Son: Þrjú heppnismörk og ég er mjög stoltur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2022 21:45 Heung-Min Son vaknaði heldur betur til lífsins í dag. James Williamson - AMA/Getty Images Suður-kóreski knattspyrnumaðurinn Heung-Min Son komst loksins á blað í ensku úrvalsdeildinni er hann skoraði þrennu í 6-2 sigri Tottenham gegn Leicester í dag. Son var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili ásamt Liverpoolmanninum Mohamed Salah með 23 mörk. Hann hafði hins vegar ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu sex umferðum deildarinnar á þessu tímabili og af þeim sökum missti hann byrjunarliðssæti sitt. Son kom inn af varamannabekknum þegar um hálftími var til leiksloka í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrennu fyrir Tottenham og gulltryggði liðinu um leið öruggan 6-2 sigur. HEUNG-MIN SON 13-MINUTE HAT TRICK OFF THE BENCH 🔥 pic.twitter.com/QdhnVm4g9O— B/R Football (@brfootball) September 17, 2022 „Þetta er mögnuð tilfinning. Sérstaklega af því að leikurinn var ekki búinn, ég kom inn á í stöðunni 3-2. Þetta var erfiður leikur og það var frábært að ná að vinna,“ sagði Son eftir leikinn. Eins og áður segir hefur Son átt í miklum erfiðleikum með að finna netmöskvana á tímabilinu og hann segir að það hafi verið gríðarlegur léttir þegar hann sá boltann syngja í netinu í fyrsta sinn á tímabilinu. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Allur pirringurinn, öll vonbrigðin og allar neikvæðu hugsanirnar hurfu bara. Ég gat ekki hreyft mig og stóð þess vegna bara kyrr í stað þess að fagna. Þetta gladdi mig mjög mikið.“ „Fótboltinn getur verið svo klikkaður stundum. Boltinn vildi bara ekki fara inn í seinustu leikjum, en í dag gerðist það þrisvar. Þetta breytir öllu og ég hef lært svo mikið á þessu erfiða tímabili. Ég þarf að leggja hart að mér í hvert einasta skipti til að fá tækifærið.“ „Þetta voru þrjú heppnismörk og ég er mjög stoltur,“ sagði Son að lokum, eðlilega í skýjunum eftir leikinn. Enski boltinn Tengdar fréttir Son setti þrennu í stórsigri Tottenham Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur. 17. september 2022 18:27 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Son var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili ásamt Liverpoolmanninum Mohamed Salah með 23 mörk. Hann hafði hins vegar ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu sex umferðum deildarinnar á þessu tímabili og af þeim sökum missti hann byrjunarliðssæti sitt. Son kom inn af varamannabekknum þegar um hálftími var til leiksloka í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrennu fyrir Tottenham og gulltryggði liðinu um leið öruggan 6-2 sigur. HEUNG-MIN SON 13-MINUTE HAT TRICK OFF THE BENCH 🔥 pic.twitter.com/QdhnVm4g9O— B/R Football (@brfootball) September 17, 2022 „Þetta er mögnuð tilfinning. Sérstaklega af því að leikurinn var ekki búinn, ég kom inn á í stöðunni 3-2. Þetta var erfiður leikur og það var frábært að ná að vinna,“ sagði Son eftir leikinn. Eins og áður segir hefur Son átt í miklum erfiðleikum með að finna netmöskvana á tímabilinu og hann segir að það hafi verið gríðarlegur léttir þegar hann sá boltann syngja í netinu í fyrsta sinn á tímabilinu. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Allur pirringurinn, öll vonbrigðin og allar neikvæðu hugsanirnar hurfu bara. Ég gat ekki hreyft mig og stóð þess vegna bara kyrr í stað þess að fagna. Þetta gladdi mig mjög mikið.“ „Fótboltinn getur verið svo klikkaður stundum. Boltinn vildi bara ekki fara inn í seinustu leikjum, en í dag gerðist það þrisvar. Þetta breytir öllu og ég hef lært svo mikið á þessu erfiða tímabili. Ég þarf að leggja hart að mér í hvert einasta skipti til að fá tækifærið.“ „Þetta voru þrjú heppnismörk og ég er mjög stoltur,“ sagði Son að lokum, eðlilega í skýjunum eftir leikinn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Son setti þrennu í stórsigri Tottenham Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur. 17. september 2022 18:27 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Son setti þrennu í stórsigri Tottenham Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur. 17. september 2022 18:27