Eignaðist sitt níunda barn og tvö önnur á leiðinni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. september 2022 11:30 Þáttastjórnandinn Nick Cannon er nú með fimm börn yngri en tveggja ára og á hann von á tveimur börnum í næsta mánuði. Alls hefur hann eignast níu börn með sex konum síðustu ellefu árin. GETTY/ BRUCE GLIKAS Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon hefur nú eignast sitt níunda barn. Þetta er hans annað barn á árinu og á hann von á tveimur börnum síðar á árinu. Í gær tilkynnti Cannon að honum hefði fæðst stúlka sem hefði hlotið nafnið Onyx Ice Cole Cannon. Stúlkan er fyrsta barnið sem hann eignast með fyrirsætunni LaNishu Cole. Alls hefur Cannon eignast níu börn með sex konum á síðustu ellefu árum. Aðeins tveir mánuðir eru síðan hann eignaðist drenginn Legendary Love með fyrirsætunni Bre Tiesi. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) View this post on Instagram A post shared by Bre Tiesi (@bre_tiesi) Fimm börn undir tveggja ára og tvö á leiðinni Þáttastjórnandinn er því nú með tvö nýfædd börn. Hann hefur eignast sex börn á síðustu tveimur árum en sonur hans Zen lést eftir baráttu við heilaæxli aðeins fimm mánaða gamall. Sjá: Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Nú er Cannon því með fimm börn yngri en tveggja ára. Það mun þó fljótlega bætast í hópinn því hann á von á tveimur börnum síðar á árinu. Hann á von á barni númer tíu með fyrirsætunni Brittany Bell. Hann á tvö börn með henni fyrir, fædd 2017 og 2020. Þá er áhrifavaldurinn Abby De La Rosa ófrísk að ellefta barni Cannons. Þau eiga saman tvíburana Zion og Zillion fyrir. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Ekki einnar konu maður Cannon hefur talað opinskátt um það að hann sé ekki einnar konu maður. Hann tengi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. „Ég tek fulla ábyrgð. Ef ég stunda óvarið kynlíf með konu þá er mögulegt að við munum eignast barn. Ég ber það mikla virðingu fyrir sjálfum mér að ef ég er kominn á þann stað með konu að taka af mér smokkinn, þá er það af því ég hef hugsað með mér að hún geti orðið barnsmóðir mín,“ sagði Cannon hlaðvarpinu The Language of Love fyrir skömmu. Þrátt fyrir að Cannon aðhyllist ekki einkvæni í dag, var hann giftur söngkonunni Mariuh Carey í átta ár og eignuðust þau tvö börn saman. Þau skildu árið 2016. Cannon stýrir þáttunum The Masked Singer en ný þáttaröð fer í loftið 21. september. Hann mun því hafa nóg að gera, bæði fyrir framan myndavélarnar og einnig í bleyjuskiptum og barnauppeldi. Börn og uppeldi Hollywood Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Nick Cannon á von á sínu níunda og tíunda barni Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon á nú von á sínu níunda og tíunda barni. Nýjasta tilkynningin er hans þriðja barn með fyrirsætunni Brittany Bell en fyrir eiga þau börnin Golden Sagon og Powerful Queen. 25. ágúst 2022 14:30 Telur einkvæni vera óheilbrigt Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. 17. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Sjá meira
Í gær tilkynnti Cannon að honum hefði fæðst stúlka sem hefði hlotið nafnið Onyx Ice Cole Cannon. Stúlkan er fyrsta barnið sem hann eignast með fyrirsætunni LaNishu Cole. Alls hefur Cannon eignast níu börn með sex konum á síðustu ellefu árum. Aðeins tveir mánuðir eru síðan hann eignaðist drenginn Legendary Love með fyrirsætunni Bre Tiesi. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) View this post on Instagram A post shared by Bre Tiesi (@bre_tiesi) Fimm börn undir tveggja ára og tvö á leiðinni Þáttastjórnandinn er því nú með tvö nýfædd börn. Hann hefur eignast sex börn á síðustu tveimur árum en sonur hans Zen lést eftir baráttu við heilaæxli aðeins fimm mánaða gamall. Sjá: Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Nú er Cannon því með fimm börn yngri en tveggja ára. Það mun þó fljótlega bætast í hópinn því hann á von á tveimur börnum síðar á árinu. Hann á von á barni númer tíu með fyrirsætunni Brittany Bell. Hann á tvö börn með henni fyrir, fædd 2017 og 2020. Þá er áhrifavaldurinn Abby De La Rosa ófrísk að ellefta barni Cannons. Þau eiga saman tvíburana Zion og Zillion fyrir. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Ekki einnar konu maður Cannon hefur talað opinskátt um það að hann sé ekki einnar konu maður. Hann tengi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. „Ég tek fulla ábyrgð. Ef ég stunda óvarið kynlíf með konu þá er mögulegt að við munum eignast barn. Ég ber það mikla virðingu fyrir sjálfum mér að ef ég er kominn á þann stað með konu að taka af mér smokkinn, þá er það af því ég hef hugsað með mér að hún geti orðið barnsmóðir mín,“ sagði Cannon hlaðvarpinu The Language of Love fyrir skömmu. Þrátt fyrir að Cannon aðhyllist ekki einkvæni í dag, var hann giftur söngkonunni Mariuh Carey í átta ár og eignuðust þau tvö börn saman. Þau skildu árið 2016. Cannon stýrir þáttunum The Masked Singer en ný þáttaröð fer í loftið 21. september. Hann mun því hafa nóg að gera, bæði fyrir framan myndavélarnar og einnig í bleyjuskiptum og barnauppeldi.
Börn og uppeldi Hollywood Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Nick Cannon á von á sínu níunda og tíunda barni Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon á nú von á sínu níunda og tíunda barni. Nýjasta tilkynningin er hans þriðja barn með fyrirsætunni Brittany Bell en fyrir eiga þau börnin Golden Sagon og Powerful Queen. 25. ágúst 2022 14:30 Telur einkvæni vera óheilbrigt Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. 17. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Sjá meira
Nick Cannon á von á sínu níunda og tíunda barni Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon á nú von á sínu níunda og tíunda barni. Nýjasta tilkynningin er hans þriðja barn með fyrirsætunni Brittany Bell en fyrir eiga þau börnin Golden Sagon og Powerful Queen. 25. ágúst 2022 14:30
Telur einkvæni vera óheilbrigt Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. 17. febrúar 2022 17:01