Óttast ekki neikvæða umræðu: „Vinnum bara eftir reglum sem okkur eru gefnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 08:00 Aron Einar Gunnarsson er kominn aftur í íslenska landsliðið. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson óttast ekki að valið á Aroni Einari Gunnarssyni í íslenska fótboltalandsliðið eigi eftir að draga óþægilegan dilk á eftir sér. Aron Einar er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Venesúela í vináttulandsleik og Albaníu í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra sem Aron Einar er valinn í landsliðið en hann kom ekki til greina í það vegna ásakana um nauðgun. Í síðasta mánuði staðfesti ríkissaksóknari svo að málið sem var höfðað gegn Aroni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, leikmanni FH, hefði verið fellt niður af héraðssaksóknara. Samkvæmt reglum KSÍ var Arnari því frjálst að velja Aron aftur í landsliðið sem og hann gerði fyrir næstu leiki þess. Landsliðsþjálfarinn er mjög ánægður að hafa endurheimt Aron. „Hann er fyrirliði íslenska landsliðsins og leiðtogi. En það er ekki bara hann, það eru fleiri leiðtogar í þessu liði, eins og Birkir Bjarnason, sem hafa sýnt það undanfarna mánuði. En ég held að það viti það allir að Aron Einar er það góður fótboltamaður að hann er hluti af íslenska landsliðinu,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir blaðamannafund KSÍ í gær. Hann segist ekki hafa verið í vafa um að velja Aron og hefur ekki áhyggjur af því að möguleg neikvæð umræða vegna valsins hafi áhrif á íslenska liðið. „Nei, ég vel bara íslenska landsliðið sem þjálfari þess og það er mitt hlutverk. Við vinnum bara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru gefnar. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmennirnir geti ekki einbeitt sér að þessu skemmtilega og mikilvæga verkefni sem framundan eru,“ sagði Arnar. Aron lék síðast með landsliðinu í 2-2 jafntefli við Pólland í júní 2021. Alls hefur Akureyringurinn leikið 97 landsleiki og verið fyrirliði í meirihluta þeirra. Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Aron Einar er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Venesúela í vináttulandsleik og Albaníu í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra sem Aron Einar er valinn í landsliðið en hann kom ekki til greina í það vegna ásakana um nauðgun. Í síðasta mánuði staðfesti ríkissaksóknari svo að málið sem var höfðað gegn Aroni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, leikmanni FH, hefði verið fellt niður af héraðssaksóknara. Samkvæmt reglum KSÍ var Arnari því frjálst að velja Aron aftur í landsliðið sem og hann gerði fyrir næstu leiki þess. Landsliðsþjálfarinn er mjög ánægður að hafa endurheimt Aron. „Hann er fyrirliði íslenska landsliðsins og leiðtogi. En það er ekki bara hann, það eru fleiri leiðtogar í þessu liði, eins og Birkir Bjarnason, sem hafa sýnt það undanfarna mánuði. En ég held að það viti það allir að Aron Einar er það góður fótboltamaður að hann er hluti af íslenska landsliðinu,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir blaðamannafund KSÍ í gær. Hann segist ekki hafa verið í vafa um að velja Aron og hefur ekki áhyggjur af því að möguleg neikvæð umræða vegna valsins hafi áhrif á íslenska liðið. „Nei, ég vel bara íslenska landsliðið sem þjálfari þess og það er mitt hlutverk. Við vinnum bara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru gefnar. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmennirnir geti ekki einbeitt sér að þessu skemmtilega og mikilvæga verkefni sem framundan eru,“ sagði Arnar. Aron lék síðast með landsliðinu í 2-2 jafntefli við Pólland í júní 2021. Alls hefur Akureyringurinn leikið 97 landsleiki og verið fyrirliði í meirihluta þeirra.
Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira