Mbappé um Pogba-málið: „Orð gegn orði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. september 2022 08:31 Paul Pogba og Kylian Mbappé eru burðarstólpar í franska landsliðinu sem á titil að verja á HM í Katar. getty/Laurence Griffiths Kylian Mbappé segist treysta Paul Pogba þrátt fyrir orðróm þess efnis að hann hafi leitað til töfralæknis til að leggja bölvun á félaga í franska landsliðinu. Deilur bræðranna Pauls og Mathias Pogba hafa verið mikið í fréttunum að undanförnu. Paul hefur greint frá því að ýmsir aðilar hafi reynt að fjárkúga hann, meðal annars Mathias. Hann hefur hótað því að afhjúpa viðkvæmar upplýsingar um Paul og hefur meðal annars greint frá því að Paul hafi fengið töfralækni til að leggja bölvun á Mbappé. Paul gekkst við því að hafa leitað til töfralæknis en það hafi verið gert til að hjálpa góðgerðarsamtökum í Afríku. Á blaðamannafundi í gær sagðist Mbappé hafa verið í sambandi við Pogba vegna þessa stórundarlega máls. „Ég treysti samherja mínum,“ sagði Mbappé á blaðamannafundi í gær. „Hann hafði samband og sagði sína hlið á málinu. Núna er þetta orð gegn orði. Ég treysti samherja mínum þó ekki nema vegna landsliðsins. Framundan er stórt mót og vandamálin eru nú þegar nokkur. Þetta er ekki tíminn til að bæta fleirum við.“ Mbappé vísaði þarna til HM í Katar þar sem Frakkar eiga titil að verja. Pogba og Mbappé voru báðir í lykilhlutverki þegar Frakkland vann HM 2018 og skoruðu meðal annars báðir í úrslitaleiknum gegn Króatíu. Óvíst er hvort Pogba verði með á HM en hann er nýbúinn í aðgerð á hné. Hann gekk í raðir Juventus frá Manchester United á nýjan leik í sumar. Mbappé og félagar hans í Paris Saint-Germain mæta Juventus í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Franski boltinn HM 2022 í Katar Frakkland Mál Pogba-bræðranna Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Deilur bræðranna Pauls og Mathias Pogba hafa verið mikið í fréttunum að undanförnu. Paul hefur greint frá því að ýmsir aðilar hafi reynt að fjárkúga hann, meðal annars Mathias. Hann hefur hótað því að afhjúpa viðkvæmar upplýsingar um Paul og hefur meðal annars greint frá því að Paul hafi fengið töfralækni til að leggja bölvun á Mbappé. Paul gekkst við því að hafa leitað til töfralæknis en það hafi verið gert til að hjálpa góðgerðarsamtökum í Afríku. Á blaðamannafundi í gær sagðist Mbappé hafa verið í sambandi við Pogba vegna þessa stórundarlega máls. „Ég treysti samherja mínum,“ sagði Mbappé á blaðamannafundi í gær. „Hann hafði samband og sagði sína hlið á málinu. Núna er þetta orð gegn orði. Ég treysti samherja mínum þó ekki nema vegna landsliðsins. Framundan er stórt mót og vandamálin eru nú þegar nokkur. Þetta er ekki tíminn til að bæta fleirum við.“ Mbappé vísaði þarna til HM í Katar þar sem Frakkar eiga titil að verja. Pogba og Mbappé voru báðir í lykilhlutverki þegar Frakkland vann HM 2018 og skoruðu meðal annars báðir í úrslitaleiknum gegn Króatíu. Óvíst er hvort Pogba verði með á HM en hann er nýbúinn í aðgerð á hné. Hann gekk í raðir Juventus frá Manchester United á nýjan leik í sumar. Mbappé og félagar hans í Paris Saint-Germain mæta Juventus í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Franski boltinn HM 2022 í Katar Frakkland Mál Pogba-bræðranna Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira