Heimalestur: að berja börn til bókar eða nesta fyrir framtíðina? Anna Söderström skrifar 29. ágúst 2022 19:31 Nú eru grunnskólar aftur teknir til starfa og mörg börn koma heim með lestrarhefti í skólatöskunni með kröfum um daglegan heimalestur. Fyrir margar fjölskyldur getur þó reynst erfitt, jafnvel ómögulegt þrátt fyrir góðan vilja, að uppfylla kröfur um að lesa fimm sinum í viku. Foreldrahlutverkið krefst mikils og í amstri hversdagsins eru ýmis krefjandi verkefni sem foreldrar verða að sinna auk heimalesturs barna. Foreldrar, sem að auki sinna fullu starfi utan heimilis, hafa ekki endilega mikinn tíma aflögu, sérstaklega ef mörg grunnskólabörn eru á heimilinu sem öll eiga að lesa. Þá lengist korters heimalestur til muna. Sama á við ef barn vill alls ekki lesa heima eða getur það ekki. Í slíkum aðstæðum getur korters lestur á dag orðið óyfirstíganleg hindrun sem veldur kvíða og stressi frekar en að vekja lestrargleði. Heimalestur þykir svo sjálfsagður hluti af skólagöngu barna að við höfum gleymt að spyrja okkur hvort það sé virkilega sjálfsagt að skólakerfið geri kröfur til barna og foreldra um daglegar lestrarstundir heima án þess að taka tillit til ólíkra aðstæðna hjá fjölskyldum til þess að mæta slíkum kröfum. Staðlað fyrirkomulag heimalesturs hentar sumum betur en öðrum. Grunnskóli á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Þegar ábyrgð á mikilvægri lestrarþjálfun er færð frá skólum á herðar foreldra fylgir sú hætta að börn fái mismikinn stuðning við lestrarþjálfun eftir heimilisaðstæðum. Börnin standa því ekki jafnfætis þegar kemur að möguleikum til lestrarþjálfunar og þetta fyrirkomulag samræmist varla markmiðum um jafnrétti til náms. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að börn mæta oft ólíku viðmóti í skóla eftir því hversu oft foreldrar þeirra hafa látið þau lesa heima. Barn sem les oft fær umbun, t.d. límmiða eða stimpil í lestrarheftið, á meðan barn sem les sjaldnar og nær ekki að uppfylla kröfur um heimalestur fær athugasemd og kröfu um að leggja harðar að sér. Spyrja má hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á sjálfsmynd þessara barna sem lesanda og nemanda. Að auki má spyrja hvort fyrirkomulag og kröfur um skráningu heimalesturs sé til þess fallið að hvetja og auka áhuga barna á lestri. Það er vissulega hefð fyrir heimalestri grunnskólabarna á Íslandi. Sú staðreynd þýðir þó ekki að ekki megi endurskoða fyrirkomulag heimalesturs og breyta því til að ná betur markmiðum um læsi barna og stuðla að jafnrétti þeirra til náms. Því vil ég skora á kennara og skólayfirvöld: Í stað þess að senda börn heim með lestrarhefti, bjóðið frekar til uppbyggilegs samtals við börn og foreldra um hvernig megi skapa merkingarbært samstarf milli heimilis og skóla sem tekur mið af ólíkum aðstæðum sem börn alast upp við. Þá ættu skólar alls ekki að láta börn sem ekki hafa lesið heima gjalda þess með athugasemdum um að ekki sé nógu mikið lesið heldur styðja þau enn frekar og trygga að öll börn fái þá lestrarþjálfun sem þau þurfa, óháð því hvort foreldrar geti sinnt þjálfuninni eða ekki. Höfundur er doktorsnemi í þjóðfræði og rannsakar lestrarmenningu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Nú eru grunnskólar aftur teknir til starfa og mörg börn koma heim með lestrarhefti í skólatöskunni með kröfum um daglegan heimalestur. Fyrir margar fjölskyldur getur þó reynst erfitt, jafnvel ómögulegt þrátt fyrir góðan vilja, að uppfylla kröfur um að lesa fimm sinum í viku. Foreldrahlutverkið krefst mikils og í amstri hversdagsins eru ýmis krefjandi verkefni sem foreldrar verða að sinna auk heimalesturs barna. Foreldrar, sem að auki sinna fullu starfi utan heimilis, hafa ekki endilega mikinn tíma aflögu, sérstaklega ef mörg grunnskólabörn eru á heimilinu sem öll eiga að lesa. Þá lengist korters heimalestur til muna. Sama á við ef barn vill alls ekki lesa heima eða getur það ekki. Í slíkum aðstæðum getur korters lestur á dag orðið óyfirstíganleg hindrun sem veldur kvíða og stressi frekar en að vekja lestrargleði. Heimalestur þykir svo sjálfsagður hluti af skólagöngu barna að við höfum gleymt að spyrja okkur hvort það sé virkilega sjálfsagt að skólakerfið geri kröfur til barna og foreldra um daglegar lestrarstundir heima án þess að taka tillit til ólíkra aðstæðna hjá fjölskyldum til þess að mæta slíkum kröfum. Staðlað fyrirkomulag heimalesturs hentar sumum betur en öðrum. Grunnskóli á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Þegar ábyrgð á mikilvægri lestrarþjálfun er færð frá skólum á herðar foreldra fylgir sú hætta að börn fái mismikinn stuðning við lestrarþjálfun eftir heimilisaðstæðum. Börnin standa því ekki jafnfætis þegar kemur að möguleikum til lestrarþjálfunar og þetta fyrirkomulag samræmist varla markmiðum um jafnrétti til náms. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að börn mæta oft ólíku viðmóti í skóla eftir því hversu oft foreldrar þeirra hafa látið þau lesa heima. Barn sem les oft fær umbun, t.d. límmiða eða stimpil í lestrarheftið, á meðan barn sem les sjaldnar og nær ekki að uppfylla kröfur um heimalestur fær athugasemd og kröfu um að leggja harðar að sér. Spyrja má hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á sjálfsmynd þessara barna sem lesanda og nemanda. Að auki má spyrja hvort fyrirkomulag og kröfur um skráningu heimalesturs sé til þess fallið að hvetja og auka áhuga barna á lestri. Það er vissulega hefð fyrir heimalestri grunnskólabarna á Íslandi. Sú staðreynd þýðir þó ekki að ekki megi endurskoða fyrirkomulag heimalesturs og breyta því til að ná betur markmiðum um læsi barna og stuðla að jafnrétti þeirra til náms. Því vil ég skora á kennara og skólayfirvöld: Í stað þess að senda börn heim með lestrarhefti, bjóðið frekar til uppbyggilegs samtals við börn og foreldra um hvernig megi skapa merkingarbært samstarf milli heimilis og skóla sem tekur mið af ólíkum aðstæðum sem börn alast upp við. Þá ættu skólar alls ekki að láta börn sem ekki hafa lesið heima gjalda þess með athugasemdum um að ekki sé nógu mikið lesið heldur styðja þau enn frekar og trygga að öll börn fái þá lestrarþjálfun sem þau þurfa, óháð því hvort foreldrar geti sinnt þjálfuninni eða ekki. Höfundur er doktorsnemi í þjóðfræði og rannsakar lestrarmenningu á Íslandi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun