Ronaldo þarf að leggja harðar að sér ætli hann sér byrjunarliðssæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2022 10:30 Cristiano Ronaldo er fastur á bekknum þessa dagana. Kieran Cleeves/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur sent Cristiano Ronaldo skýr skilaboð varðandi stöðu framherjans hjá félaginu. Vilji hinn 37 ára gamla ofurstjarna verða byrjunarliðsmaður á ný þarf hann að leggja harðar að sér og venjast leikstíl liðsins. Ten Hag tók við stjórnartaumunum hjá Man United í sumar og hefur gengið á ýmsu síðan. Ronaldo gaf fljótlega í skyn að hann vildi fara og missti að mestu af undirbúningstímabilinu vegna „persónulegra ástæðna.“ Man Utd hóf svo tímabilið á Englandi skelfilega með töpum gegn Brighton & Hove Albion og Brentford. Var Ronaldo í byrjunarliðinu í báðum þessum leikjum. Eftir seinna tapið var veskið opnað á Old Trafford og tveir leikmenn keyptir á fúlgur fjár. Brasilíumennirnir Casemiro og Antony voru keyptir. Sá fyrrnefndi kom frá Real Madríd þar sem hann hefur verið hluti af gríðarlega sigursælu liði. Sá síðarnefndi kom frá Ajax og þekkir Ten Hag hann því vel. Casemiro er mættur á Old Trafford.Manchester United/Getty Images Það sem hefur einnig breyst síðan Man Utd tapaði 4-0 gegn Brentford er að Ronaldo hefur byrjað síðustu þrjá leiki á bekknum. Allir hafa unnist og hefur Ten Hag sagt að framherjinn þurfi að aðlagast nýjum leikstíl og það hratt. „Ég mun vera vinur hans, stundum verð ég kennarinn hans. Það fer eftir aðstæðum. Við vitum öll að hann fékk ekkert undirbúningstímabil og þú getur ekki misst af því. Sérstaklega ef þú spilar þann leikstíl sem við viljum spila, hann er gjörólíkur því sem liðið spilaði á síðustu leiktíð,“ sagði Ten Hag í viðtali við Sky Sports. „Það fer eftir ýmsu. Leikstíllinn krefst samvinnu og að leikmenn séu í ákveðnum stöðum, bæði þegar við erum með boltann sem og án hans. Hinn hluturinn er svo líkamlegt atgervi leikmanna.“ „Ef hann gerir það til að passa inn í leikstíl okkar þá mun hann verða örlagavaldur í leikjum vegna gæðanna sem hann býr yfir,“ sagði þjálfarinn að endingu. Ronaldo í leiknum gegn Brentford.Sebastian Frej/Getty Images Manchester United tekur á móti toppliði Arsenal klukkan 15.30 í dag. Skytturnar frá Lundúnum hafa unnið alla fimm leiki sína til þessa á meðan Man United hefur unnið síðustu þrjá. Það má því búast við hörkuleik og hver veit flatbökusneiðar fljúgi manna á milli að leik loknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Ten Hag tók við stjórnartaumunum hjá Man United í sumar og hefur gengið á ýmsu síðan. Ronaldo gaf fljótlega í skyn að hann vildi fara og missti að mestu af undirbúningstímabilinu vegna „persónulegra ástæðna.“ Man Utd hóf svo tímabilið á Englandi skelfilega með töpum gegn Brighton & Hove Albion og Brentford. Var Ronaldo í byrjunarliðinu í báðum þessum leikjum. Eftir seinna tapið var veskið opnað á Old Trafford og tveir leikmenn keyptir á fúlgur fjár. Brasilíumennirnir Casemiro og Antony voru keyptir. Sá fyrrnefndi kom frá Real Madríd þar sem hann hefur verið hluti af gríðarlega sigursælu liði. Sá síðarnefndi kom frá Ajax og þekkir Ten Hag hann því vel. Casemiro er mættur á Old Trafford.Manchester United/Getty Images Það sem hefur einnig breyst síðan Man Utd tapaði 4-0 gegn Brentford er að Ronaldo hefur byrjað síðustu þrjá leiki á bekknum. Allir hafa unnist og hefur Ten Hag sagt að framherjinn þurfi að aðlagast nýjum leikstíl og það hratt. „Ég mun vera vinur hans, stundum verð ég kennarinn hans. Það fer eftir aðstæðum. Við vitum öll að hann fékk ekkert undirbúningstímabil og þú getur ekki misst af því. Sérstaklega ef þú spilar þann leikstíl sem við viljum spila, hann er gjörólíkur því sem liðið spilaði á síðustu leiktíð,“ sagði Ten Hag í viðtali við Sky Sports. „Það fer eftir ýmsu. Leikstíllinn krefst samvinnu og að leikmenn séu í ákveðnum stöðum, bæði þegar við erum með boltann sem og án hans. Hinn hluturinn er svo líkamlegt atgervi leikmanna.“ „Ef hann gerir það til að passa inn í leikstíl okkar þá mun hann verða örlagavaldur í leikjum vegna gæðanna sem hann býr yfir,“ sagði þjálfarinn að endingu. Ronaldo í leiknum gegn Brentford.Sebastian Frej/Getty Images Manchester United tekur á móti toppliði Arsenal klukkan 15.30 í dag. Skytturnar frá Lundúnum hafa unnið alla fimm leiki sína til þessa á meðan Man United hefur unnið síðustu þrjá. Það má því búast við hörkuleik og hver veit flatbökusneiðar fljúgi manna á milli að leik loknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira