Sjáðu mörkin sem héldu titilvonum Blika á lífi, felldu KR og héldu Þór/KA líklega uppi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 15:30 Selfoss skoraði fimm í Vesturbænum og felldi KR. Vísir/Hulda Margrét Þrír leikir í Bestu deild kvenna í fótbolta fóru fram í gær, sunnudag. Alls voru 15 mörk skoruð og þau má öll sjá hér að neðan. Í Vesturbænum var Selfoss í heimsókn. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn 5-3 sem þýddi að KR mun spila í Lengjudeildinni árið 2023. Eftir leik hefur hávær umræða myndast í kringum umgjörð KR-liðsins. Hvað leikinn sjálfan varðar þá kom Íris Una Þórðardóttir gestunum yfir en Guðmunda Brynja Óladóttir jafnaði skömmu síðar. Miranda Nild sá þó til þess að Selfoss var 2-1 yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Marcella Barberic metin áður en Íris Una gerði annað mark sitt. Miranda gerði svo slíkt hið sama og staðan 3-2 gestunum í vil áður en Katla María, systir Írisar Unu, bætti við fimmta marki gestanna. Rasamee Phonsongkham minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu, lokatölur 3-5 í miklum markaleik. Klippa: Besta deild kvenna: KR 3-5 Selfoss Í Kópavogi var Afturelding í heimsókn en gestirnir þurftu á þremur stigum að halda til að reyna halda í vonina um að halda sæti sínu í deildinni. Breiðablik þurfti hins vegar sigur til að halda í þá veiku von að liðið gæti náð toppliði Vals. Markalaust var í hálfleik en Írena Héðinsdóttir Gonzales kom Blikum yfir snemma í síðari hálfleik. Agla María Albertsdóttir bætti svo við tveimur mörkum og Breiðablik vann sannfærandi 3-1 sigur. Klippa: Besta deild kvenna: Breiðablik 3-0 Afturelding Í Keflavík var Þór/KA í heimsókn en bæði lið voru fyrir leik rétt fyrir ofan fallsæti. Þrjú mörk á átta mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari gerðu út um leikinn. Margrét Árnadóttir kom Þór/KA yfir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir tvöfaldaði forystuna og Hulda Ósk Jónsdóttir tryggði svo sigurinn. Það skipti engu að Caroline Van Slambrouck hafi minnkað muninn á 66. mínútu. Lokatölur 1-3 og Þór/KA svo gott sem búið að tryggja sæti sitt í deildinni. Klippa: Besta deild kvenna: Keflavík 1-3 Þór/KA Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Afturelding 3-0 | Blikar halda lífi í von sinni um Íslandsmeistaratitilinn Breiðablik fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi þegar liðið atti kappi við Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í rigningarsudda á Kópavogsvelli í kvöld. 18. september 2022 21:06 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Þór/KA 1-3 | Þór/KA tók risaskref í átt að áframhaldandi veru í Bestu deildinni Þór/KA fór langt með að halda sér í deildinni með 1-3 sigri á Keflavík. Leikurinn fór rólega af stað en um leið og Þór/KA komst á bragðið fór boltinn að rúlla sem skilaði þremur mörkum. Keflavík minnkaði muninn í 1-3 en nær komust Keflvíkingar ekki og Þór/KA fékk mikilvæg þrjú stig í pokann 18. september 2022 16:32 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Í Vesturbænum var Selfoss í heimsókn. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn 5-3 sem þýddi að KR mun spila í Lengjudeildinni árið 2023. Eftir leik hefur hávær umræða myndast í kringum umgjörð KR-liðsins. Hvað leikinn sjálfan varðar þá kom Íris Una Þórðardóttir gestunum yfir en Guðmunda Brynja Óladóttir jafnaði skömmu síðar. Miranda Nild sá þó til þess að Selfoss var 2-1 yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Marcella Barberic metin áður en Íris Una gerði annað mark sitt. Miranda gerði svo slíkt hið sama og staðan 3-2 gestunum í vil áður en Katla María, systir Írisar Unu, bætti við fimmta marki gestanna. Rasamee Phonsongkham minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu, lokatölur 3-5 í miklum markaleik. Klippa: Besta deild kvenna: KR 3-5 Selfoss Í Kópavogi var Afturelding í heimsókn en gestirnir þurftu á þremur stigum að halda til að reyna halda í vonina um að halda sæti sínu í deildinni. Breiðablik þurfti hins vegar sigur til að halda í þá veiku von að liðið gæti náð toppliði Vals. Markalaust var í hálfleik en Írena Héðinsdóttir Gonzales kom Blikum yfir snemma í síðari hálfleik. Agla María Albertsdóttir bætti svo við tveimur mörkum og Breiðablik vann sannfærandi 3-1 sigur. Klippa: Besta deild kvenna: Breiðablik 3-0 Afturelding Í Keflavík var Þór/KA í heimsókn en bæði lið voru fyrir leik rétt fyrir ofan fallsæti. Þrjú mörk á átta mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari gerðu út um leikinn. Margrét Árnadóttir kom Þór/KA yfir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir tvöfaldaði forystuna og Hulda Ósk Jónsdóttir tryggði svo sigurinn. Það skipti engu að Caroline Van Slambrouck hafi minnkað muninn á 66. mínútu. Lokatölur 1-3 og Þór/KA svo gott sem búið að tryggja sæti sitt í deildinni. Klippa: Besta deild kvenna: Keflavík 1-3 Þór/KA
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Afturelding 3-0 | Blikar halda lífi í von sinni um Íslandsmeistaratitilinn Breiðablik fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi þegar liðið atti kappi við Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í rigningarsudda á Kópavogsvelli í kvöld. 18. september 2022 21:06 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Þór/KA 1-3 | Þór/KA tók risaskref í átt að áframhaldandi veru í Bestu deildinni Þór/KA fór langt með að halda sér í deildinni með 1-3 sigri á Keflavík. Leikurinn fór rólega af stað en um leið og Þór/KA komst á bragðið fór boltinn að rúlla sem skilaði þremur mörkum. Keflavík minnkaði muninn í 1-3 en nær komust Keflvíkingar ekki og Þór/KA fékk mikilvæg þrjú stig í pokann 18. september 2022 16:32 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Afturelding 3-0 | Blikar halda lífi í von sinni um Íslandsmeistaratitilinn Breiðablik fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi þegar liðið atti kappi við Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í rigningarsudda á Kópavogsvelli í kvöld. 18. september 2022 21:06
Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Þór/KA 1-3 | Þór/KA tók risaskref í átt að áframhaldandi veru í Bestu deildinni Þór/KA fór langt með að halda sér í deildinni með 1-3 sigri á Keflavík. Leikurinn fór rólega af stað en um leið og Þór/KA komst á bragðið fór boltinn að rúlla sem skilaði þremur mörkum. Keflavík minnkaði muninn í 1-3 en nær komust Keflvíkingar ekki og Þór/KA fékk mikilvæg þrjú stig í pokann 18. september 2022 16:32