Parker fær sparkið eftir afhroðið á Anfield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2022 08:00 Scott Parker á hliðarlínunni á Anfield. Robin Jones/Getty Images Scott Parker hefur verið rekinn sem þjálfari Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Lið hans tapaði 9-0 á Anfield um liðna helgi, var það þriðji tapleikurinn í röð í deildinni. Markatala liðsins í leikjunum þremur var 0-16. Scott Parker tók við Bournemouth fyrir síðustu leiktíð er liðið lék í ensku B-deildinni. Þar áður þjálfaði hann Fulham. Parker stýrði Bournemouth upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili en liðið endaði í 2. sæti B-deildar með 88 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Fulham sem vann deildina. Tímabilið hjá Bournemouth byrjaði vel en liðið mætti Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur leiðin aðeins legið niður á við en nýliðarnir hafa mætt Manchester City, Arsenal og Liverpool í deildinni síðan þá. Í millitíðinni tókst þeim að leggja Norwich City að velli eftir vítaspyrnukeppni í enska deildarbikarnum. Svo virðist sem forráðamenn Bournemouth hafi fengið nóg er liðið var gjörsigrað á Anfield um helgina, staðan var 5-0 í hálfleik og voru mörk heimamanna orðin níu er flautað var til leiksloka. Eftir að hugsa sig um var ákveðið að láta Parker taka poka sinn. Er hann fyrsti þjálfari ensku úrvalsdeildarinnar til að vera rekinn á þessari leiktíð. AFC Bournemouth can announce that the club has parted company with head coach Scott Parker.— AFC Bournemouth (@afcbournemouth) August 30, 2022 Parker líður eflaust eins og hann hefði mátt fá meiri hjálp á leikmannamarkaðnum en Bournemouth hefur aðeins sótt fimm nýja leikmenn í sumar, þar af þrjá á frjálsi sölu. Á sama tíma er Nottingham Forest búið að sækja 19 nýja leikmenn og Fulham sjö. Bournemouth er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir og markatöluna 2-16. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool lék sér að Bournemouth Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. 27. ágúst 2022 15:56 Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði 27. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Scott Parker tók við Bournemouth fyrir síðustu leiktíð er liðið lék í ensku B-deildinni. Þar áður þjálfaði hann Fulham. Parker stýrði Bournemouth upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili en liðið endaði í 2. sæti B-deildar með 88 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Fulham sem vann deildina. Tímabilið hjá Bournemouth byrjaði vel en liðið mætti Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur leiðin aðeins legið niður á við en nýliðarnir hafa mætt Manchester City, Arsenal og Liverpool í deildinni síðan þá. Í millitíðinni tókst þeim að leggja Norwich City að velli eftir vítaspyrnukeppni í enska deildarbikarnum. Svo virðist sem forráðamenn Bournemouth hafi fengið nóg er liðið var gjörsigrað á Anfield um helgina, staðan var 5-0 í hálfleik og voru mörk heimamanna orðin níu er flautað var til leiksloka. Eftir að hugsa sig um var ákveðið að láta Parker taka poka sinn. Er hann fyrsti þjálfari ensku úrvalsdeildarinnar til að vera rekinn á þessari leiktíð. AFC Bournemouth can announce that the club has parted company with head coach Scott Parker.— AFC Bournemouth (@afcbournemouth) August 30, 2022 Parker líður eflaust eins og hann hefði mátt fá meiri hjálp á leikmannamarkaðnum en Bournemouth hefur aðeins sótt fimm nýja leikmenn í sumar, þar af þrjá á frjálsi sölu. Á sama tíma er Nottingham Forest búið að sækja 19 nýja leikmenn og Fulham sjö. Bournemouth er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir og markatöluna 2-16.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool lék sér að Bournemouth Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. 27. ágúst 2022 15:56 Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði 27. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Liverpool lék sér að Bournemouth Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. 27. ágúst 2022 15:56
Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði 27. ágúst 2022 21:30