Alfons á sínum stað hjá Bodø/Glimt | Stefán Teitur gat ekki stöðvað Hamrana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2022 21:15 Alfons Sampsted í leik kvöldsins. EPA-EFE/Mats Torbergsen Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í A-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn. Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í X-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn. Noregsmeistararnir höfðu gert jafntefli við PSV í fyrstu umferð og gátu farið á topp riðilsins með sigri þar sem leik Arsenal og PSV var frestað vegna andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Staðan var markalaus í hálfleik þó svo að gestirnir frá Sviss töldu sig hafa komist yfir þegar aðeins fimm mínútur voru til loka hans. Þeir komu þá boltanum í netið en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Leikmaður Zürich var rangstæður í aðdraganda marksins. Á 54. mínútu varð leikmaður gestanna fyrir því óláni að skora sjálfsmark og aðeins fjórum mínútum síðar höfðu heimamenn tvöfaldað forystuna. Þegar rétt rúmar tíu mínútur lifðu leiks minnkuðu gestirnir muninn en nær komust þeir ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Bodø/Glimt sem er komið á topp A-riðils með fjögur stig. Tre deiilige poeng i Bodø! #førrevig pic.twitter.com/NFLP2sgykg— FK Bodø/Glimt (@Glimt) September 15, 2022 Elías Rafn Ólafsson var ekki í leikmannahóp Midtjylland þegar liðið tók á móti ítalska úrvalsdeildarliðinu Lazio. Unnu heimamenn í Midtjylland ótrúlegan 5-1 stórsigur. Nágrannar Lazio í Roma unnu öruggan 3-0 sigur á HJK frá Finnlandi þegar liðin mættust í Róm í kvöld og þá vann Manchester United góðan 2-0 sigur í Moldóvu. pic.twitter.com/FHSHGuPH09— AS Roma (@OfficialASRoma) September 15, 2022 Í Sambandsdeild Evrópu var West Ham United í heimsókn hjá Stefáni Teit Þórðarsyni og félögum í Silkeborg. Stefán Teitur lék allan leikinn á miðju heimaliðsins en gat ekki komið í veg fyrir 3-2 útisigur Hamranna. Kasper Kusk kom Silkeborg yfir en Manuel Lanzini, Gianluca Scamacca og Craig Dawson svöruðu fyrir gestina. Søren Tengstedt minnkaði muninn fyrir Silkeborg á 75. mínútu en nær komust heimamenn ekki og Hamrarnir fóru með þrjú stig heim til Lundúna. West Ham er á toppi B-riðils Sambandsdeildarinnar með sex stig að loknum tveimur umferðum á meðan Silkeborg er á botni riðilsins án stiga. Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í X-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn. Noregsmeistararnir höfðu gert jafntefli við PSV í fyrstu umferð og gátu farið á topp riðilsins með sigri þar sem leik Arsenal og PSV var frestað vegna andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Staðan var markalaus í hálfleik þó svo að gestirnir frá Sviss töldu sig hafa komist yfir þegar aðeins fimm mínútur voru til loka hans. Þeir komu þá boltanum í netið en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Leikmaður Zürich var rangstæður í aðdraganda marksins. Á 54. mínútu varð leikmaður gestanna fyrir því óláni að skora sjálfsmark og aðeins fjórum mínútum síðar höfðu heimamenn tvöfaldað forystuna. Þegar rétt rúmar tíu mínútur lifðu leiks minnkuðu gestirnir muninn en nær komust þeir ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Bodø/Glimt sem er komið á topp A-riðils með fjögur stig. Tre deiilige poeng i Bodø! #førrevig pic.twitter.com/NFLP2sgykg— FK Bodø/Glimt (@Glimt) September 15, 2022 Elías Rafn Ólafsson var ekki í leikmannahóp Midtjylland þegar liðið tók á móti ítalska úrvalsdeildarliðinu Lazio. Unnu heimamenn í Midtjylland ótrúlegan 5-1 stórsigur. Nágrannar Lazio í Roma unnu öruggan 3-0 sigur á HJK frá Finnlandi þegar liðin mættust í Róm í kvöld og þá vann Manchester United góðan 2-0 sigur í Moldóvu. pic.twitter.com/FHSHGuPH09— AS Roma (@OfficialASRoma) September 15, 2022 Í Sambandsdeild Evrópu var West Ham United í heimsókn hjá Stefáni Teit Þórðarsyni og félögum í Silkeborg. Stefán Teitur lék allan leikinn á miðju heimaliðsins en gat ekki komið í veg fyrir 3-2 útisigur Hamranna. Kasper Kusk kom Silkeborg yfir en Manuel Lanzini, Gianluca Scamacca og Craig Dawson svöruðu fyrir gestina. Søren Tengstedt minnkaði muninn fyrir Silkeborg á 75. mínútu en nær komust heimamenn ekki og Hamrarnir fóru með þrjú stig heim til Lundúna. West Ham er á toppi B-riðils Sambandsdeildarinnar með sex stig að loknum tveimur umferðum á meðan Silkeborg er á botni riðilsins án stiga.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjá meira