Aron Mola og Sigrún Ósk verða kynnar Idolsins Elísabet Hanna skrifar 25. ágúst 2022 17:00 Aron og Sigrún eru spennt fyrir haustinu. Stöð 2 Loksins er orðið ljóst hvaða einstaklingar sjá um að halda uppi fjörinu á Idol sviðinu á Stöð 2 í haust. Það eru þau Aron Már Ólafsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fara með það stóra hlutverk að vera kynnar í Idol líkt og Simmi og Jói hér forðum. Feta í fótspor Simma og Jóa „Það er gríðarlega mikill heiður fyrir mig að fá hlutverk kynnis í jafnstórum þætti og Idolið er,“ segir leikarinn Aron Már í samtali við Lífið á Vísi. „Sjálfur ólst ég upp við Idol-æðið sem reið yfir Íslendinga fyrir tæpum tuttugu árum síðan og horfði á alla þættina sem lítill strákur. Aldrei hefði mér dottið í hug að einn daginn myndi ég stíga í sömu spor og Simmi og Jói stigu á sínum tíma,“ segir hann um þær fjórar seríur sem sýndar voru á Stöð 2 á árunum 2003 til 2009. View this post on Instagram A post shared by Aron Ma r O lafsson (@aronmola) Sigrún Ósk tekur í sama streng: „Ég hlakka mjög mikið til að fá að taka þátt í þessu Idol ævintýri enda aðdáandi þáttanna til margra ára. Það er eitthvað við það að uppgötva nýtt hæfileikafólk og sjá það stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu með öllum þeim taugatitringi sem því fylgir. Ég held það sé líka kominn tími á svona þátt, það er langt síðan síðast og maður veit að það leynist alls staðar fólk sem kann að syngja.“ Með þungavigtarbeltið í dagskrárgerð Aron er einnig spenntur að takast á við verkefnið með Sigrúnu sér við hlið. „Það er mikill heiður að Sigrún Ósk sé með mér í þessu og eiginlega nauðsynlegt þar sem hún er með þungavigtarbeltið í dagskrárgerð,“ segir Aron um Sigrúnu sem hefur meðal annars hlotið Edduverðlaunin fyrir störf sín í sjónvarpi. „Ég held að þetta teymi geti ekki klikkað. Ef það gerist býst ég fastlega við því að það verði þá ég. Ég er mjög spenntur fyrir þessu tækifæri og hlakka til að halda á þessu stóra hjarta með öllum þeim sem munu taka þátt,“ segir Aron að lokum í glensi. Sigrún gefur dómnefndinni fimm stjörnur og segir reynslu mikið fólk á bak við tjöldin og að öllu verði tjaldað til við gerð þáttanna. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur meðal annars unnið Eddu verðlaunin fyrir störf sín í dagskrárgerð.Vísir/Vilhelm Spennt að sjá Aron í nýju hlutverki Sigrún sér aðeins einn galla við það að vera kynnir í þáttunum. „Það verður spennandi að sjá Aron Mola í nýju hlutverki. Eiginlega finnst mér eini gallinn við að vera með að geta ekki notið þess að horfa í sófanum heima! Maður er alltaf svo þakklátur fyrir allt sem fjölskyldan getur sameinast í að horfa á. Næst á dagskrá eru dómaraprufurnar Í síðustu viku kláruðust framleiðendur þáttanna hringferð sína um landið og lokað hefur verið fyrir rafræna skráningu. Næst á dagskrá eru því dómaraprufur sem hefjast í september og beinar útsendingar af keppninni í framhaldi af því. Keppendur í ár eru á aldrinum á aldrinum 16 til 30 ára. Líkt og áður hefur verið greint frá sitja þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Herra Hnetusmjör í dómnefndinni. Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst Haraldsson, Bríet og Herra Hnetusmjör skipa dómnefnd Idolsins á Stöð 2.Stöð 2 Idol Tengdar fréttir Idol leitar að stjörnu í Reykjavík Framleiðendur Idolsins hafa verið á leið sinni um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Síðasta stoppið er Reykjavík þar sem prufur fara fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 13:00. Jafnframt er þetta síðasti dagurinn þar sem hægt er að senda inn prufur í rafrænu formi. 20. ágúst 2022 10:01 Daníel Ágúst er fjórði Idol-dómarinn Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 23. júní 2022 07:01 Stöð 2 leitar að næstu Idol-stjörnu Íslands Stöð 2 hefur í dag leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 10. júní 2022 15:17 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Feta í fótspor Simma og Jóa „Það er gríðarlega mikill heiður fyrir mig að fá hlutverk kynnis í jafnstórum þætti og Idolið er,“ segir leikarinn Aron Már í samtali við Lífið á Vísi. „Sjálfur ólst ég upp við Idol-æðið sem reið yfir Íslendinga fyrir tæpum tuttugu árum síðan og horfði á alla þættina sem lítill strákur. Aldrei hefði mér dottið í hug að einn daginn myndi ég stíga í sömu spor og Simmi og Jói stigu á sínum tíma,“ segir hann um þær fjórar seríur sem sýndar voru á Stöð 2 á árunum 2003 til 2009. View this post on Instagram A post shared by Aron Ma r O lafsson (@aronmola) Sigrún Ósk tekur í sama streng: „Ég hlakka mjög mikið til að fá að taka þátt í þessu Idol ævintýri enda aðdáandi þáttanna til margra ára. Það er eitthvað við það að uppgötva nýtt hæfileikafólk og sjá það stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu með öllum þeim taugatitringi sem því fylgir. Ég held það sé líka kominn tími á svona þátt, það er langt síðan síðast og maður veit að það leynist alls staðar fólk sem kann að syngja.“ Með þungavigtarbeltið í dagskrárgerð Aron er einnig spenntur að takast á við verkefnið með Sigrúnu sér við hlið. „Það er mikill heiður að Sigrún Ósk sé með mér í þessu og eiginlega nauðsynlegt þar sem hún er með þungavigtarbeltið í dagskrárgerð,“ segir Aron um Sigrúnu sem hefur meðal annars hlotið Edduverðlaunin fyrir störf sín í sjónvarpi. „Ég held að þetta teymi geti ekki klikkað. Ef það gerist býst ég fastlega við því að það verði þá ég. Ég er mjög spenntur fyrir þessu tækifæri og hlakka til að halda á þessu stóra hjarta með öllum þeim sem munu taka þátt,“ segir Aron að lokum í glensi. Sigrún gefur dómnefndinni fimm stjörnur og segir reynslu mikið fólk á bak við tjöldin og að öllu verði tjaldað til við gerð þáttanna. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur meðal annars unnið Eddu verðlaunin fyrir störf sín í dagskrárgerð.Vísir/Vilhelm Spennt að sjá Aron í nýju hlutverki Sigrún sér aðeins einn galla við það að vera kynnir í þáttunum. „Það verður spennandi að sjá Aron Mola í nýju hlutverki. Eiginlega finnst mér eini gallinn við að vera með að geta ekki notið þess að horfa í sófanum heima! Maður er alltaf svo þakklátur fyrir allt sem fjölskyldan getur sameinast í að horfa á. Næst á dagskrá eru dómaraprufurnar Í síðustu viku kláruðust framleiðendur þáttanna hringferð sína um landið og lokað hefur verið fyrir rafræna skráningu. Næst á dagskrá eru því dómaraprufur sem hefjast í september og beinar útsendingar af keppninni í framhaldi af því. Keppendur í ár eru á aldrinum á aldrinum 16 til 30 ára. Líkt og áður hefur verið greint frá sitja þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Herra Hnetusmjör í dómnefndinni. Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst Haraldsson, Bríet og Herra Hnetusmjör skipa dómnefnd Idolsins á Stöð 2.Stöð 2
Idol Tengdar fréttir Idol leitar að stjörnu í Reykjavík Framleiðendur Idolsins hafa verið á leið sinni um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Síðasta stoppið er Reykjavík þar sem prufur fara fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 13:00. Jafnframt er þetta síðasti dagurinn þar sem hægt er að senda inn prufur í rafrænu formi. 20. ágúst 2022 10:01 Daníel Ágúst er fjórði Idol-dómarinn Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 23. júní 2022 07:01 Stöð 2 leitar að næstu Idol-stjörnu Íslands Stöð 2 hefur í dag leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 10. júní 2022 15:17 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Idol leitar að stjörnu í Reykjavík Framleiðendur Idolsins hafa verið á leið sinni um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Síðasta stoppið er Reykjavík þar sem prufur fara fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 13:00. Jafnframt er þetta síðasti dagurinn þar sem hægt er að senda inn prufur í rafrænu formi. 20. ágúst 2022 10:01
Daníel Ágúst er fjórði Idol-dómarinn Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 23. júní 2022 07:01
Stöð 2 leitar að næstu Idol-stjörnu Íslands Stöð 2 hefur í dag leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 10. júní 2022 15:17