Kristall Máni frá í hið minnsta sex vikur vegna axlarbrots Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2022 07:31 Kristall Máni í leik með Víkingum fyrr í sumar. Hann er nú leikmaður Rosenborg í Noregi. Vísir/Hulda Margrét Kristall Máni Ingason komst á blað í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um liðna helgi er hann skoraði tvívegis í 4-3 tapi Rosenborg gegn Tromsö. Því miður fyrir Kristal Mána þá meiddist hann í leiknum og verður frá næstu sex vikurnar hið minnsta. Hinn tvítugi Kristall Máni var í fyrsta sinn í byrjunarliði Rosenborg er liðið heimsótti Tromsö. Segja má að þessi lunkni framherji hafi nýtt tækifærið fullkomlega en hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, það síðara úr vítaspyrnu. Samkvæmt heimildum Vísis þá meiddist Kristall Máni er hann skoraði fyrra mark sitt í leiknum á 23. mínútu. Hann skorar þá af stuttu færi en þarf að hoppa yfir markvörð Tromsö og lendir á stönginni. Við höggið þá axlarbrotnaði Kristall Máni en hann fór þó ekki af velli. Nokkrum mínútum síðar skoraði hann annað mark sitt í leiknum og það var svo ekki fyrr en á 74. mínútu sem framherjinn fór af velli. Samkvæmt heimildum Vísis mun Kristall Máni ekki spila meira næstu vikurnar en um er að ræða gríðarlegt högg fyrir leikmanninn sjálfan, Rosenborg og svo U-21 árs landslið Íslands sem mætir Tékklandi í lok september í umspili um að komast á lokamót EM. Kristall Máni var mikilvægur hlekkur í tvöföldum sigri Víkings síðasta sumar og var valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Hann var jafnvel betri í sumar og keypti norska stórliðið Rosenborg hann um miðjan júlí mánuð. Hann þarf nú að bíta í það súra epli að sitja á hliðarlínunni og fylgjast með félögum sínum spila næstu vikurnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Kristall skoraði tvö í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Rosenborg Kristall Máni Ingason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Rosenborg þegar liðið fór í heimsókn til Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristall skoraði tvö mörk í leiknum sem Rosenborg tapaði 4-3. 28. ágúst 2022 20:30 Kristall Máni kom inn af bekknum í dramatískum sigri Rosenborg Kristall Máni Ingason og félagar hans í Rosenborg unnu dramatískan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ålesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2022 19:55 Rosenborg vann í frumraun Kristals Mána Kristall Máni Ingason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg í Noregi er liðið vann 2-1 sigur á HamKam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. ágúst 2022 18:16 Þakkar stuðningsmönnum annarra liða fyrir að láta sig heyra það Kristall Máni Ingason lék í vikunni sinn síðasta leik fyrir Víking Reykjavík, að minnsta kosti í bili. Hann þakkaði ekki einungis stuðningsmönnum þeirra fyrir sig, heldur allra hinna liðanna í deildinni einnig. 30. júlí 2022 12:01 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Hinn tvítugi Kristall Máni var í fyrsta sinn í byrjunarliði Rosenborg er liðið heimsótti Tromsö. Segja má að þessi lunkni framherji hafi nýtt tækifærið fullkomlega en hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, það síðara úr vítaspyrnu. Samkvæmt heimildum Vísis þá meiddist Kristall Máni er hann skoraði fyrra mark sitt í leiknum á 23. mínútu. Hann skorar þá af stuttu færi en þarf að hoppa yfir markvörð Tromsö og lendir á stönginni. Við höggið þá axlarbrotnaði Kristall Máni en hann fór þó ekki af velli. Nokkrum mínútum síðar skoraði hann annað mark sitt í leiknum og það var svo ekki fyrr en á 74. mínútu sem framherjinn fór af velli. Samkvæmt heimildum Vísis mun Kristall Máni ekki spila meira næstu vikurnar en um er að ræða gríðarlegt högg fyrir leikmanninn sjálfan, Rosenborg og svo U-21 árs landslið Íslands sem mætir Tékklandi í lok september í umspili um að komast á lokamót EM. Kristall Máni var mikilvægur hlekkur í tvöföldum sigri Víkings síðasta sumar og var valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Hann var jafnvel betri í sumar og keypti norska stórliðið Rosenborg hann um miðjan júlí mánuð. Hann þarf nú að bíta í það súra epli að sitja á hliðarlínunni og fylgjast með félögum sínum spila næstu vikurnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Kristall skoraði tvö í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Rosenborg Kristall Máni Ingason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Rosenborg þegar liðið fór í heimsókn til Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristall skoraði tvö mörk í leiknum sem Rosenborg tapaði 4-3. 28. ágúst 2022 20:30 Kristall Máni kom inn af bekknum í dramatískum sigri Rosenborg Kristall Máni Ingason og félagar hans í Rosenborg unnu dramatískan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ålesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2022 19:55 Rosenborg vann í frumraun Kristals Mána Kristall Máni Ingason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg í Noregi er liðið vann 2-1 sigur á HamKam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. ágúst 2022 18:16 Þakkar stuðningsmönnum annarra liða fyrir að láta sig heyra það Kristall Máni Ingason lék í vikunni sinn síðasta leik fyrir Víking Reykjavík, að minnsta kosti í bili. Hann þakkaði ekki einungis stuðningsmönnum þeirra fyrir sig, heldur allra hinna liðanna í deildinni einnig. 30. júlí 2022 12:01 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Kristall skoraði tvö í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Rosenborg Kristall Máni Ingason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Rosenborg þegar liðið fór í heimsókn til Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristall skoraði tvö mörk í leiknum sem Rosenborg tapaði 4-3. 28. ágúst 2022 20:30
Kristall Máni kom inn af bekknum í dramatískum sigri Rosenborg Kristall Máni Ingason og félagar hans í Rosenborg unnu dramatískan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ålesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2022 19:55
Rosenborg vann í frumraun Kristals Mána Kristall Máni Ingason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg í Noregi er liðið vann 2-1 sigur á HamKam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. ágúst 2022 18:16
Þakkar stuðningsmönnum annarra liða fyrir að láta sig heyra það Kristall Máni Ingason lék í vikunni sinn síðasta leik fyrir Víking Reykjavík, að minnsta kosti í bili. Hann þakkaði ekki einungis stuðningsmönnum þeirra fyrir sig, heldur allra hinna liðanna í deildinni einnig. 30. júlí 2022 12:01