„Skiptir miklu máli að kippa henni út úr leiknum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2022 12:31 Glódís Perla Viggósdóttir í viðtali fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Utrecht. vísir/Arnar Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í vörn íslenska landsliðsins fá afar krefjandi verkefni annað kvöld þegar þær reyna að verjast hollenska landsliðinu og þar á meðal hinni mögnuðu Vivianne Miedema. Miedema er 26 ára en er samt markahæst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, búin að skora yfir 100 mörk fyrir Arsenal og nálgast hundraðasta markið fyrir Holland. Ef Glódísi tekst að halda Miedema í skefjum aukast líkurnar verulega á að Ísland forðist tap á morgun og fái þar með farseðil á HM í fyrsta sinn. „Það skiptir miklu máli fyrir okkur að ná að kippa henni út úr leiknum. Hún er auðvitað heimsklassaleikmaður og skorar mikið af mörkum fyrir þær. En þær eru líka með frábæra miðjumenn og kantmenn svo það er mikið af hlutum sem við þurfum að passa upp á í leiknum, sérstaklega varnarlega,“ segir Glódís en hún ræddi við Vísi í blíðviðrinu í Utrecht í gær og má sjá viðtalið hér að neðan. Klippa: Glódís tilbúin í alvöru úrslitaleik Íslandi dugar jafntefli á morgun en það er erfitt að fara inn í leik með það í huga að ætla að láta það duga: „Við förum aldrei inn í leik til að gera jafntefli, klárlega til að vinna hann, en svo verður maður líka að spila með hausnum. Það fer eftir því hvernig þetta spilast og hvernig dagur þetta verður. Við vitum að okkur dugar stig og þær þurfa sigur, svo þær munu koma inn í leikinn og taka sénsa, og spila aðeins sóknarsinnaðri leik en við þurfum að gera.“ Glódís Perla Viggósdóttir kemur til með að þurfa að hafa góðar gætur á Vivianne Miedema á morgun. Þær mættust á Laugardalsvelli í fyrra.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ísland tapaði fyrir Hollandi fyrir tæpu ári síðan, 2-0 á Laugardalsvelli, en var þá reyndar án fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem þá var ólétt. Finnst við hafa verið að nálgast þessi lið „Mér fannst við ekkert spila neitt rosalega illa gegn þeim síðast. Þetta var ekki leikur þar sem þær voru að vaða eitthvað í færum, og mér fannst við líka vera að skapa okkur færi. Þær vinna þennan leik jú 2-0, sannfærandi sigur, en mér finnst við með árunum hafa verið að nálgast þessi lið. Þær eru samt sem áður með heimsklassalið og mjög ofarlega á öllu listum. Þetta er hörkulið sem við erum að fara að mæta en mér finnst við líka vera á góðum stað svo þetta verður spennandi leikur. Allir leikmennirnir þeirra spila í stórum deildum og í Meistaradeildinni. Þær eru með mjög flottan hóp af leikmönnum en við líka. Þær hafa verið að vinna medalíur á síðustu stórmótum og ætla sér líka beint á HM, þannig að þetta verður alvöru úrslitaleikur því bæði lið fara inn í hann með miklar væntingar og vonir,“ segir Glódís. Ísland og Holland mætast á morgun í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir „Vinkonur síðan að við vorum ungar þannig að við fögnum þessu bara“ Miðverðirnir Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir eiga í afar jafnri samkeppni um stöðu í vörn íslenska landsliðsins sem mætir Hollandi annað kvöld, í úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta. 5. september 2022 10:30 Utan vallar: Sýnið þeim að tréklossarnir séu eini munurinn Núna er tækifærið. Ef að Ísland á einhvern tímann að komast á sjálft heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna þá er vonin betri nú en nokkru sinni fyrr, þó að stórt ljón standi í veginum. 5. september 2022 09:01 „Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Miedema er 26 ára en er samt markahæst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, búin að skora yfir 100 mörk fyrir Arsenal og nálgast hundraðasta markið fyrir Holland. Ef Glódísi tekst að halda Miedema í skefjum aukast líkurnar verulega á að Ísland forðist tap á morgun og fái þar með farseðil á HM í fyrsta sinn. „Það skiptir miklu máli fyrir okkur að ná að kippa henni út úr leiknum. Hún er auðvitað heimsklassaleikmaður og skorar mikið af mörkum fyrir þær. En þær eru líka með frábæra miðjumenn og kantmenn svo það er mikið af hlutum sem við þurfum að passa upp á í leiknum, sérstaklega varnarlega,“ segir Glódís en hún ræddi við Vísi í blíðviðrinu í Utrecht í gær og má sjá viðtalið hér að neðan. Klippa: Glódís tilbúin í alvöru úrslitaleik Íslandi dugar jafntefli á morgun en það er erfitt að fara inn í leik með það í huga að ætla að láta það duga: „Við förum aldrei inn í leik til að gera jafntefli, klárlega til að vinna hann, en svo verður maður líka að spila með hausnum. Það fer eftir því hvernig þetta spilast og hvernig dagur þetta verður. Við vitum að okkur dugar stig og þær þurfa sigur, svo þær munu koma inn í leikinn og taka sénsa, og spila aðeins sóknarsinnaðri leik en við þurfum að gera.“ Glódís Perla Viggósdóttir kemur til með að þurfa að hafa góðar gætur á Vivianne Miedema á morgun. Þær mættust á Laugardalsvelli í fyrra.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ísland tapaði fyrir Hollandi fyrir tæpu ári síðan, 2-0 á Laugardalsvelli, en var þá reyndar án fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem þá var ólétt. Finnst við hafa verið að nálgast þessi lið „Mér fannst við ekkert spila neitt rosalega illa gegn þeim síðast. Þetta var ekki leikur þar sem þær voru að vaða eitthvað í færum, og mér fannst við líka vera að skapa okkur færi. Þær vinna þennan leik jú 2-0, sannfærandi sigur, en mér finnst við með árunum hafa verið að nálgast þessi lið. Þær eru samt sem áður með heimsklassalið og mjög ofarlega á öllu listum. Þetta er hörkulið sem við erum að fara að mæta en mér finnst við líka vera á góðum stað svo þetta verður spennandi leikur. Allir leikmennirnir þeirra spila í stórum deildum og í Meistaradeildinni. Þær eru með mjög flottan hóp af leikmönnum en við líka. Þær hafa verið að vinna medalíur á síðustu stórmótum og ætla sér líka beint á HM, þannig að þetta verður alvöru úrslitaleikur því bæði lið fara inn í hann með miklar væntingar og vonir,“ segir Glódís. Ísland og Holland mætast á morgun í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir „Vinkonur síðan að við vorum ungar þannig að við fögnum þessu bara“ Miðverðirnir Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir eiga í afar jafnri samkeppni um stöðu í vörn íslenska landsliðsins sem mætir Hollandi annað kvöld, í úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta. 5. september 2022 10:30 Utan vallar: Sýnið þeim að tréklossarnir séu eini munurinn Núna er tækifærið. Ef að Ísland á einhvern tímann að komast á sjálft heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna þá er vonin betri nú en nokkru sinni fyrr, þó að stórt ljón standi í veginum. 5. september 2022 09:01 „Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
„Vinkonur síðan að við vorum ungar þannig að við fögnum þessu bara“ Miðverðirnir Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir eiga í afar jafnri samkeppni um stöðu í vörn íslenska landsliðsins sem mætir Hollandi annað kvöld, í úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta. 5. september 2022 10:30
Utan vallar: Sýnið þeim að tréklossarnir séu eini munurinn Núna er tækifærið. Ef að Ísland á einhvern tímann að komast á sjálft heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna þá er vonin betri nú en nokkru sinni fyrr, þó að stórt ljón standi í veginum. 5. september 2022 09:01
„Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00