til. Sókn í grænar fjárfestingar? Að lokum er vert að minnast á grænar fjárfestingar, sem orðið hafa fyrir miklum beinum áhrifum af innrás Rússa í Úkraínu. Ljóst er að Evrópa mun veita miklu fjármagni í þróun endurnýjanlegra orkugjafa og gæti aðgengi fyrirtækja að fjármagni á því sviði orðið betra en oft áður. Tiltölulega nýlega hafa slíkar fjárfestingar orðið aðgengilegri almennum fjárfestum hér á landi í gegnum græna sjóði. Bjartara framundan? Eðlilega er hætt við að okkur virðist útlitið heldur svart við aðstæður sem þessar en það glittir þó mögulega í bjartari tíð. Íslenski markaðurinn verður færður upp um flokk hjá vísitölufyrirtækinu FTSE í september sem gæti aukið eftirspurn með tilheyrandi innflæði fjármagns, greiningaraðilar telja að við séum að ná toppnum í verðbólgunni, ferðamennirnir eru farnir að streyma til landsins með vasa fulla af gjaldeyri og búist er við hægari hækkunum íbúðaverðs. Það er auðvitað engin leið að vita hvert þetta stefnir allt saman en þó er ljóst að óvissan hefur sjaldan verið meiri. Það gerir viðfangsefni fjárfesta erfiðara en oft áður en alls ekki ómögulegt. Höfundur er sérfræðingur í vöruþróun í fjárfestingum hjá Íslandsbanka.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar