Dele Alli lánaður til Tyrklands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2022 20:30 Dele Alli mun leika í tyrknesku úrvalsdeildinni út tímabilið. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur gengið til liðs við tyrkneska liðið Besiktas á láni frá Everton. Dele mun leika með liðinu út tímabilið. Þessi 26 ára leikmaður gekk til liðs við Everton frá Tottenham í febrúar á þessu ári. Hann hefur komið við sögu í ellefu leikjum fyrir félagið, en aðeins byrjað einn þeirra. Besiktas greiðir ekkert lánsfé fyrir leikmanninn, en samningurinn felur í sér möguleika á kaupum. Dele fær þó greiddar tvær milljónir evra fyrir samninginn auk þess að hann fær tíu þúsund evrur fyrir hvern leik sem hann spilar. ✍🏾👌🏾 @dele_official #WelcomeDele pic.twitter.com/l6xjZIxexs— Beşiktaş JK (@Besiktas) August 25, 2022 Eitt mesta efni Evrópu á sínum tíma Dele Alli gekk í raðir Tottenham árið 2015 frá uppeldisfélagi sínu, MK Dons. Alls lék hann 181 deildarleik fyrir Lundúnaliðið og skoraði í þeim 51 mark. Hann var í tvígang valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sömu ár var hann valinn í lið ársins í deildinni. Dele var lengi vel talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu og flestir töldu að hann ætti eftir að afreka stóra hluti á sínum ferli. Hann var um tíma metinn á hundrað milljónir punda og mörg af stórliðum Evrópu fylgdust grannt með stöðu mála hjá leikmanninum. Ferill hans hefur hins vegar verið á stöðugri niðurleið á seinustu árum. Hann fór úr því að vera eftirlætis leikmaður margra stuðningsmanna Tottenham, í það að vera leikmaður sem fæstir vildu sjá í byrjunarliðinu á stuttum tíma. Hann var svo að lokum seldur til Everton í febrúar á þessu ári. Margir vonuðust eftir því að þetta eitt sinn mikla efni myndi ná ferlinum á flug undir stjórn Frank Lampard, en það hefur hins vegar ekki enn gerst. Dele er enn aðeins 26 ára gamall og ætti því að vera að nálgast hápunkt ferilsins, en það verður að koma í ljós hvort miðjumaðurinn nái að kveikja neistann að nýju í Tyrklandi því lengi lifir í gömlum glæðum. Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Þessi 26 ára leikmaður gekk til liðs við Everton frá Tottenham í febrúar á þessu ári. Hann hefur komið við sögu í ellefu leikjum fyrir félagið, en aðeins byrjað einn þeirra. Besiktas greiðir ekkert lánsfé fyrir leikmanninn, en samningurinn felur í sér möguleika á kaupum. Dele fær þó greiddar tvær milljónir evra fyrir samninginn auk þess að hann fær tíu þúsund evrur fyrir hvern leik sem hann spilar. ✍🏾👌🏾 @dele_official #WelcomeDele pic.twitter.com/l6xjZIxexs— Beşiktaş JK (@Besiktas) August 25, 2022 Eitt mesta efni Evrópu á sínum tíma Dele Alli gekk í raðir Tottenham árið 2015 frá uppeldisfélagi sínu, MK Dons. Alls lék hann 181 deildarleik fyrir Lundúnaliðið og skoraði í þeim 51 mark. Hann var í tvígang valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sömu ár var hann valinn í lið ársins í deildinni. Dele var lengi vel talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu og flestir töldu að hann ætti eftir að afreka stóra hluti á sínum ferli. Hann var um tíma metinn á hundrað milljónir punda og mörg af stórliðum Evrópu fylgdust grannt með stöðu mála hjá leikmanninum. Ferill hans hefur hins vegar verið á stöðugri niðurleið á seinustu árum. Hann fór úr því að vera eftirlætis leikmaður margra stuðningsmanna Tottenham, í það að vera leikmaður sem fæstir vildu sjá í byrjunarliðinu á stuttum tíma. Hann var svo að lokum seldur til Everton í febrúar á þessu ári. Margir vonuðust eftir því að þetta eitt sinn mikla efni myndi ná ferlinum á flug undir stjórn Frank Lampard, en það hefur hins vegar ekki enn gerst. Dele er enn aðeins 26 ára gamall og ætti því að vera að nálgast hápunkt ferilsins, en það verður að koma í ljós hvort miðjumaðurinn nái að kveikja neistann að nýju í Tyrklandi því lengi lifir í gömlum glæðum.
Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira