„Mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts“ Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 13:33 Albert Guðmundsson var aðeins einu sinni í byrjunarliði Íslands í leikjunum fjórum í júní og það var í vináttulandsleiknum gegn San Marínó. Getty Arnar Þór Viðarsson fór ekki leynt með óánægju sína með framgöngu Alberts Guðmundssonar, í júní, þegar hann útskýrði af hverju Albert væri ekki í nýjasta landsliðshópi Íslands í fótbolta. „Ég var mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts í síðasta glugga,“ sagði Arnar en útskýrði ekki nákvæmlega hvernig hugarfar Alberts hefði ekki verið sér að skapi. Albert kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum í Þjóðadeildinni í júní en lék ekkert í þriðja leiknum. Seinni leikurinn sem hann spilaði var á heimavelli gegn Ísrael þar sem hann kom inn á á 89. mínútu. „Fyrir mér er það þannig að það að vera í íslenska landsliðinu er mikill heiður og það kallar á hundrað prósent hugarfar, alla daga og alltaf. Þú ert annað hvort hundrað prósent með okkur í þessu eða ekki,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Við þurfum ekki að horfa neitt langt í baka og vitum öll að bestu leikmenn íslenska landsliðsins undanfarin ár hafa alltaf sett frammistöðu liðsins fram yfir sína eigin frammistöðu. Það er eina leiðin til að ná árangri,“ bætti Arnar Við. Hann útilokar ekki að velja Albert aftur síðar, þó að Albert verði ekki með í leikjunum við Venesúela og Albaníu í þessum mánuði: „Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir þennan glugga en ég er ekki að loka neinum dyrum fyrir framtíðina. Ef og þegar Albert er tilbúinn að vera hluti af okkar liðsheild og vinna innan þess ramma sem að ég set þá er að sjálfsögðu pláss fyrir hæfileikaríkan leikmann eins og Albert í landsliðinu.“ Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar tekur aftur við fyrirliðabandinu Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Aron Einar Gunnarsson sé ekki bara að snúa til baka í landsliðið heldur muni hann taka við fyrirliðabandinu á nýjan leik. 16. september 2022 13:34 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
„Ég var mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts í síðasta glugga,“ sagði Arnar en útskýrði ekki nákvæmlega hvernig hugarfar Alberts hefði ekki verið sér að skapi. Albert kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum í Þjóðadeildinni í júní en lék ekkert í þriðja leiknum. Seinni leikurinn sem hann spilaði var á heimavelli gegn Ísrael þar sem hann kom inn á á 89. mínútu. „Fyrir mér er það þannig að það að vera í íslenska landsliðinu er mikill heiður og það kallar á hundrað prósent hugarfar, alla daga og alltaf. Þú ert annað hvort hundrað prósent með okkur í þessu eða ekki,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Við þurfum ekki að horfa neitt langt í baka og vitum öll að bestu leikmenn íslenska landsliðsins undanfarin ár hafa alltaf sett frammistöðu liðsins fram yfir sína eigin frammistöðu. Það er eina leiðin til að ná árangri,“ bætti Arnar Við. Hann útilokar ekki að velja Albert aftur síðar, þó að Albert verði ekki með í leikjunum við Venesúela og Albaníu í þessum mánuði: „Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir þennan glugga en ég er ekki að loka neinum dyrum fyrir framtíðina. Ef og þegar Albert er tilbúinn að vera hluti af okkar liðsheild og vinna innan þess ramma sem að ég set þá er að sjálfsögðu pláss fyrir hæfileikaríkan leikmann eins og Albert í landsliðinu.“
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar tekur aftur við fyrirliðabandinu Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Aron Einar Gunnarsson sé ekki bara að snúa til baka í landsliðið heldur muni hann taka við fyrirliðabandinu á nýjan leik. 16. september 2022 13:34 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Aron Einar tekur aftur við fyrirliðabandinu Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Aron Einar Gunnarsson sé ekki bara að snúa til baka í landsliðið heldur muni hann taka við fyrirliðabandinu á nýjan leik. 16. september 2022 13:34