Svona virkar úrslitakeppnin: Fjórskipt barátta í lokin Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 09:00 Breiðablik er með pálmann í höndunum fyrir lokakaflann í Bestu deildinni en allt getur gerst í úrslitakeppninni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Harkaleg fallbarátta, hnífjöfn keppni um Evrópupeninga og slagurinn um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn er það sem er fram undan í Bestu deild karla í fótbolta nú þegar styttist í fyrstu úrslitakeppnina í sögu efstu deildar á Íslandi. Aðeins fjórar umferðir eru eftir af hefðbundnu deildakeppninni en að þeim loknum verður deildinni skipt í tvennt; efri og neðri hluta, og leiknar fimm aukaumferðir. Liðin sem lenda í neðri hlutanum geta þá best náð 7. sæti en liðin sem enda í efri hlutanum í versta falli endað í 6. sæti. Þetta þýðir að baráttan í á lokasprettinum er fjórskipt. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn, Evrópusætin, sæti í efri helmingi deildarinnar og um áframhaldandi sæti í efstu deild. Staðan í Bestu deild karla þegar fjórar umferðir og frestaður leikur Víkings og Leiknis eru eftir fram að úrslitakeppni. Eftir þessa leiki verður deildinni skipt í tvo hluta.ksi.is Svona raðast leikirnir í úrslitakeppninni. Liðið í 1. sæti áður en hún hefst leikur til dæmis heimaleiki við liðin í 6., 5. og 2. sæti, en útileiki við 3. og 4. sæti. Liðin taka með sér þann stigafjölda sem þau hafa þegar náð inn í úrslitakeppnina. Í efri hlutanum leika svo liðin sem enda í 1., 2. og 3. sæti þrjá heimaleiki og tvo útileiki hvert, en hin þrjú liðin leika þrjá útileiki og tvo heimaleiki. Hreinn úrslitaleikur í lokin? Liðið sem endar efst fyrir úrslitakeppnina spilar til dæmis heimaleiki sína við liðin sem voru þá í 6. og 5. sæti, en útileiki við 3. og 4. sæti, og endar svo á að mæta liðinu úr 2. sæti í lokaumferðinni. Það gæti því mögulega orðið hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. Að sama skapi verður það þannig í neðri hlutanum að liðin í 7.-9. sæti fá einum fleiri heimaleiki en hin þrjú liðin. Hér að neðan er blaðamaður búinn að skipta deildinni upp í þrennt, fyrir baráttuna á lokakaflanum, en auðvitað getur enn allt gerst og lið komist í aðra baráttu en hér segir. Baráttan um efstu sætin Fjögur efstu liðin í deildinni eru líklegust til að landa Íslandsmeistaratitlinum eða Evrópusæti.ksi.is Blikar eru með pálmann í höndunum á toppnum og með sex stiga forskot á KA. Þó að Víkingar fengju þrjú stig gegn Leikni í frestuðum leik yrðu þeir enn sjö stigum á eftir Blikum. Toppbaráttan snýst hins vegar einnig um Evrópusætin, sem annað hvort verða tvö eða þrjú. Það veltur á sigurvegara bikarkeppninnar. Ef að Breiðablik, Víkingur eða KA vinnur bikarinn og endar í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar mun 3. sæti deildarinnar duga til að fá Evrópupeningana mikilvægu. Leikir fram að úrslitakeppni: Breiðablik: Leiknir (h), Valur (h), KA (ú), ÍBV (h). KA: Víkingur (h), Fram (ú), Breiðablik (h), Valur (ú). Víkingur: KA (ú), ÍBV (h), Leiknir (h), Keflavík (ú), KR (h). Valur: Fram (h), Breiðablik (ú), Leiknir (ú), KA (h). Baráttan um sæti í efri hlutanum Fram og Keflavík berjast um að komast upp í efri hlutann áður en deildinni verður skipt í tvennt.ksi.is KR og jafnvel Stjarnan eiga enn á hættu að enda í neðri helmingi deildarinnar en það myndi þýða að þau næðu í besta falli 7. sæti á leiktíðinni. Ef að lið enda í neðri hlutanum skiptir ekki máli þó að þau safni á endanum fleiri stigum en lið úr efri hlutanum. Búið er að skipta deildinni upp og þau geta best náð 7. sæti. Nýliðar Fram og Keflvíkingar anda í hálsmál KR-inga og eru í nokkuð þægilegri fjarlægð frá fallsætunum, þó allt geti gerst í úrslitakeppninni þegar neðri liðin leika innbyrðis. Leikir fram að úrslitakeppni: Stjarnan: ÍBV (ú), Keflavík (h), KR (ú), FH (h). KR: FH (h), ÍA (ú), Stjarnan (h), Víkingur (ú). Fram: Valur (ú), KA (h), ÍBV (ú), Keflavík (h). Keflavík: ÍA (h), Stjarnan (ú), Víkingur (h), Fram (ú). Fallbaráttan Fallbaráttan er æsispennandi.ksi.is Eftir sigur ÍA á ÍBV í síðustu umferð eru fjögur lið í bullandi fallbaráttu. Leiknir og FH fögnuðu sigrum í síðustu umferð og ómögulegt virðist að segja til um hvaða tvö lið munu á endanum kveðja deildina. Ljóst er að að minnsta kosti eitt þessara liða fær þrjá heimaleiki í úrslitakeppninni í stað tveggja eins og neðstu þrjú liðin munu fá. Leikjaniðurröðunin í neðri hlutanum er svo þannig að liðin sem enda í 11. og 12. sæti munu mætast í lokaumferð úrslitakeppninnar, á sama tíma og liðin í 9. og 10. sæti mætast, og liðin í 7.-8. sæti. Leikir fram að úrslitakeppni: ÍBV: Stjarnan (h), Víkingur (ú), Fram (h), Breiðablik (ú). FH: KR (ú), Leiknir (ú), ÍA (h), Stjarnan (ú). Leiknir: Breiðablik (ú), FH (h), Víkingur (ú), Valur (h), ÍA (ú). ÍA: Keflavík (ú), KR (h), FH (ú), Leiknir (h). Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Aðeins fjórar umferðir eru eftir af hefðbundnu deildakeppninni en að þeim loknum verður deildinni skipt í tvennt; efri og neðri hluta, og leiknar fimm aukaumferðir. Liðin sem lenda í neðri hlutanum geta þá best náð 7. sæti en liðin sem enda í efri hlutanum í versta falli endað í 6. sæti. Þetta þýðir að baráttan í á lokasprettinum er fjórskipt. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn, Evrópusætin, sæti í efri helmingi deildarinnar og um áframhaldandi sæti í efstu deild. Staðan í Bestu deild karla þegar fjórar umferðir og frestaður leikur Víkings og Leiknis eru eftir fram að úrslitakeppni. Eftir þessa leiki verður deildinni skipt í tvo hluta.ksi.is Svona raðast leikirnir í úrslitakeppninni. Liðið í 1. sæti áður en hún hefst leikur til dæmis heimaleiki við liðin í 6., 5. og 2. sæti, en útileiki við 3. og 4. sæti. Liðin taka með sér þann stigafjölda sem þau hafa þegar náð inn í úrslitakeppnina. Í efri hlutanum leika svo liðin sem enda í 1., 2. og 3. sæti þrjá heimaleiki og tvo útileiki hvert, en hin þrjú liðin leika þrjá útileiki og tvo heimaleiki. Hreinn úrslitaleikur í lokin? Liðið sem endar efst fyrir úrslitakeppnina spilar til dæmis heimaleiki sína við liðin sem voru þá í 6. og 5. sæti, en útileiki við 3. og 4. sæti, og endar svo á að mæta liðinu úr 2. sæti í lokaumferðinni. Það gæti því mögulega orðið hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. Að sama skapi verður það þannig í neðri hlutanum að liðin í 7.-9. sæti fá einum fleiri heimaleiki en hin þrjú liðin. Hér að neðan er blaðamaður búinn að skipta deildinni upp í þrennt, fyrir baráttuna á lokakaflanum, en auðvitað getur enn allt gerst og lið komist í aðra baráttu en hér segir. Baráttan um efstu sætin Fjögur efstu liðin í deildinni eru líklegust til að landa Íslandsmeistaratitlinum eða Evrópusæti.ksi.is Blikar eru með pálmann í höndunum á toppnum og með sex stiga forskot á KA. Þó að Víkingar fengju þrjú stig gegn Leikni í frestuðum leik yrðu þeir enn sjö stigum á eftir Blikum. Toppbaráttan snýst hins vegar einnig um Evrópusætin, sem annað hvort verða tvö eða þrjú. Það veltur á sigurvegara bikarkeppninnar. Ef að Breiðablik, Víkingur eða KA vinnur bikarinn og endar í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar mun 3. sæti deildarinnar duga til að fá Evrópupeningana mikilvægu. Leikir fram að úrslitakeppni: Breiðablik: Leiknir (h), Valur (h), KA (ú), ÍBV (h). KA: Víkingur (h), Fram (ú), Breiðablik (h), Valur (ú). Víkingur: KA (ú), ÍBV (h), Leiknir (h), Keflavík (ú), KR (h). Valur: Fram (h), Breiðablik (ú), Leiknir (ú), KA (h). Baráttan um sæti í efri hlutanum Fram og Keflavík berjast um að komast upp í efri hlutann áður en deildinni verður skipt í tvennt.ksi.is KR og jafnvel Stjarnan eiga enn á hættu að enda í neðri helmingi deildarinnar en það myndi þýða að þau næðu í besta falli 7. sæti á leiktíðinni. Ef að lið enda í neðri hlutanum skiptir ekki máli þó að þau safni á endanum fleiri stigum en lið úr efri hlutanum. Búið er að skipta deildinni upp og þau geta best náð 7. sæti. Nýliðar Fram og Keflvíkingar anda í hálsmál KR-inga og eru í nokkuð þægilegri fjarlægð frá fallsætunum, þó allt geti gerst í úrslitakeppninni þegar neðri liðin leika innbyrðis. Leikir fram að úrslitakeppni: Stjarnan: ÍBV (ú), Keflavík (h), KR (ú), FH (h). KR: FH (h), ÍA (ú), Stjarnan (h), Víkingur (ú). Fram: Valur (ú), KA (h), ÍBV (ú), Keflavík (h). Keflavík: ÍA (h), Stjarnan (ú), Víkingur (h), Fram (ú). Fallbaráttan Fallbaráttan er æsispennandi.ksi.is Eftir sigur ÍA á ÍBV í síðustu umferð eru fjögur lið í bullandi fallbaráttu. Leiknir og FH fögnuðu sigrum í síðustu umferð og ómögulegt virðist að segja til um hvaða tvö lið munu á endanum kveðja deildina. Ljóst er að að minnsta kosti eitt þessara liða fær þrjá heimaleiki í úrslitakeppninni í stað tveggja eins og neðstu þrjú liðin munu fá. Leikjaniðurröðunin í neðri hlutanum er svo þannig að liðin sem enda í 11. og 12. sæti munu mætast í lokaumferð úrslitakeppninnar, á sama tíma og liðin í 9. og 10. sæti mætast, og liðin í 7.-8. sæti. Leikir fram að úrslitakeppni: ÍBV: Stjarnan (h), Víkingur (ú), Fram (h), Breiðablik (ú). FH: KR (ú), Leiknir (ú), ÍA (h), Stjarnan (ú). Leiknir: Breiðablik (ú), FH (h), Víkingur (ú), Valur (h), ÍA (ú). ÍA: Keflavík (ú), KR (h), FH (ú), Leiknir (h).
Leikir fram að úrslitakeppni: Breiðablik: Leiknir (h), Valur (h), KA (ú), ÍBV (h). KA: Víkingur (h), Fram (ú), Breiðablik (h), Valur (ú). Víkingur: KA (ú), ÍBV (h), Leiknir (h), Keflavík (ú), KR (h). Valur: Fram (h), Breiðablik (ú), Leiknir (ú), KA (h).
Leikir fram að úrslitakeppni: Stjarnan: ÍBV (ú), Keflavík (h), KR (ú), FH (h). KR: FH (h), ÍA (ú), Stjarnan (h), Víkingur (ú). Fram: Valur (ú), KA (h), ÍBV (ú), Keflavík (h). Keflavík: ÍA (h), Stjarnan (ú), Víkingur (h), Fram (ú).
Leikir fram að úrslitakeppni: ÍBV: Stjarnan (h), Víkingur (ú), Fram (h), Breiðablik (ú). FH: KR (ú), Leiknir (ú), ÍA (h), Stjarnan (ú). Leiknir: Breiðablik (ú), FH (h), Víkingur (ú), Valur (h), ÍA (ú). ÍA: Keflavík (ú), KR (h), FH (ú), Leiknir (h).
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira