Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 18:31 Jamie Carragher er ekki viss um að Potter sé rétti maðurinn í starfið hjá Chelsea. Adam Davy/PA Images via Getty Images Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag. Chelsea rak í morgun Thomas Tuchel úr starfi knattspyrnustjóra en liðið hefur farið illa af stað heima fyrir og tapaði fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í gærkvöld, 1-0 fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu. Todd Boehly er stjórnarformaður félagsins og fer fyrir nýjum eigendahópi sem keypti liðið fyrir þremur mánuðum. Það eyddi heimsmetafjárhæð, 260 milljónum punda, í sumarglugganum og ljóst að þolinmæðin er ekki mikil. Graham Potter er sagður efstur á óskalista hópsins og hefur Chelsea hafið viðræður við hann. Verði gengið frá ráðningu hans mun það kosta Chelsea 16 milljónir punda. "It's a very ruthless club" Jamie Carragher says he 'fears' for Graham Potter and he 'should be very wary' should he be appointed Chelsea manager following the sacking of Thomas Tuchel... pic.twitter.com/KWjoq6LoOX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 7, 2022 „Ég er ekki viss um að hann sé rétti maðurinn fyrir félagið, en kannski vilja Chelsea boða breytingar fyrir framtíðina, með því að ráða meiri þjálfara heldur en framkvæmdastjóra,“ segir Jamie Carragher á Sky Sports. „En ef ég væri Graham Potter ætti ég erfitt með að trúa því, að ný stjórn félagsins muni breyta til og að hann verði frekar þarna í tvö til þrjú ár. Þeir voru að reka stjóra eftir einungis sex leiki við stjórnvölin,“ „Auðvitað væri þetta frábært skref og skref sem hann vill taka á einhverjum tímapunkti á sínum ferli,“ Carragher segist óttast að Potter endi á sama stað og aðrir fyrrum þjálfarar liðsins. Í eigendatíð Roman Abramovich entust þjálfarar yfirleitt ekki mikið lengur en í tvö til þrjú ár. „En maður óttast fyrir hönd Graham Potter að hann lendi í sömu stöðu og allir aðrir þjálfarar Chelsea síðustu tíu ár. Ef hann nær ekki árangri strax munu þeir finna nýjan mann í starfið innan tólf mánaða,“ „Það hefur verið erfitt að gagnrýna félagið því það hefur náð árangri í hvert sinn sem það skipti um þjálfara í tíð Abramovich, þar sem félagið var mjög miskunnarlaust í garð þjálfara,“ segir Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. 7. september 2022 14:10 Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira
Chelsea rak í morgun Thomas Tuchel úr starfi knattspyrnustjóra en liðið hefur farið illa af stað heima fyrir og tapaði fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í gærkvöld, 1-0 fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu. Todd Boehly er stjórnarformaður félagsins og fer fyrir nýjum eigendahópi sem keypti liðið fyrir þremur mánuðum. Það eyddi heimsmetafjárhæð, 260 milljónum punda, í sumarglugganum og ljóst að þolinmæðin er ekki mikil. Graham Potter er sagður efstur á óskalista hópsins og hefur Chelsea hafið viðræður við hann. Verði gengið frá ráðningu hans mun það kosta Chelsea 16 milljónir punda. "It's a very ruthless club" Jamie Carragher says he 'fears' for Graham Potter and he 'should be very wary' should he be appointed Chelsea manager following the sacking of Thomas Tuchel... pic.twitter.com/KWjoq6LoOX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 7, 2022 „Ég er ekki viss um að hann sé rétti maðurinn fyrir félagið, en kannski vilja Chelsea boða breytingar fyrir framtíðina, með því að ráða meiri þjálfara heldur en framkvæmdastjóra,“ segir Jamie Carragher á Sky Sports. „En ef ég væri Graham Potter ætti ég erfitt með að trúa því, að ný stjórn félagsins muni breyta til og að hann verði frekar þarna í tvö til þrjú ár. Þeir voru að reka stjóra eftir einungis sex leiki við stjórnvölin,“ „Auðvitað væri þetta frábært skref og skref sem hann vill taka á einhverjum tímapunkti á sínum ferli,“ Carragher segist óttast að Potter endi á sama stað og aðrir fyrrum þjálfarar liðsins. Í eigendatíð Roman Abramovich entust þjálfarar yfirleitt ekki mikið lengur en í tvö til þrjú ár. „En maður óttast fyrir hönd Graham Potter að hann lendi í sömu stöðu og allir aðrir þjálfarar Chelsea síðustu tíu ár. Ef hann nær ekki árangri strax munu þeir finna nýjan mann í starfið innan tólf mánaða,“ „Það hefur verið erfitt að gagnrýna félagið því það hefur náð árangri í hvert sinn sem það skipti um þjálfara í tíð Abramovich, þar sem félagið var mjög miskunnarlaust í garð þjálfara,“ segir Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. 7. september 2022 14:10 Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira
Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. 7. september 2022 14:10
Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn