Arnari frjálst að velja Aron Einar Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 11:16 Aron Einar Gunnarsson gæti mögulega snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta í næsta mánuði. Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð. Aron hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júní á síðasta ári, vegna rannsóknar á hópnauðgunarmáli frá því í Kaupmannahöfn árið 2010. Það mál hefur nú verið fellt niður og hefur Aron ávallt neitað sök. Þegar Arnar Þór Viðarsson valdi síðast landsliðshóp, fyrir leiki í byrjun júní, stóð honum ekki til boða að velja Aron, samkvæmt viðbragðsáætlun sem stjórn KSÍ samþykkti í maí. Stjórnin samþykkti að ef að mál einhvers hjá KSÍ væru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, ætti viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stæði yfir. Í gær staðfesti ríkissaksóknari hins vegar að málið gegn Aroni hefði verið fellt niður. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti í samtali við Vísi í dag að þar með væri ekkert af hálfu KSÍ sem kæmi í veg fyrir að Arnar veldi Aron í næsta verkefni. „Reglurnar segja til um að leikmaður sem er með mál til meðferðar hjá yfirvöldum eða samskiptaráðgjafa kemur ekki til greina meðan málið er í gangi. Ef ekkert mál er í gangi er þjálfaranum frjálst að velja hann kjósi hann að gera það,“ sagði Ómar. Aðspurður hvort mögulega yrði þessum reglum breytt með einhverjum hætti áður en að næsta landsliðsverkefni kæmi sagði Ómar að það væri í höndum stjórnar að ákveða það en að ekkert benti til þess. Á toppnum í Katar Aron Einar, sem er 33 ára gamall, á að baki 97 A-landsleiki og hefur leitt íslenska liðið á tvö stórmót, EM 2016 og HM 2018. Hann hefur leikið með Al Arabi í Katar síðustu ár og er með liðinu á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fjóra sigra í fyrstu fjórum umferðum tímabilsins. Næsti leikur íslenska landsliðsins er 27. september, á útivelli gegn Albaníu, þegar keppni í Þjóðadeildinni lýkur. Þjóðadeild UEFA Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Aron hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júní á síðasta ári, vegna rannsóknar á hópnauðgunarmáli frá því í Kaupmannahöfn árið 2010. Það mál hefur nú verið fellt niður og hefur Aron ávallt neitað sök. Þegar Arnar Þór Viðarsson valdi síðast landsliðshóp, fyrir leiki í byrjun júní, stóð honum ekki til boða að velja Aron, samkvæmt viðbragðsáætlun sem stjórn KSÍ samþykkti í maí. Stjórnin samþykkti að ef að mál einhvers hjá KSÍ væru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, ætti viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stæði yfir. Í gær staðfesti ríkissaksóknari hins vegar að málið gegn Aroni hefði verið fellt niður. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti í samtali við Vísi í dag að þar með væri ekkert af hálfu KSÍ sem kæmi í veg fyrir að Arnar veldi Aron í næsta verkefni. „Reglurnar segja til um að leikmaður sem er með mál til meðferðar hjá yfirvöldum eða samskiptaráðgjafa kemur ekki til greina meðan málið er í gangi. Ef ekkert mál er í gangi er þjálfaranum frjálst að velja hann kjósi hann að gera það,“ sagði Ómar. Aðspurður hvort mögulega yrði þessum reglum breytt með einhverjum hætti áður en að næsta landsliðsverkefni kæmi sagði Ómar að það væri í höndum stjórnar að ákveða það en að ekkert benti til þess. Á toppnum í Katar Aron Einar, sem er 33 ára gamall, á að baki 97 A-landsleiki og hefur leitt íslenska liðið á tvö stórmót, EM 2016 og HM 2018. Hann hefur leikið með Al Arabi í Katar síðustu ár og er með liðinu á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fjóra sigra í fyrstu fjórum umferðum tímabilsins. Næsti leikur íslenska landsliðsins er 27. september, á útivelli gegn Albaníu, þegar keppni í Þjóðadeildinni lýkur.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira