Oliver: Yndislegt að gefa til baka Smári Jökull Jónsson skrifar 28. ágúst 2022 19:15 Oliver var hetja Skagamanna í dag. Vísir/Hulda Margrét „Þetta var geggjað, fyrsta markið fyrir klúbbinn og merkileg stund fyrir mig,“ sagði Oliver Stefánsson leikmaður ÍA eftir 1-0 sigur á Keflavík í Bestu deildinni í dag. Oliver skoraði eina mark leiksins á 89.mínútu leiksins. Oliver hefur átt í erfiðri baráttu við meiðsli síðustu misserin en hann gekk til liðs við uppeldisfélagið sitt á Akranesi fyrir tímabilið eftir að hafa verið á mála hjá Norrköping undanfarin ár. Hann viðurkenndi að markið væri enn sætara í þessu ljósi. „Það er búið að vera mikið um meiðsli og maður hélt kannski að þetta yrði tímabilið þar sem ég myndi sleppa við meiðsli en þetta virðist alltaf koma aftur. Það er bara að vinna sig í gegnum það, gera eins gott og ég get fyrir klúbbinn, “ sagði Oliver í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. Sigurinn í dag var annar sigur Skagamanna í röð en þeir unnu 2-1 sigur á ÍBV í síðustu umferð. Þeir eru nú komnir með einu stigi meira en Leiknir og því ekki lengur í neðsta sæti Bestu deildarinnar. „Þetta er bara þetta klisjukennda, einn leikur í einu. Við horfum á einn leik og sjáum möguleikana. Þetta verður nýtt mót fyrir okkur með neðstu sex liðunum þar sem við erum að berjast. Það bara staðan og við tökum einn leik í einu og gefum okkur alla í það.“ Það var líf og fjör í stúkunni í Keflavík í dag og stundum mátti litlu muna að upp úr syði á milli stuðningsmanna liðanna. Oliver var ánægður með stuðninginn. „Þetta er frábært þegar samfélagið kemur svona saman og það peppar okkur ennþá meira. Að gefa til baka er yndislegt.“ Besta deild karla ÍA Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-ÍA 0-1 | Mark Olivers í lokin tryggði Skagamönnum annan sigurinn í röð Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Keflavík suður með sjó í dag. Þetta er annar sigur Skagamanna í röð sem fara úr neðsta sæti deildarinnar með sigrinum. 28. ágúst 2022 19:38 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Oliver hefur átt í erfiðri baráttu við meiðsli síðustu misserin en hann gekk til liðs við uppeldisfélagið sitt á Akranesi fyrir tímabilið eftir að hafa verið á mála hjá Norrköping undanfarin ár. Hann viðurkenndi að markið væri enn sætara í þessu ljósi. „Það er búið að vera mikið um meiðsli og maður hélt kannski að þetta yrði tímabilið þar sem ég myndi sleppa við meiðsli en þetta virðist alltaf koma aftur. Það er bara að vinna sig í gegnum það, gera eins gott og ég get fyrir klúbbinn, “ sagði Oliver í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. Sigurinn í dag var annar sigur Skagamanna í röð en þeir unnu 2-1 sigur á ÍBV í síðustu umferð. Þeir eru nú komnir með einu stigi meira en Leiknir og því ekki lengur í neðsta sæti Bestu deildarinnar. „Þetta er bara þetta klisjukennda, einn leikur í einu. Við horfum á einn leik og sjáum möguleikana. Þetta verður nýtt mót fyrir okkur með neðstu sex liðunum þar sem við erum að berjast. Það bara staðan og við tökum einn leik í einu og gefum okkur alla í það.“ Það var líf og fjör í stúkunni í Keflavík í dag og stundum mátti litlu muna að upp úr syði á milli stuðningsmanna liðanna. Oliver var ánægður með stuðninginn. „Þetta er frábært þegar samfélagið kemur svona saman og það peppar okkur ennþá meira. Að gefa til baka er yndislegt.“
Besta deild karla ÍA Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-ÍA 0-1 | Mark Olivers í lokin tryggði Skagamönnum annan sigurinn í röð Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Keflavík suður með sjó í dag. Þetta er annar sigur Skagamanna í röð sem fara úr neðsta sæti deildarinnar með sigrinum. 28. ágúst 2022 19:38 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Leik lokið: Keflavík-ÍA 0-1 | Mark Olivers í lokin tryggði Skagamönnum annan sigurinn í röð Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Keflavík suður með sjó í dag. Þetta er annar sigur Skagamanna í röð sem fara úr neðsta sæti deildarinnar með sigrinum. 28. ágúst 2022 19:38